selavi

Jábbs, svona er lífið

sunnudagur, janúar 29, 2006

Ljótan

Ég var spurð í dag hvort ég hafi verið á djamminu í gær, fanst það massa fyndið, þar sem ég er búin að sitja yfir skólabókum og fara tiltölulega snemma að sofa bæði kvöldin þessa helgina. Málið er bara ð ég er með ljótu dauðans, sem er nú svosem allt í lagi þegar maður hangir heima yfir tölvunni. Hefði nú kanski haft gott af því að fara bara á heljarinnar djamm í gær, það er ekki það. En svo var ekki.
En maður lýtur semsagt eins út eftir djamm og læri helgi. Magnað.
En nú fer að syttast í útlanda för. Hlakka mikið til. Verð búin að losa mig við ljótuna áður en ég fer til Danaveldis að hitta alla sætu danina :) get ekki sagt að ég sé að fara að hitta sæta austurríkis menn, þar sem mér finst þeir nú ekkert voða sætir :)En hitti hvort eð er örugglega mjög fáa austurríkis menn, mun bara vera með Belga, Spánverja og einni frá Armeníu. Gamann gamann.
En er farin að lesa. Heyrumst. bæjó spæjó.

mánudagur, janúar 23, 2006

Snillingurinn ég

Já fékk bílinn láðan áðan, fór út, rölti meðfram götunni leitandi að bílnum. "Hvar er bílinn" dísus, ekki við götuna, ekki í enda götunnar, hvar getur mamma hafa falið bílinn??? Him.... Bíllinn var sem sagt í bílastæðinu við húsið. Spurning um að leita langt yfir skamt ???
Jebbs ég er snillingur.

sunnudagur, janúar 22, 2006

Nammi namm

Er búin að eiga frekar rólega en notalega helgi, þrátt fyrir ritgerðar ruglum sull. Á föstudaginn fór ég með ljótuna og sveitt hár heim til Hillu, fékk nú alveg hland fyrir hjartað þegar ég var að labba fram hjá stofuglugganum og sá að það væri einhverjir í heimsókn, var að hugsa um að snúa til baka þar sem eins og komið hefur fram var ég með ljótu dauðans. En ákvað að skella mér inn þar sem ég var komin. En svo komst ég nú að því þegar inn var komið að þarna var á ferðinni fólk sem hafði hvort eð er oft séð mig með ljótuna og sveitt hár, svo ég hafði nú ekki meiri áhyggjur af því. En það var mjög notó að sitja heima hjá Hillu og spjalla. Svo var bara lært á laugardeginum, fín pússað, og lagfært. Guð hvað það er hægt að lagfæra endalaust og fín pússa, það er svooo leiðinlegt. En skellti mér svo í matarboð til hennar Fannýjar snillings, þar sem hún hafði eldað þennan líka dýrindis mat. TAKKK FANNÝ. Við vorum komnar saman nokkrar skvísur til þess að kveðja hana Hillu, þar sem hún er að fara til Danaveldis um næstu helgi, og mun hún dvelja þar í nokkra mánuði við nám og bjórdrykkju. Það var mjög skemtilegt hjá Fanný, húsbóndinn lét sjá sig og sá um að taka til í eldúsinu, mjög þægilegt. Takk Sverrir. Ég hélt mig við minn vana og fór snemma heim. Takk Stebbi.
En dagurinn í dag er að fara í ritgerð og svo ætla ég að fá hann bróður minn til þess að aðstoða mig við uppsettningu á myndum og töflum og svo er bara að sjá hvort kennaranum líki þetta eða ekki. Bara að krossleggja fingur.
En hafið það gott.
Kv Þóra

föstudagur, janúar 20, 2006

jey, jey, jey

ég er að fara til útlanda, hlakka mikið til, það verður fínt að komast aðeins í burtu. Svo verð ég vonandi og að öllum líkindum búin með blessuðua riterð, sem er búin að vera hangandi þarna allt of lengi. En ég er að fara á Evrópuráðs fund í Vín en ætla að byrja á því að kíkja á Hillu í Köben og vera þar í 2 nætur. Fer þann 1 og kem heim 6. feb. Bara massa fínt mar.
Jábbs gaman af þessu, alltaf gaman í útlöndum.
En best að halda áfram í ritgerð svo ég verði nú búin áður en ég fer út ;)
Góða helgi.
Knús Þóra :)

þriðjudagur, janúar 17, 2006

Tyra Banks

Gerður Kristný var á dögunum að lýsa því hvernig Tyra Banks hefði aðstoða hana með leiðbeiningum sínum til næstkomandi ofurfyrirstætu Bandaríkjanna. Hvernig hún átti að haga sér í myndatöku, Ég verð að segja að leiðbeiningarnar voru góðar og virkuðu, því Gerður Kristný tekur sig bara vel út þarna í banka lauglýsingunni.
Má segja að nú sé alþjóða(vestræna) væðingin búin að ná nýjum hæðum, þar sem leiðbeinandi hugsanlegra ofurfyrirsæta sé búin að sjá til þess að flestir myndist vel.
Á laugardaginn var ég hjá vinkonu minni sem var búin að læra hvernig Tyra Banks leiðbeinti sínum stúlkum, svo auðvita fórum við að prufa. Útkomman var nú ekkert rosaleg, en samt bara ágæt. Læt hana fylgja.

fimmtudagur, janúar 12, 2006

blablabla

vá hvað tunglið er fallegt núna, sig hér og horfi út um gluggan og það er svona létt skýað í kringum það. Rosalega magnað, er að ýminda mér að ég sé ekki hér heima að berjast við að þýða fólksfluttninga kenningar greinar, heldur sé í Landmannalaugum eða Þórsmörk eða bara einhverstaðar úti í náttúrunni vel klædd og svona. Vá hvað ég væri nú til í eitt stikki ferðalag.
Oh ef það væri ekki fundur núna á eftir myndi ég sko bókað bara skella mér í göngu túr, en fundur, djö mar. En ætla að reyna að nota laugardaginn þegar fjöldahjálpar æfingin er búin til þess að vera úti. Kanski að maður skelli sér í bústað, hver veit, man reyndar ekki hvar þessi bústaður er, einvherstaðar rétt hjá Laugarvatni. Það væri fínt að gera það. En bla bla, best að hætta þessu rugli og bulli og fara að halda áfram að þýða, jey jey jey !!!!
Hafið það gott, veit ekki afhverju ég var að blogga, langaði bara eithvað að bulla, en gæti náttlega bara búið til sögu.
Einu sinni var lítil stelpa, hún átti heima í stórri borg, eða nei hún var nú ekkert svo stór ef horft er til stórborga annarra landa.
En þessi litla stelpa var alltaf að leita að tilgangi lífsins, hver er tilgangur lífsins. DJÓK, hahaha, þarna héldu sumir að þeir væru komnir á heima síðuna hanns Bigga , hehehe.
En hætt að bulla, held að þetta bullum sull sé vegna svefn leysis, ekki gott.
En se ya. bæ.

þriðjudagur, janúar 10, 2006

jæja

Já var að senda ritgerðina mína til kennarans míns, og þá er bara að bíða eftir dómsdegi, og betrum bæta það sem ég get gert fyrir loka skil. Merkilegt hvernig svona bannsett ritgerð getur haft áhrif á mann, ég er búin að vera í svartsýnis kasti í nokkra daga bara út af því að ég þarf að skila núna ef ég ætla mér að útskrifast, og best er auðvita að gera það núna í staðin fyrir að verða eilífðar stúdent og hugsa stundum til þessarar tigerðar sem ég byrjaði á hérna einu sinni fyrir mörgum árum.
En jæja nenni ekki að hanga meira í tölvunni, búin að vera í tölvunni í allan dag, og alla daga síðastliðna daga. Svo frí í kvöld og byrja aftur á morgun.
Hafið það gott.
Knús Þóra klikk út af helvítis ritgerð.
ps. áttaði mig líka á þessu svartsýniskasti þegar ég las blogg viknonu minnar, svona bloggleikur í gangi, Svart, hugsaðu betur um sjálfan þig, og svona, obbobobb, segi nú ekki annað. Þarf að klára þessa riterð.

laugardagur, janúar 07, 2006

Shitt mar nú verður sko tekið á.

Jebbs, fór í Laugar þar sem fallega fólkið er að sprikkla, him fell ekkert allt of vel inn í, reyndar í nýjum buxum, en í númeri sem er svona 8 númerum of stór svona fyrir meðal manninn þar, og svo í eld gamalli champion peysu, en í nýju nike skónum, hélt að merkjamellan í mér væri hætt í íþróttadæminu, en nei keypti sko frekar nike skó á 6000 kall í staðinn fyrir að kaupa rebok eða hvað sem það heytir á 4000 kall, og ég er atvinnulaus aumingi ;)
En allavega laugar, já, fór sem sagt með systur minni og mági mínum sem eru í geðveiku formi, en fitta ekki heldur inn í umhverfið þar sem þau hafa ekki farið nægilega oft í ljós, eða ekkert á árinu, him... já eða á síðastliðnu ári svo ég viti.
Reyndar tók ég eftir því að í dag, laugardag, þá var meira af fallega fólkinu enn vanalega, sko hitt fólkið nennir ekki að fara á laugardegi eftir hádegi. Svo ég var þarna extra mikið útúr. Soldið fyndið svona.
En allavega ég ætlaði nú ekki að taka á út af því að ég nota allt of stór númer að hlaupa buxum, neibbs, málið er að Ása systir er sterkari en ég, SHITT, það er ekki gott, ég þarf núna að laumast í gymið og lyfta og lyfta eins og brjálæðingur til að verða aftur sterkari. Málið er að hún er betri í rökræðum en ég en ég hef þá bara getað danglað í hana. Get það ekki einu sinni lengur. DEM, annað hvort verð ég að fara að æfa rökfræðina mína eða að lyfta og ég vel lyfta. hehehe
En jæja geta varla skirfað meir er búin í höndunum eftir að hafa verið að lyfta með fallega fólkinu.
Góða helgi.
Knús Þóra :)

þriðjudagur, janúar 03, 2006

Til hamingju Eiður

Jábbs, hann Eiður stóð sig með príði í sjónvarpinu núna í kvöld. Varð íþróttamaður ársins annað árið í röð og trompaði svo kvöldið með að gefa peningagjöfina sem hann fékk til einstakra barna. Frábært.
Verð reyndar að sjálfsögðu að segja að mér finst nú Árni Grautur alltaf íþróttamaður ársins, en ég er víst ekki alveg dómbær á það. Hann er bestur segi bara ekki annað. :)
Áfram Árni !!!!

Ályktun stjórnar RKÍ um málefni Mannréttindarskrifstofu Íslands

Ég vil hrópa húrra fyrir stjórn Rauða kross Íslands, hér er grein af síðu RKÍ, tekinn 03.01.06.

Ályktun um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands
03. janúar 2006
Rauði kross Íslands var einn af stofnaðilum Mannréttindaskrifstofu Íslands auk átta annarra óháðra félagasamtaka sem vinna að mannréttindamálum. Nú eru aðildarfélögin tólf talsins.

Fram til ársins 2005 fékk Mannréttindaskrifstofa Íslands fast framlag á fjárlögum sem tryggði rekstur skrifstofunnar en beinum fjárveitingum stjórnvalda var þá hætt.

Aðildarfélögin, systurstofnanir erlendis og ýmsir aðilar innanlands og utan hafa skorað á stjórnvöld að tryggja rekstur skrifstofunnar, nú síðast mannréttindafulltrúi Evrópuráðsins.

Stjórn Rauða kross Íslands samþykkti á fundi 16. desember sl. eftirfarandi ályktun um málefni Mannréttindaskrifstofu Íslands:

Stjórn Rauða kross Íslands lýsir yfir áhyggjum sínum að beinum fjárveitingum stjórnvalda til Mannréttindaskrifstofu Íslands hafi verið hætt. Stjórnin telur mjög mikilvægt að hér á landi starfi óháð og sjálfstæð stofnun sem sinni mannréttindamálum. Stjórn Rauða kross Íslands hvetur þess vegna stjórnvöld til að tryggja áframhaldandi rekstur Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Nánari upplýsingar gefur Kristján Sturluson framkvæmdastjóri í síma 570-4022.

mánudagur, janúar 02, 2006

Snillingurinn ég

jábbs, Þóra litla ætlaði að taka byrjun ársins með trompi, þar sem hún fór í góðan göngutúr í gær þá var planið að fara og sprikkla smá í Laugum í dag. Hún skutlaðist niður í laugar og lét skanna augað á sér inn. Fann búningsklefan að lokum og gerði sig reddí til að svitna og afspikast eftir hátíðarát. Komin í gallan og þá OBBOBOBB, SHITT, FOCK og allt það. hún gleymdi helvítis skónum. Ekki með sundbol eða neitt. Skonsan hélt þá bara heim aftur með skottið milli labbana.
Svo morgundagurinn verður bara tekin með trompi, kanski maður rölti samt niður í bæ svona til að gera eithvað og fái sér kaffibolla. ;)
En jæja hafið það gott.
Knús og kram Þóra skotta :)

sunnudagur, janúar 01, 2006

Gleðilegt nýtt ár

Já það er bara svona, bara komið árið 2006, kominn tími til að hugsa sinn gang, reyna að láta eithvað verða úr manni.
En byrjaði árið helvíti vel bara, byrjaði á að slá vökumetið mitt, og djammmetið. Jebbs, stelpan náði að vaka til 10:00 að morgni 1 janúar, og hana nú. Jebbs massa kvöld bara, byrjaði á frábærum mat hjá mínum uppáhalds frænda Bjössa og henni Lillu hanns. Með mín yndislega frændfólki og ömmu. Svo bættust alltaf fleiri og fleiri við svo um miðnætti var orðin fjölment og góðment. Eftir mikið knús og kossaflens var haldið til Gunnhildar til að knúsa hana og þar var mjög fínt, reyndar fór ég áður en herlegheytin byrjuðu þar sem verið var að undirbúa pípuna, reyndar vatnspípuna með epla tópaki eða einhverju þvíumlíku. Ég skellti mér upp í sveit til hanns Stebba töffara og þar voru komin saman eðal fólk. Frábært kvöld sem endaði í pottinum til hálf tíu. Svo bara leigari heim að sofa.
Svo var dagurinn tekinn með trompi, vakknað 3 tímum síðar og ég skellti mér í 2 tíma göngu túr með familien, bara hele familien, ég m og p, Ása, Ármann, Árni, María og Kristín Arna. Magnað. Rosa notó. Verð reyndar að segja að ég er soldið þreitt núna, en bara svona notó þreitt. Svo góður dagur þrátt fyrir lítin svefn.
En vona að þið hafið haft það gott.
gleðilegt nýtt ár, megi nýja árið gefa ykkur gleði og frið.
Knúsar og kossar
Þóra

SKEMTILEGT Vinirnir
 • MYNDIR
 • Hilla
 • María
 • Biggi
 • Bryndís
 • Nonni
 • Árni Jökull
 • Mikki danski
 • Eyrún
 • Andri
 • Helga Bára frá Suður höfum
 • Kúbukrakkar
 • Grjótið
 • Bogi í Oz
 • Dísella
 • DísaJóna
 • Guggabogg
 • gunnspito
 • Sólrún
 • Gambía
 • Daníel Árni :)
 • Íslendingur í Mósambík
 • Gerum eitthvað gott
 • Kristín Arna litla frænkan mín :)
 • Ása og Ármann í BNA
 • Guðný frænka
 • Einar Smári Orrason :)
 • Mella sæta
 • Harpa
 • Elín
 • Sigga víðis
 • Sibba
 • 79 Hólmarar
 • Viddi brjál
 • Halla Sif
 • Rauði kross Íslands
 • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
 • Á flótta
 • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
 • Útivera
 • Rosaleg saga :)
 • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

  Powered by Blogger