selavi

Jábbs, svona er lífið

laugardagur, apríl 30, 2005

Hvet ykkur til að prufa þennan leik.

Þetta er ekki svona venjulegur tölvuleikur. Þetta er heldur ógnvekjandi en svona getur þetta verið í raunveruleikanum.
Her

föstudagur, apríl 29, 2005

svona er ég samkvæmt einvherju prófi og svona ætti guttinn sem ég deita einhvertíma að vera ;)

Your dating personality profile:

Liberal - Politics matters to you, and you aren't afraid to share your left-leaning views. You would never be caught voting for a conservative candidate. Him veit einhver að ég er ekki vinstri græn ?? :) hehehe
Athletic - Physical fitness is one of your priorities. You find the time to work athletic pursuits into your schedule. You enjoy being active. HAHAHAHA, ég er svo léleg í þessu, reyndar finst mér gaman í körfubolta, fótbolta og handbotla og synda og sovna, en him... er ekki alveg svona the athletic gellan :)
Intellectual - You consider your mind amongst your assets. Learning is not a chore but a constant search after wisdom and knowledge. You value education and rationality.Your date match profile: HAHAHA, ein sem á í erfiðleikum með að klára Bs próf, hahaha, en tel mig samt vera þræl gáfaða svo ég er sko alveg sammála þessu :)
You match with men who have following traits:

You matched the following traits:

Shy - You are put off by people who are open books. You are drawn to someone who is a bit more mysterious. You want to draw him out of his shell and get to know what he is all about.
Him..... kanski er þetta soldið rétt :)
Funny - You consider a good sense of humor a major necessity in a date. If his jokes make you laugh, he has won your heart. him... þetta bara líka hahahaha
Intellectual - You seek out intelligence. Idle chit-chat is not what you are after. You prefer your date who can stimulate your mind. Já og kanski þetta bara líka.....

Your Top Ten Traits, Ranked
1. Liberal
2. Athletic
3. Intellectual

4. Sensual
5. Big-Hearted
6. Wealthy/Ambitious
7. Adventurous
8. Outgoing
9. Funny
10. Practical

Your Top Ten Match Traits, Ranked
1. Shy
2. Funny
3. Intellectual
4. Practical
5. Big-Hearted
6. Adventurous
7. Athletic
8. Conservative
9. Traditional
10. Romantic

Látið mig vita ef þið finnið einn svona á lausu. :)
Kv Þóra
ps. það væri líka mjög mikill kostur ef hann ætti Land Rover ;)

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Ái!!!!!!!!!! en samt AAAAAHHHH!!!!

Við María voru hörku duglegar, röltum heim til Fannýar, ég veit ég veit hún á heima rétta hjá H-skólanum, en við löbbuðum ekki þá leið, við löbbuðum meðfram sjónum frá Nauthólfsvík og meðfram ægisíðunni. Þetta var frábært, sólin að setjast ótrúlega rómó, verst bara að ég var þarna með Maríu, nei segi svona. Þetta var frábært.
En nema hvað að ég er alltaf jafn vitlaus, ég fór í rauðu Svissnesku skónum, og ég var í göngusokkum, og þá eru þeir sko skórnir of litlir svo ég er virkilega að drepast í tánum. Ég þori varla úr sokkunum, er viss um að það blæði bara þetta er svo vont. En þrátt fyrir þetta var helvíti gott að komast svona út, hausverkurinn fór svo nú sofna ég vel, planið er reyndar að byrja á því aftur að taka armbegjur áður en ég sofna eins og ég gerði stundum þegar ég var í Ármúla.
En jæja góða nótt, sofið vel.
Kv Þóra :)

miðvikudagur, apríl 27, 2005

Hver er ég, og hvað veistu um mig ??
I made a Quiz for you! Take my Quiz! and then Check out the Scoreboard!

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Mæli með að lesa þessa grein eftir Egil Helgasson, nokkuð mögnuð, reyndar eru það helst umræðurnar sem eru magnaðar.
Fynst það alveg magnað að sumir halda að við sem erum vinstri sinnuð séum bara búin að réttlæta fyrir okkur morð kommúnismans, ég er nú hálfgerður kommúnisti en ég er ekki vitlaus, og ég að sjálfsögðu réttlæti aldrei morð, hvort sem það er af völdum kommúnisma eða einvhers annars.

Jess

Var að fá afsökun til að læra ekki, Útivera var að koma inn um lúguna, verð að lesa þetta skemtilega blað.
Kókið mitt fraus í frystinum, gleymdi því aðeins.

læra, aræl, ælar

jábbs, er að reyna að læra, en einhvernvegin er ég ekki með hugan við efnið, veit bara alls ekki hvað ég er að hugsa. Er að skrifa upp úr rosalega áhugaverðri gerin um háskóla prófesora sem eru í hóp sem ræðir hælisleitenda vandann og innflitendja vandann og mottó þessa hóps er að horfa ekki á þennan vanda með neikvæðum augum heldur jákvæðum, sem sagt að sejga að hælisleitendur og inndlitendur hafa jákvæð áhrif á samfélög. Mér finst þetta frábært, því oftast nær er neikvæð umfjöllun í sambandi við hælisleitendur og innflitendur.
En samt þrátt fyrir að mér finist þetta áhugavert þá bara er ég ekki að geta einbeitt mér. pirrandi, reyndar hefur mér tekist slatti í þessu einbeitingarleysi mínu, sem er mjög gott svona miðað við mig, gæti alveg farið að slétta á mér hárið, horfa á video, plokka augabrýrnar, taka til, þvo þvott og hvað sem er, en í staðin, skrifa ég tölvupósta, og læri, blogga og læri og skoða mbl og vísi og læri, svo í stað þess að slétta á mér hárið í klukku tíma og læra ekkert þá læri ég smá.
Annars ætlaði ég út að hlaupa í dag, en þar sem það er skortur á vatni í hverfinu og ég að fara að borða með kúbugellum í kvöld þá held ég að ég geri það ekki svona til að vera góð. Lýður bara eins og í Afríku, hehe, vatns skortur, ætla bara að fara í þykjustunni leik, vera í Afríku.
Set bara ofnana á fullt, það er sól úti og svona. magnað mar.
En best að halda áfram að læra eða ælar og hlusta á Hjálpum þeim, Sorgarljóð, Dís og fleira.
Hafið það gott.
Kv Þóra slórari.......

laugardagur, apríl 23, 2005

hvað er að gerast ??

Er ég að verða skynsöm ?? ÉG bara spyr, því ég ákvað að vera heima og fara ekki með mömmu, pabba og Árna upp í Stangarholt og ég ákvað að fara ekki upp í bústað heldur ákvað ég að vera hér heima og læra. Jábbs, ég varð skynsöm, það er nú ekki oft sem það gerist á mínum bæ. Ó nei, allt of sjalda satt best að segja. En já ég er búin að vera að læra, en ætla núna að taka mér smá pásu og fara á upplýsingafund hjá Vinum Afríku, og skoða hvort það sé eithvað fyrir mig.
Það er nauðsynlegt að líta örlítið upp úr bókunum og skella sér út í góðaveðrir, ég læri bara í kvöld, þar sem ég verð ekki liggjandi eins og rúsína í heitum potti.
Kv Þóra "skynsama"

í bíó

Já ég skellti mér í bíó í gær, við skvísurnar skelltum okkur á Downfall, eða Der Untergang. Og ég verð að segja að ég var með í maganum allan tímann. Ég get horft á hræðilegar amerískar bíó myndir og ekki fengið í magan því ég veit að þær eru uppspuni, en þarna að horfa á þetta, það var ógeðslegt.
Mig langar mjög mikið til að sjá aðra mynd á iiff, Hotel Rwanda, en veit satt best að segja ekki hvort ég meika að fara aðs já hana starx. Ég ætla að sjá til. Eins og við stelpurnar vorum að tala um þá er kanski betra að skella sér bara á eina fyndna í staðin.

föstudagur, apríl 22, 2005

Fór loksins

Já skellti mér loksins á fund hjá UVG í gær. Það er verið að mynda hóp sem ætlar að fara yfir lög um útlendinga, og þar sem mér finst þetta mjög áhugavert og svo er ritgerðin mín tengd þessu. Þetta var mjög gaman, mér finst gaman að spjalla um pólitík eins og sum ykkar vitið, en það eru ekki allir sem nenna að tala um hana, svo þarna sé ég góða leið til þess að losa vini mína við röflið mitt, ég get þá fengið útrás þarna.
Er annars bara að vinna að ritgerðinni, gengur hægt en gengur samt.
Góða helgi.
Kv Þóra :)


fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar

Gleðilegt sumar öllsömul, jábbs í drauma heimi sér maður morgun sumardagsins fyrsta alltaf fallegan, maður vakknar út sofin og fær sé að borða og les blaðið upp í bóli. Svo þar sem ég er að læra þá fer maður að læra og lærir slatt en gerir svo líka eithvað skemtilegt. Jábbs ég gerði þetta, nema að það var eitt sem fór úrskeiðis sem hafði áhrif á allt. jábbs ég vakknaði nefnilega ekki útsofin. Svo ég fór niður og fékk mér morgun mat sem var nú ekki upp á marga fiska, þar sem ég gleymdi að kaupa morgun mat í gær, ekki gott. En allaveg ég fór upp í ból með blaðið og viti menn ég stein sofnaði aftur. Svo þetta hafði í för með sér að ég fór að læra allt of seint, og í staðin fyrir að fara beint að læra fór ég að blogga. EKKI gott.
Svo nú er bara að læra lengur.
En hafið þið það gott í dag.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

ÞSSÍ

Jebbs, eins og þið mörg vitið þá sótti ég um starfsþjálfun hjá ÞSSÍ, en neibbs, ég fékk hana ekki, í staðin voru ráðnir masterar og mastersnemar og fólk sem hefur reynslu í þróunnarlöndunum, en hei, þau eru komin með reynslu, á þetta ekki að vera starfsþjálfun ???:)
Nei ég er reyndar ekkert þannig svekt, jú auðvita soldið, en samt mjög hæft fólk á ferðinni þarna, svo nú er bara að ná sér í reynslu og gefa skít í ÞSSÍ :)
En svona er þetta svo ég verð í Laugunum í sumar. Það er fínt.
Kv Þóra

mánudagur, apríl 18, 2005

Þórufell

Jábbs var að skoða visi.is, og fann þá íbúði við Þórufell, djöfull væri nú gaman að búa þar ;)
Þóra í Þórufelli, nokkuð cool. En þar sem ég er ekki að fara að kaupa mér íbúð strax, þá verð ég að láta það vera. Svo er hún líka ekki í 101 eða 105.
En nú er ljúfa lífið búið í bili, m og p komin heim, samt notalegt bara að fá þau aftur, segi ekki annað. Það er samt líka rosa notalegt að vera stundum einn heima.
En jæja farin að lúlla, læra og sprikkla á morgun og svo er víst aðaldundur RRKÍ.
Hafið það gott.
Kv Þóra :)

sunnudagur, apríl 17, 2005

tiltektir

En byrjumá því að óska Maríu til hamingju með daginn, Elsku María ég vona að þú hafir það gott í dag, þrátt fyrir fullt af brjáluðum dönskum krökkum :) Og elsku Kristín Arna ég vona að afmælið þitt verði frábært, og ég vildi óska að ég væri þarna með ykkur.

En í allt annað, tiltektir, jábbs, málið er að ég er búin aðv era ein heima og lasin, svo ég hef ekkret mikið verði að spá í tiltektir, frekar svona að reyna að læra. En í gærkveldið komu nokkrir krakkar heim til mín og ég hugsaði him... á ég að ryksuga, ég þarf þess, en ef ég geri það núna þarf ég bókað að gera það á morgun líka, svo ég ákvað að gera það á morgun ( í dag). Veit ekki hvort að það hafi verið besta ákvörðunin, en sjadda mar, ég er allavega búin að rigsuga núna, teppið er ekki ógeðslegt lengur, heldur hreint, thank god fyrir flottu dýru rigsuguna :)
En er farin að læra núna, skúra á eftir ;)
Kv Þóra

laugardagur, apríl 16, 2005

í gær

Gærdagurinn var soldið skrítinn, ég er lasin og get voða lítið lært, fæ bara hausverk og ef ég tek verkjatöflur þá sofna ég bara yfir lærdómnum, sem er ekki gott.
En svo í gærkveldi fékk ég póst frá gömlum vini mínum í Júgóslavíu, og það var svooo gaman, hann bjargaði alveg deginum. Merkilegt, nú hef ég kynst ansi mörgum útlendingum, bæði á sumarbúðum hér heima, úti og á fundum, en maður heldur sambandi við svo fáa, hvað ætli valdi því að maður haldi ferkar sambandi við þennann en ekki hinn, þó svo maður hafi kanski kynns einhverjum öðrum betur. Reyndar erum við og þessi strákur frá Júgóslavíu systkyni, jábbs komust að því. Hann kom til Íslands árið 2000 og var á sumarbúðum á Holti. Skemtilegt að ég er enn í sambandi við hann en hef ekki hitt hann núna í 5 ár, reyndar hafði ég ekki hitt Elvis vin minn sem býr í Króatíu frá 1997 þegar ég og Hilla fórum og hittum hann á Interrailinu haustið 2003, dísus, það er að verða svo langt síðan, verð að skella mér aftur, og stoppa þá í Júgóslavíu líka.
En jæja best að reyna að læra smá í dag og hætta þessu bulli.
Góða helgi.

föstudagur, apríl 15, 2005

jebbs og já

Ég er með díbblað nef, og hnerra hnerra og hnerra. Það er pirrandi, svo þá horfir maður bara á Friends á milli þess sem maður lærir og vinnur að RK málum. Jábbs, massa fjör hjá minni.
Verð samt að segja áð ég er enn og aftur að sýna fram á snilli mína. Ég keypti eins og áður hefur komið fram myndina Mótorhjóla dagbækur, þar sem mér fynst myndin æði, keypti hana í Svíþjóð, og klikkaði alveg á því að skoða aftan á hana, jábbs, þá er hún með dönskum, sænskum, Norskum og finskum tekstum, en hvergi stóð að það væri enskur, jábbs, myndin er sko á spænsku, svo OH MY GOD, segi bara ekki annað. En þetta fynst mér bara fyndið.
Já er best að fara að sofa, læra í fyrramálið.
Hafið það gott.
Kv Þóra :)

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Komin heim

Jábbs, áður en ég fer að segja frá fundinum, þá vil ég óska uppáhalds frænkuni minni til hamingju með afmælið á mándaginn, hún var 4 ára. það er sko merkilegt :) Elsku Kristín Arna til hamingju með dagin.

en ferðin, hún var góð, þrátt fyrir það að ég var hálf slöpp allan tíman. En íbúfen var brutt svo þetta var í key, en núna eru líklega allir formenn, bæði ungir sem aldnir og framkvæmdarstjórar orðnir veikir, því allir voru kvaddir með kossi og knúsi.
En annars var þetta mjög áhugavert, við yngra fólkið hittumst og undirbjuggum það sem við áttum að kynna og gera, og þar var töluð enska, en svo þegar aðalfundurinn byrjaði var töluð, sænska, norska og danska, og satt best að segja bölvaði ég því að ég hafi ekki lært dönsku þegar ég átti að gera það, skildi ekki nema kanski helminginn, því danirnir töluðu svo hratt, finska konan talaði svo skrítna sænsku, skildi hina svona soldið betur en samt. dísus, massa pirrandi að sitja á fundi og geta ekki almennilega tekið þátt, en ég ferði mitt, grendi frá starfsemi URKÍ, og tók þátt í að kynna bréf sem við erum að fara að senda á aðalfund Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Fékk leyfi til að tala ensku, var reyndar að hugsa um að tala bara íslensku ;)
En eftir fundin fórum við yngra fólkið og ég fékk betri þýðingu á því sem fram hafði farið og komst að því að finska stelpan var í sömu vandræðum og ég. En þetta var allt saman mjög áhugavert. hitti þarna mjög magnað fólk, sem er með hugsjónirnar á réttum stað. Þetta var frábært og mikið búst fyrir mig. Svo eru Sigrún og Úlfar líka frábær. Mjög skemtilegt að vera með þeim.
Þetta var rosa gaman, alltaf gaman að hitta krakkana ( hina formennina ) hlakka til að hitta þau næst, ekki svo langt í það, Vín í lok maí, og svo koma þau í sept til okkar að skoða land og þjóð, og funda :) Samt er ég svona að vona að ég verði ekki á landinu, verði í Afríku, en ef ekki þá verður farið í road trip með þau sem vilja, sá Danski og sá Norski eru búnir að panta leiðsögn, svo það er bara gaman af því :)
Hafið það gott.
Kv Þóra kvefaða.

sunnudagur, apríl 10, 2005

Stokkholmur

Hellu, that er min komin til Stokkholsm, jabbs, kom i gaer, og hef thad helviti fint. Buin ad kaupa fullt og medal annars myndina sem eg var ad lofa her i sidasta bloggi ;) SVo Kubustelpur vid erum ad fara ad horfa a hana a thridjudaginn, eru thid ekki til ?
REyndar nadi eg mer i sma kvef og leid ekekrt allt of vel i gaer, reyndar strax og eg kom upp a hotel var eg farin ut og fyrsta stopp var H og M. Keypti buxur, peysu og boli og svona, eftir rolt og ad hafa fengid mer aå borda for eg bara upp a hotel til ad slaka, var farid ad leyda frekar ylla. En nuna er eg orin hress g buin ad labba um alla midborgina, gammelstad, sem er frabaer og bara skoda mjog margt. Svo audvita, buin ad kaupa mer stigvel og svona ;) hehehe

A hotelinu sem eg er a eru thad bara fjallmyndarlegir utlenskir strakar sem eru ad thrifa hotel herbergin, skemtileg tilbreiting fra utlenskum stelpum, verd eg ad segja. Hef reyndar ekkert mjog oft gist a hoteli, en samt a theim sem eg hef gist a hafa bara verid konur i thessum storfum, og helst utlenskar, en nu voru thetta utlenskur strakar.
Annars aetladi eg ad vera god vid sjalfa mig i gaer thar sem mer leid ekkert allt of vel, svo eg akvad ad kaupa mer adgang ad biomyndakerfinu, nema hvad ad eg attadi mig a thvi eftir nokkurn tima ad thad voru bara 3 eda fjorar myndir i gangi, og eg buin ad borga adgang fyrir allan solahringinn, jey, og eg nenti ekki ad horfa a 2 af theim. ekki gaman, svona er aå vera vitlaus i utlondum.
En jaeja, timinn minn er ad klarast.
Hafid that gott.
Kvedja fra Stokkholmi.

föstudagur, apríl 08, 2005

Diarios de motocicleta

Reiðin var fljót að renna af mér í gær, mér var boðið með á frumsýningarmynd film festival sem byrjaði í gær á myndina Motorcycle Diaries. Ég verð að segja að þessi mynd er stórkostleg. Mér var boðið með þar sem ég er mikill aðdáandi Che Guevara, og verð að segja að álit mitt af manninum varð enn betra eftir þessa mynd, verst að hann var fæddur aðeins á undan mér og líka kanski það að maðurinn lést áður en ég fæddist. ;) En selavi.
En ég hvet alla til að fara og sjá þessa mynd, landslagið er magnað, þeir tveir aðalpersónurnar eru yndislegir og bara allt við þessa mynd er fallegt. Get ekki sagt annað.
Mig langar bara núna að fara til Suður Ameríku og ferðast þar um. Geri það einhvertíma ekki spurning.
Ég þakkaði leikstjóranum fyrir góða mynd, gaman af því.
Ekki skemdi það að fara með 3 fjallmyndarlegum drengjum. Takk fyrir mig Stebbi. Þetta var frábært.

fimmtudagur, apríl 07, 2005

DJÖFULL !!!!

ÉG þoli ekki KEFLVÍKINGA !!!!
núna stendur yfir leikur keflavík - Snæfell, og við erum að tala um það að Keflvíkingar eins og ALLTA spila afskaplega óíþróttamannslega. Þeir kíla berja og slá, og dómarar segja ekki orð, því þeir bera FOKKINGS virðingu fyrir þessum hálfvitum, vegna þess að eþir hafa unnið svo oft.
Svo eru það íþróttafréttamennirnir sem lýsa, síðast var það Friðrik Rúnarsson sem gersamelga hélt með Keflavík, það var hreint út sagt ömurlegt að hlusta á mannain, og nú er það annar, hann Arnar, eða Arnaldur eða eithvað, sem er alveg jafn slæmur, alltaf þegar Keflvíkingar eru í sókn og taka skot sem geiga þá segir kallpungurinn: Þarna var hann óheppinn, og þetta er sagt næstum í hvert skiptið þegar Keflvíkigingur tekur skot sem geigar, en þegar Snæfellingur tekur skot sem geigar, heyrist aldrey eða mjög sjaldan að hann hafi verið óheppinn.
Það er merkilega við þetta er það að þegar ég var að æfa, alveg frá því ég byrjaði í minnibolta, þá voru Keflvíkingar alltaf með stæla, alltaf að slá, tosa í ónýta öxl, hvað sem er. Brutu þegar dómarinn sá ekki til. Þetta læra keflvíkingar strax í upphafi. Þetta er LÉLEGT.
PÚ á Keflavík.
ÁFRAM SNÆFELL !!!!!

miðvikudagur, apríl 06, 2005

ég er tölvu snillingur

Já segi nú bara ekki annað, tókst að tengja tölvuna mína við prentarann hér heima, ég er nokkuð ánægð með mín ;) hehe
Var að verða geðveik á því hversu hæg þessi blessaða heima talva okkar er, það gekk ekkert að prenta, en nú er hún Þóra bara prentandi úr sinni tölvu sem er svona triljjón sinnum yngri en heima tölvan, þó að lapparinn sé nú bölvað drasl þá gengur þetta bara helv.. vel.
Bara komin í fíling að prenta og hlusta á Evróvisíon lög, Takk Gunnhildur fyrir að setja þetta á bloggið þitt ;)
Svo er bara að lesa þessar blessuðu greinar sem ég er að prenta, planið er að gera það í flugvélinni til Stokkhólms og svo á hótel herbergi í stokkhólmi, sjáum til hversu vel það mun ganga ;)
En jebbs, ég kveð í góðum fílingi, talvan að tala við prentaran og ég að syngja með Evró ;)
hehehe

þriðjudagur, apríl 05, 2005

Og enn af ferð minni

jábbs, sagan er ekki öll....
Því nú er ég nú ekki að fara á sunnudagin heldur á laugardagin og eld snemma um morgunin. Fínt þá fær maður sunnudag í Stokkhólmi, en það sem er slæmt er að ég missi af afmælinu hennar ömmu minnar. ÉG verð bara að knúsa hana vel og lengi á föstudagin.
En gaman af þessu. Vona bara að það sé opið í H og M á sunnudögum, kem reyndar svo snemma á laugardeginum gæti kanski bara nýtt hann :)
hehehe

mánudagur, apríl 04, 2005

Ég er snillingur

Já segi nú bara ekki annað, er búin að vera að monta mig af því að ég sé loksins að fara til útlanda og að ég sé að fara til Noregs. Jebbs, svaka lukkuleg, búin að dreyma um H og M lengi, allir búnir að fara nema ég. Svo loksins loksins fæ ég að fara til útlanda, bara svona einn tveir og þrír. Er að fara á formanna og framkvæmdarstjóra fund Rauða kross landsfélaga á Norðurlöndunum og við Ungmennaformennirnir fáum að fylgja með. Bara gaman.
Nema hvað að ég er ekkert að fara til Noregs ég er að fara til Svíþjóðar. Ég hef alveg heyrt vitlaust þegar Sigrún sagði mér frá þessu. Jábbs ég er snillingur.
En ég er allavega að fara til Stokkhólms á sunnudaginn ekki til Oslóar á laugardagin eins og planað var :)
En vonandi hef ég tíma til að komast í H og M, segi nú bara ekki annað :)
Kv Þóra rugludallur nr. 1

föstudagur, apríl 01, 2005

undirskriftir

Tek þetta blogg út, þar sem þetta er ljót apríl gabb.
Auðunn Georg þú ert nú svolítið vitlaus. Segi nú bara ekki annað.
Kv Þóra

SKEMTILEGT Vinirnir
 • MYNDIR
 • Hilla
 • María
 • Biggi
 • Bryndís
 • Nonni
 • Árni Jökull
 • Mikki danski
 • Eyrún
 • Andri
 • Helga Bára frá Suður höfum
 • Kúbukrakkar
 • Grjótið
 • Bogi í Oz
 • Dísella
 • DísaJóna
 • Guggabogg
 • gunnspito
 • Sólrún
 • Gambía
 • Daníel Árni :)
 • Íslendingur í Mósambík
 • Gerum eitthvað gott
 • Kristín Arna litla frænkan mín :)
 • Ása og Ármann í BNA
 • Guðný frænka
 • Einar Smári Orrason :)
 • Mella sæta
 • Harpa
 • Elín
 • Sigga víðis
 • Sibba
 • 79 Hólmarar
 • Viddi brjál
 • Halla Sif
 • Rauði kross Íslands
 • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
 • Á flótta
 • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
 • Útivera
 • Rosaleg saga :)
 • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

  Powered by Blogger