selavi

Jábbs, svona er lífið

mánudagur, október 31, 2005

og það er fjör

Jábbs, get ekki sagt annað en að helgin hafi verið frábær. Ekkert smá gamann að hitta Maríu og Berglindi, verst bara að hafa ekki náð á Helga töffara, en það verður næst.
Svo var það Bítl, og ég verð að segja ég pissaði næstum því nokkrum sinnum á mig, ég bókstaflega grenjaði úr hlátri, ég öskraði úr hlátri og bara allt sem hægt er. Ég held að hún Steinunn bíði þess ekki bætur að hafa setið við hliðina á mér, og þá sérstaklega þegar auglýsinga lagið var sungið.
Laugardagurinn gekk í garð, og ég og pabbi skelltum okkur í sorpu með FULLT af drasli, fattaði svo þegar heim kom að ég var orðin allt of sein svo ég skelli FULLT af fötum ofan í tösku, samt ekki kjólnum sem ég ætlaði að taka, þar sem ég fann hann ekki eftir nokkurra leit. Erla og Steinunn koma og við til Maríu og svo upp í Hvalfjörð. Keyrðum fjörðinn því það var svo fallegt veður. Skelltum okkur í göngutúr og svo heim í kalt kaffi og te.
Að lokum komu hinar 4 svo þá vorum við 8 gellur mættar á Hótel Glym. Byrjað var á því að fara til spákonu sem var nú bara nokkuð góð. Sagði margt sem ekki verður sagt hér.
Kvöldið var svo þannig:
Borðað 3 réttaða máltíð, nammi, namm.
Heitur pottur í skíta kulda.
Náttfatapartý.
Aftur heitur pottur í enn meiri kulda, stífar axlir daginn eftir.
sofa.
Massa fjör segi ekki annað.
Takk fyrir helgina.
Knús Þóra

fimmtudagur, október 27, 2005

Allt í gangi

Jábbs, við Erla lentum í heljarinnar afmælisveislu í gær, hún Bryndís vinkona átti afmæli, nema hvað að ég lúsablesinn, var búin að gleyma því og hringi í Nonna um daginn og spyr hvort þau hjónin myndu vera heima því við Erla perla vildum kíkja í heimsókn. Jújú sagði hann og endar svo á því að segja þú manst að hún Bryndís mín á afmæli í dag, en við erum ekkert búin að bjóða neinum, en fjölskyldan gæti mætt. Það renna á mig tvær grímur, ekki það að fjölskyldan þeirra er æði. Nonni hvetur okkur til að mæta og það gerum við. Fáum dýrindis kræsingar og hittum alla fjölskylduna. Meira að segja endaði partýið á því að ég sýndi Gambíu myndir, hehe.
En þetta var svo gamann.
Í dag er planið að fara að hitta aðra fjölskyldu, Landmannalauga fjölskylduna, ég hlakka mikið til, ég ætla að skella mér í mat til Maríu og Berglindar, húsbóndinn er víst að vinna, vona að ég hitti hann nú eithvað.
Hef ekki hitt þau í næstum 3 mánuði, ekki gott.

Annars er helgin þokkalega plönuð.
Ég er að fara á tónleikinn Bítl með þeim Sjonna og Jóa, hlakka ég mikið til, þar sem ´vinkonur mínar, Bínurnar eru búnar að fara nokkrum sinnum en ég aldrey. Kominn tími til.
Síðan er það hótel Glymur með gellunum, 3 réttuð máltíð, 2 manna herbergi, heitir pottar, morgunmatur og alles. JEY. Það verður gaman um helgina.
En góða helgi.
Knús Þóra

miðvikudagur, október 26, 2005

ÍSLAND ÚR NATO

Já Ísland úr nato og herinn á brott.
Er búin að vera að hlusta á þetta snilldar lag í morgun og í dag. Verð eginlega að reina að redda mér þessu lagi, það er hægt að hlusta á það á tonlist.is en ekki hægt að kaupa :(
En annars eru hjónin nýju farin a brott, en ég keyrði fram hjá NATO og ekki var hann nú farinn.
Hefði nú frekar viljað sjá á eftir honum frekar en þeim skötuhjúum.
Annars hef ég nú ekker meira að segja, var að spá í að blogga um feminisma, en Gunnhildur er búin að segja allt sem segja þarf. Verð bara að segja að ég get ekki verið meira sammála, bæði með karllæg orð, eins og fóstri og síðan með baráttu fyrir jafnrétti kynjanna.
En annars bara Ísland út nato.

þriðjudagur, október 25, 2005

ÁFRAM STELPUR !!!

Áfram stelpur!!! Ég tók nokkrar myndir í gær, getið séð þær í albúminu.
Nú höldum við áfram að berjast.

mánudagur, október 24, 2005

ÁFRAM STELPUR !!!

SJÁUMST Í BÆNUM.

helgin

Jábbs, helgin búin kvennafrídagurinn í dag, allir að mæta.
En helgin var fín.
Byrjaði í raun á fimtudaginn, fór eftir hádegi til Gunnhildar og við sátum heima hjá henni og kjöftuðum og sýndum hvor annarri myndir frá ferðalögunum okkar. Það var mjög gaman. Svo skelltum við okkur á Vegamót og fengum okkur rosa gott að borða.
Síðan fórum við skonsurnar og létum skjóta götum í eyrun okkar, og já ég er enn með sömu eyrnalokkana og voru skotnir í :) Met hjá mér. Spurning hvort ég haldi út 4 vikur.
En síðan var haldið heim til Hillu og þar horft á snilldar þáttinn Alias. Síðan var bara skellt sé á Hverfis að hlusta á Sjonna og Gunna og spjallað. Massa fjör.
Síðan var það föstudagurinn sem var mjög góður. Byrjaði á því að fara í Mentamálaráðuneytið, hitti ekki hana Þorgerði Katrínu sem er gott, því mér finst hún léleg. Og þar var ég að læra að vera lifandi bók í lifandi bókasafni. Þetta er verkefni frá Danmörku og er alger snilld. Þið sem skelltuð ykkur í smáralindina á laugardaginn sáuð kanski hvernig þetta var. Hlakka mikið til ef Rauði krossinn ákveður að vera með svona verkefni.
Síðan var haldið upp í Háskóla til að hlusta og taka þátt í málstofu um konur og ofbeldi. Það var áhugavert en óhuggulegt líka.
Farið heim, eldaður rosa góður kjulli, pakkað og farið til Gunnhildar. Þar kom Bogi og Sólrún skálavarðar gella og við sátum og spjölluðum fram á nótt, þar til Bogi var sendur heim og við fórum að sofa þar sem við þurftum að mæta upp í FÍ klukkan 9 til að ná rútunni upp í Þórsmörk. Við förum að sofa og sofum vært, nema að við vökknum aðeins og seint og byrjum á því að missa af rútunni. :)
Náðum henni reyndar á Esso Ártúnshöfða, svo þetta gekk.
Svo við ásamt fullt af gömlu en skemtilegu fólki förum í Mörkina mína. Þegar þangað var komið var yndislegt veður. Mörkin tók sko vel á móti henni Þóru sinni. Það var fábært að komast þangað aftur, hef ekki komið þangað síðan í fyrra bara. Ekki gott.
En farið var í ratleik og liðið mitt vann ekki, en ég er sko viss um að þeir hafi eithvða ruglast á vinnigshöfum, því við vorum sko lang best :) Reyndar vann Gunnhildar lið, svo þetta var í key.
En ég vann sko aðal keppnina fyrir mitt lið, ég vann sko IDOL, hehehe með Gambísku lagi. Jess magnað mar. Ég er IDOL stjarna.
Jábbs, svo förum við út smá lágum og höfðum það gott úti í góða veðrinu.
Rosa góður matur og svo kvöldvaka, sungið, sumir dönsuðu. Varðeldur, lopapeysurnar okkar Gunnhildar sviðnuðu smá þar sem við ásamt Dóra Hvanngilskóngi vorum kyndlaberar, og við föttuðum aðeins of seint að maður á að halda á kyndlinum hátt uppi.
Þetta var áhugaverð ferð, en líka bara þokkalega skemtileg.
En nú er það miðbærinn um þrjú leytið. Sjáumst.
Kv Þóra :)

fimmtudagur, október 20, 2005

Sjáumst í bænum á mánudaginn

Endur fyrir löngu, í landi langt langt í burtu, rakst falleg, sjálfstæð og sjálfsörugg prinsessa á frosk þar sem hún sat og velti vöngum yfir vistfræðilegum álitamálum við bakka ómengaðrar tjarnar á fagurgrænu engi nálægt kastalanum sínum.
Froskurinn stökk upp í kjöltu prinsessunnar og sagði: Fagra frú, ég var eitt sinn gjörvilegur prins en grimm norn lagði á mig álög.
Ef þú smellir á mig einum kossi mun ég aftur verða að þeim snotra prinsi sem ég raunverulega er.Þá getum við, mín kæra, gifst og stofnað heimili í kastalanum þínum.
Þú getur framreitt málsverði fyrir mig, þvegið klæði mín, alið börnin mín og fundið til þakklætis og hamingju um alla eilífð.
Sama kvöld sat prinsessan yfir málsverði sínum - léttsteiktum froskalöppum- og hló lágt með sjálfri sér: Ég held nú fokking síður!

MUNUM EFTIR KVENNAFRÍDEGINUM Á MÁNUDAGINN.......

mánudagur, október 17, 2005

Myndir

Búin að setja inn nokkrar myndir.
Myndir frá Gambíu
Myndir frá Evrópufundinum
Myndir frá Brúðkaupsveislu Ásu og Ármanns
Endilega kíki þið.
Kv Þóra

föstudagur, október 14, 2005

Lögleg mákona

Já í gær varð ég lögleg mákona, Ása Guðný systir mín og hann Ármann hennar giftu sig í gær. Og eins og skonsan mín hún Kristín Arna orðaði það svo vel, fyrir giftingu voru þau kærustupar en núna eru þau sko hjón.
En brúðkaupsdagurinn var mjög merkilegur og alveg afskaplega skemtilegur, og ekki var það verra að ný frænka kom í heiminn um nóttina í Osló.
En nema hvað að ég ætlaði sko að vera næst sætasta stelpan í veislunni og búin að leggja mikið á mig að kaupa bol við pilsið mitt, tókst það að lokum, 1 og hálfum tíma fyrir brúðkaup. En svona 4 tímum fyrir brúðkaup ákvað ég að vera með eyrnalokka svo ég fer og kaupi eyrnalokka, nema að ég er ekki með göt, úbbs!! Smá vandamál. Maður lætur það nú ekki stoppa sig, maður bara skellir sér í gata búðina og ég geri það. Hendist inn og spyr " Er það hér sem maður lætur klippa í eyrun á sér ?" og strákurinn sem var að vinna þarna horfir á mig með skrítnum svip og ég hugsa, hvað er eginlega að honum þessum. Nema að átta mig svo á því að him... maður klippir víst ekki í eyrun heldur setur göt. Svo ég spyr um hvort það sé hægt að gata mig hér, jú jú það var hægt. Ég vippi mér í stólinn, spyr samt svona upp á grín, " Er ég elsta manneskjan sem hefur fengið göt hjá ykkur ?" og strákurinn var svo ósköp góður að segja mér að allt upp í áttræðisaldurinn væru að setjast í stólinn hjá honum. Svo ég varð róleg. Vel mér eyrnalokka og það er skotið.
Og ég er komin með eyrna lokkar, stelpan sem ætlaði sko aldrey að fá sér göt í eyrun, him þar fór það, eða hvað ???
Bara svona til að minnast á það, ég skil ekki hvernig fólk með eyrnalokka getur talað í síma, ég átti mjög erfitt með það.
En ég ákvað að vera með eyrnalokkanna sem voru skotnir í eyrun í brúðkaupinu sjálfu, þar sem maður á að hafa þá í svona 4 vikur, jafn vel lengur.
En eftir brúðkaupið er veisla og ég klikka á því að setja í mig eyrnalokkana fínu sem voru keyptir til að vera með í brúðkaupinu. Svo um hálf sjö, skelli ég mér heim til að setja í mig eyrnalokkanna, tek semsagt þá úr sem áttu að vera þar í allavega 4 vikur og him... tekst engann veginn að setja hina í. Og meðan ég er að reyna líður yfir mig, ég í mínu fínasta pússi limpast niður á baðgólfinu uppi hjá mér, ranka svo við mér kaldsveitt á gólfinu, eins gott að ég datt ekki, hefði ekki viljað vera með marbletti ofan á allt samann :)
En þá er þetta ekki búið, ég ákveð að fá Maríu mákonu, ( ekki lögleg samt) til þess að hjálpa mér að setja blessuðu eyrnalokkana í þegar ég kem í veisluna, svo þá er að fara með blóminn á hótelherbergið fyrir Ásu og Ármann. Svo ég bruna niður í bæ og ætla að keyra styðstu leið, en nei þá er allt lokað og læst og ég þarf að fara massa hring. Kemst nú lokst þangað, og þarf að byrja á því að hópur af fólki tékkar sig inn, PIRR PIRR, var það ekki að átta sig á því að brúðkaupsveisla systur minnar var í gangi og ég var SEIN! NEi nei þau gerðu það ekki, loksins loksins kemst ég að borðinu og spyr hvort þær geti ekki sett blómin upp, nei nei, gerðu það bara sjálf. Svo ég hendist upp með blómin og á leiðinni út þá stoppa þær mig og tefja mig meira. Veistlan byrjuð og ég bara einhverstaðar í bænum. Og ég var orðin svo svekt yfir því að missa af byrjun veislunna þeirra að ég gleymdi mér auðvita og fór leiðina sem var lokuð og var því mikklu lengur á leiðinni. Djöfull, föst í umferð meðan Árni bróðir var að massa það sem veislustjóri, og misti af byrjuninni af ræðunni hanns pabba. Frekar fúlt. En sela-vi. Verð að sætta mig við að svona hlutir koma fyrir mig.
Ekki tókst önnur tilraun til þess að gera mig sætari með eyrnalokkum, svo núna er ég bara með rauð eyru, enga lokka, og gróin göt. Spurning hvort maður nennir að fara aftur eða láti hjúkkuna hana mömmu stinga í gegn, sé til. :)
Þrátt fyrir byrjunarörðuleika hjá mér þá var veislan æði, og brúðhjónin voru æði.
Svo eins og ég sagði hér í byrjun þá endaði veislan með fæðingu lítillar, eða hún var nú soldið stór, skonsu. Til hamingju.
En góða helgi.
Knús og kram :)

mánudagur, október 10, 2005

5 lönd á 7 dögum og 2 heimsálfur :)

Jábbs, föstudaginn 30 sept var ég í Gambíu í Afríku, í hitanum að borða hrísgrjónagraut í morgunmat og svo að klára að pakka, og síðan var það flugvöllurinn. Við komum tol Londonn seint um kvöldið og síðan komum við heim á laugardeginum. Á miðvikudaginn fór ég til Köben, og var þar í eina nótt og fór síðan til Brussel. Þar var ég í nokkra daga og fór svo aftur til Köben í gær og heim í dag. Jábbs, þetta er magnað.
En fudurinn var mjög góður, hinir meðlimir ECC, Evrópu ráðsins eru frábær, við vorum að hittast í fyrsta skipti eftir að við vorum kosin á EVrópu fundinum í maí. Hlakka mikið til að hitta þau næst. Og vinna að mínum verkefnum þar til næst. Nó er að gera, aðalfundur Rauða krossins og Rauða hálfmánans í nóv, og verið að að plana hann, Evrópu fundur Landsfélaganna í apríl í Moskvu og þar verða 2 meðlimir ECC með kynningar. Svo við munum hittast í febrúar í Vín til að undirbúa það og margt margt fleira.
Þetta er gamann, það er svo gamann að hitta skemtilegt fólk.
Samt var föstudagurinn mjög skrítinn hjá mér, gat ekki hugsað um annað en að fyrir viku hafi ég verið í Gambíu, fékk nú eginlega bara tár í augun, sakkna margs mjög mikið. Þetta er svolítið skrítið allt samann. Sá Total bensínstöð í Brussel og það minti mig bara á Gambíu. Ég fór alltaf út hjá Total bensínstöðinni til að komast á skrifstofuna mína :)
En núna er það að einbeita sér að brúðkaupi til 13 okt, þá get ég klárað skírslu, skrifað grein, byrjað að alvöru á ECC vinunni minni og margt margt fleira. En hlakka til á morgun að hitta Ásu og Ármann brúðarhjónin og svo er líka litla fjölskyldan að koma frá Spáni. Jey jey það verður gaman á morgunn. Allir komnir til landsins. við mamma hittumst þegar við vorum að bíða eftir töskunum okkar, grey pabbi einn heima en núna verður öll fjölskyldan á landinu. Gamann gamann.
Knús Þóra ferðalangur :)

fimmtudagur, október 06, 2005

Stodd i Mechelen

Mechelen er sona 20 min fra Brussel: Og satt best ad segja held eg ad eg ko,ist ekkert til Brussel. Soldid skritid. Landsskrifstofa Belgiska RK er her i Mechelen og svo verdur fundurinn einhverstadar vid strondina. Kanski adur en eg fer a sunnuaginn; thar se, flugid ,itt er svona seint. Kemur bara i ljos.
En FOCK laid ykkur ekki bregda ut af enn fleyri aslattarvillum. Lykklabordid her er sko ALLTTT odruvisi en heima. Thad var ameriskt uti i Gambiu, eda brest. En sko shitt.
Er annars bara ad bida eftir hinum, flugunum theirra var frestad um nokkra klukkutima, thad er buid ad vera svoo mikil thoka her.
Annars er eg buin ad kaupa mer peysur i H og M, engar flottar buxur til; en Asa er ad kaupa i BNA; svo eg er i key. Keypti svo massa kapu. Hefur langad i svona lengi, og hun var ekkert ogedslega dyr, him..... kanski ef madur hugsar ut i thad ad eg er atvinnulaus, en var ad fa skyndihjalpar kennslu, svo eg borga kapuna bara med thvi.
En er bara ad bida eftir ad hitta hina. Thad verdur gaman.
Hey verd nu ad segja fra thvi thegar eg tok rutuna i gaer. Hefdi audveldlega getad mist af henni. Klukkan i tolvunni se, eg var ad fara eftir var svo vitlaus, hun var of sein. Svo eg enda a thessa bid mina a thvi ad hendast ut i stress kassti, gleymi ad slokkva a sjonvarpinu og henda rusli og alles. Hringdi i pabba og bad hann um ad koma vid heima og slokkva a sjonvarpinu. Disus mar er klikk. En eg nadi allavega rutunni og fluginu. Er semsagt komin til Belgiu; efr svo til Koben a sunnudaginn og heim a ,anudaginn. Hitti kanski mommu a flugvellinum, hun er ad koma fra Budapest.
En er ad fara med einni stepunni sem vinnur her a flugvollinn ad saekja eithvad af hinum.
Sjau,st eftir helgi.
Knus Thora flakkari

miðvikudagur, október 05, 2005

Bíða bíða

úff, hvað það er leiðinlegt að bíða, ég lærði greinlega ekkert í Gambíu af öllum mínum biðum, reyndar var ég oftast með einhvern til að tala við þá. En núna er ég að bíða eftir að geta farið niður á BSÍ til að taka flugrútuna í flugið mitt. Búin að pakka, því sem ég á :) Búin að vera í tölvunni og skoða fullt af ónytsamlegum hlutum, búin að reyna að byrja að horfa á DVD, en nenni því ekki. Ætti kanski að klára að taka Gambíu dótið til, en nei nú er það orðið of seint, þarf að fara eftir svona 20 mín á BSÍ. Ætli ég rati ??? Það er búið að breyta svo geðveikt mikklu.
En vá hvað ég elska litina úti núna, það er svo fallegt tré hér fyrir utan gluggann í tölvuherberginu. Það er núna brúnt, gult, grænt, rautt og svo eru fallegu rauðu berin á því. Þetta eru uppáhaldslitirnir mínir, haust litirnir. Ég gleymi aldrei litinum þegar við Hilla vorum á Interraili, það var frábært í Bern, laufin að falla. Næs. Vona að Brussel sé falleg, reyndar eru flestar borgir fallegar á haustin. Eða svona þær sem ég hef komið í og eru þær nú ornar nokkrar eftir interrailið að hausti til :)
Him en út í allt annað, nú er ég alltaf að hugsa, hverju er ég að gleyma ?? Ég er nebblega með mjög lítið. Vona að þetta massist.
En best að fara að skunda sér, tékka á flugmiðum, vegabréfið, peningum og öllu því sem ég þarf. Nú þarf ég allavega ekki að taka bólusetningarskírteinið með mér, him man reyndar eftir einu, malaríu töflurnar, þarf víst að taka þær í viku eftir að ég kem heim, best að taka töfluna sem ég á að taka í dag. En enn og aftur góða helgi. Gunnhildur, og María góða skemtun í Tyrklandi, var að skoða myndirnar frá m og p. vá þar er fallegt, Gunnhildur þetta er nú farin að verða þinn annar staður, svo ég veit að þú þekkir þetta allt inn og út. En njótið þess að vera þarna.
Knús og kram
Þóra :)

þriðjudagur, október 04, 2005

Farin aftur

Gellan er bara að fara af landi brott aftur, ný kominn og er farin aftur. Á morgun er það köben, og þar ætla ég að reyna að hitta á Mikka töffara, og svo er það Belgía, eða nánar til tekið Brussel. Hef aldrey komið til Belgíu, svo ég hlakka til. Hilla segir líka að H og M í Brussel sé góð, vona það sko þokkalega. Held nebblega að ég fari bara út með tóma tösku og komi með fulla tösku af fötum til baka. Helvíti væri það fínt, þar sem ég skildi allt eftir í Gambíu og svo átti ég enginn föt önnur áður en ég fór út. Svo ég á gallabuxurnar sem ég er í og him..... ekkert mikið meira :) Ég verð bara að fara að ganga í þessum pilsum mínum. En það er kalt. Treysti á H og M.
En er annars að fara á fyrsta EVræopu fundinn minn, hlakka mikið til.
En best að fara að lúlla og pakka svo á morgun, þá meina ég sko að pakka pappírum ekki fötum. hehehe.
en góða helgi, ég er viss um að mín verði góð.
Knús Þóra

mánudagur, október 03, 2005

Komin heim

já þá er maður komin heim, magnað, búin að búa tvo mánuði heima hjá Gambískri fjölskyldu og búin að læra fullt, og nú er ég bara komin heim.
Það er samt gott að vera komin heim þó svo ég hefði alveg verið til í að vera lengur.
Magnað búin að vera í tvo mánuði í Gambíu og er næstum alveg jafn hvít og ég var þegar ég fór út, enda var ég alltaf í skugganum, svo látið ykkur ekki bregða að sjá mig alveg jafn hvíta :)
En sögur koma seinna, nú er undirbúningur fyrir brúðkaup, já Ása systir er að fara að giftast honum Ármanni sínum, gamann gamann. Svo er líka Brussel ferð, þarf að undirbúa hana smá líka.
Svo hitt kemur seinna, en kemur þó.
Knús Þóra dubab

SKEMTILEGT Vinirnir
 • MYNDIR
 • Hilla
 • María
 • Biggi
 • Bryndís
 • Nonni
 • Árni Jökull
 • Mikki danski
 • Eyrún
 • Andri
 • Helga Bára frá Suður höfum
 • Kúbukrakkar
 • Grjótið
 • Bogi í Oz
 • Dísella
 • DísaJóna
 • Guggabogg
 • gunnspito
 • Sólrún
 • Gambía
 • Daníel Árni :)
 • Íslendingur í Mósambík
 • Gerum eitthvað gott
 • Kristín Arna litla frænkan mín :)
 • Ása og Ármann í BNA
 • Guðný frænka
 • Einar Smári Orrason :)
 • Mella sæta
 • Harpa
 • Elín
 • Sigga víðis
 • Sibba
 • 79 Hólmarar
 • Viddi brjál
 • Halla Sif
 • Rauði kross Íslands
 • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
 • Á flótta
 • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
 • Útivera
 • Rosaleg saga :)
 • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

  Powered by Blogger