selavi

Jábbs, svona er lífið

laugardagur, september 30, 2006

Lítið að frétta

Jebbs lífið gengur sinn vana gang hér í Mapútó borg, reyndar erum við orðnar 2 hér í kotinu og verðum 3 frá með deginum í dag í einhvern tíma. það er mjög fínt.
Annars er bara verið að vinna og vinna.
Fór reyndar í bíó í gær með Mörtu og Stefaníu, við Marta erum búnar að bíða leeeengi eftir að Pirates 2 komi hingað í bíó. ég veit ekki, var ekkert með allt of mikklar vonir og fanst hún bara ágætis afþreying. svo ég kvarta ekki.
Svo fór ég í dag með Stefaníu á laugardagsmarkaðinn og við vorum kaffærðar af sölu mönnum. Reyndar ágætt þannig lagað séð, því ég held að ég sé nærri búin að kaupa allt sem ég þarf að kaupa áður en ég kem heim, en auðvita bætist eithvað smá við á næstu 2 mánuðum. Já það eru bara 2 manuðir eftir. Það er magnað.
En er að fara á skartgripa sýningu ;) hafið það gott.
Knús Þóra :)

fimmtudagur, september 28, 2006

Svartur dagur

Já þessi dagur mun verða merktur með svörtu í sögubókum þjóðarinnar.
Óaftrukræf spjöll eiga sér stað.
Maður grætur.

mánudagur, september 25, 2006

bíódagurinn mikkli

Já í gær var bíó dagurinn mikkli.
Ég sóttu Mörtu rúmelega 17:00 og við fórum í Franska Kúltúrsenterið þar sem verið var að sýna heimildarmynd um marrabenta tónlist og tónlistarmenn hér í Mósambík, það var æði, reyndar hún líka á Portúgölsku og með portúgöslkum texta, en ætla að kaupa hana með enskum texta svo þá skil ég meira ;) hehe
En á undann henni var frönsku stuttmynd um þjóðarmorðin í Júgóslavíu og Rwanda. og sýnt frá réttarhöldum yfir nokkrum þeirra sem voru teknir til sakanna vegna þeirra í Mannréttindardómstólnum í Haag. Það var MJÖG áhugavert. Verst bara að hún var á frönsku með portúgölskum texta. Skildi nú samt meira en ég hefði haldið. Verst bara hvað þeir töluðu hratt og hvað texti var fljótur að fara ;)
En ansi magnað. Hefði svo viljað skilja frönsku eða portúgöslku. DEM verð að fara að læar betur.
Eftir myndina settumst við niður með 3 breskum konum sem voru búnar að búa í Mapútó í ansi mörg ár. Þær hafa verið að vinna við hin ýmsu verkefni. Ansi áhugavert.
Svo ákváðum við að fá okkur að borða í flýti, enduðum á kínverskum veitingar stað, ágætis tilbreyting. Og önduðum að okkur matnum til að ná að komast í bíó aftur. Já skelltum okkur á unglinga mynd, hin fínasta afþreying, man reyndar ekki hvað myndin heitir. Og hljóðið í bíóinu er orðið mikklu betra en það var. Fyrst þegar ég fór átti ég svolítið erfitt með að heyra hvað sagt var vegna lélegra gæða, en það er nú hluti af því að vera hér. En nú er bara allt að koma. Maður þarf liggur við ekkert að fara í bíó í Suður Afríku, nema hvað að þar eru sýndar nýjar myndir, ekki ELD gamlar eins og hér ;)

En er farin að taka til, á vona að gestum á morgun, vei vei vei verð ekki ein hér í íbúðinni.
bæjó spæjó

Gaman

Já gaman að vera dugleg og hendast upp á hótel eftir vinnu og fara að hlaupa, en ó....
Gleyma sokkum
En fara bara sokkalaus í skóna
HÆLSÆRI !!!!!

Myndi fara ef ég kæmist

Göngum með Ómari -
þjóðarsátt fyrir komandi kynslóðir Boðað er til fjöldagöngu með Ómari Ragnarssyni frá Hlemmi að Austurvelliklukkan 20.00 á þriðjudag.
Ómar hefur kynnt hugmyndir um nýjar leiðirsem fela í sér að hægt verði að afla raforku til að knýja álverið íReyðarfirði án þess að fórna þeim náttúruperlum sem færu undirfyrirhugað Hálslón. Ómar leggur til að fyllingu Hálslóns verði frestaðog Kárahnjúkavirkjun verði geymd ógangsett sem magnað minnismerki umhugrekki þjóðar sem leitaði sátta við kynslóðir framtíðarinnar og eiginsamvisku.
Ómar kynnti þessar hugmyndir sínar á blaðamannafundi á dögunum. Viðtökum áskorun hans og sýnum stuðning okkar í verki með því að safnastsaman og ganga niður Laugaveginn. Við hvetjum þig til að gera slíkt hiðsama.
Því er boðað til:
Jökulsárgöngu niður Laugaveginn á þriðjudag kl 20.00 frá Hlemmi að AusturvelliHorfumst í augu við siðferðislegar skyldur okkar gagnvart landi ognáttúru –
Göngum með Ómari niður Laugarveg á þriðjudaginn.

föstudagur, september 22, 2006

Ómar Ragnarsson

Þú er minn maður !!!!

fimmtudagur, september 21, 2006

Framhald á samvinnu Þróunarsamvinnustofnunar og Rauða krossins í Mósambík

Hætli ég hafi einhvern þátt haft í þessu ?
Nei ;)
Tel mig þó vera lykil manneskja hjá báðum aðilum ;) hehehe

miðvikudagur, september 20, 2006

ÆÆÆÆ

Já æææ segi ekki annað var að fá póst frá vini mínum Aleksa Todrovic, hann er að koma til Íslands í nóvember, hvar verð ég? Jú ég verð hér í Mapútó, reyndar þessa helgi verð ég líklega í Cape Town með Gunnhildi og Palla. Sem verður æði.
En samt eithvað svo skrítið að vera ekki heima þegar hann kemur, hef ekki séð hann síðan 2000. Hefði svo gjarnan viljað hitta hann. Ætlaði að reyna þegar við Hilla fórum á interrailið, en það gekk ekki upp.
Þið sem munið eftir grein sem skrifuð var um verkefni sem hét Geimverur gegn rasimsa. Geimveran sem skrifaði undir með mér hét Jens Todovic, jebbs hann fékk nafnið hanns Aleksa vegna þess að við Aleksa erum Marsnesk syskin ( Ekki segja neinum) :)
Það fyndnasta við þetta var að ég semsagt skrifaði grein í moggann til að kynna verkefnið og ég skrifaði mitt nafn og Jens undir, ég fékk póst frá Mogganum um að það yrði að vera eftirnafn á Jens, og ég sagði þeim að Jens væri geimvera og hefði ekki eftirnafn, nei ég fékk anann póst, um að hann yrði að hafa eftirnafn svo ég sagði enn og aftur að þetta væri uppblásin geimvera. Nei enn og aftur fékk ég póst svo ég ákvað að gefa honum nafnið hanns Aleksa fanst það eiga vel við ;)
En mikið hefði nú verið gamann að hitta hann, verð að skella mér Til Svartfjallalands fljótlega og hitta hann. En mikið verður gaman að vera með Gunnhildi og Palla í Cape Town.
Ekki er hægt að vera á tveim stöðum í einu. Sela vi.
Kveðja frá Þóru

sunnudagur, september 17, 2006

helgin

Já þá er sunnudagskvöld og það rignir alveg rosalega hér í Mapútó, og því fylgja þrumur og eldingar með tilheyrandi látum. Þegar rignir fellur hitinn ansi hratt svo ég er ligg bara undir sæng og glápi á sjónvarpið.
Helgin mín er annars búin að vera fín, slappaði af á laugardaginn þar til ég fór til Franklíns þar sem planið var að allir myndu hittast þar og horfa á sólarlagið, hann er með geggjó útsýni. Hér eru gestir frá ICEIDA í Malaví. En þar sem það var frekar skýað sást voðalítið í sólina :)
En eftir það héldum við öll á veitingarstað við Angólagötu, mæli ekki með honum, þegar þið farið til Mapútó, ekki borða á veitingarstað við Angólagötu :)
Í dag fór ég ásamt Jóunum, Fífí, og Lovísu og Kidda frá Malaví til Macaneta, sem er strönd sem er í klukkustunda keyrslu frá Mapútó. Það er mjög gaman að fara þangað, þegar maður er komin út af þjóðveginum þarf maður að fara í bílferju sem him, tekur 6 bíla með þvílíkri lagni, mjög magnað að fylgjast með því hvernig þeir raða þeim niður á þetta LITLA pláss. En á leiðinni til baka voru 6 stórir jeppar, kanski ekkert 44 en stórir miðað við hér :) og við komumst alla leið. Þaðan er svo jeppafæri að ströndinni. Maður var skíthræddur um krakka ormana sem voru þarna, þeir hlupu að bílunum og héngu aftan í þeim. Meira að segja sögðu þeir okkur ranga leið á tímabili, þeir hafa víst eithvað upp úr því að grafa holur í sandinn og þá festa bílarnir sig, og þeir fá pening fyrir aðstoða við að draga upp. Við festum okkur á leiðinni til baka, en þar sem á ferð voru íslendingar sem eru vanir að festa sig, þá var það nú lítið mál :)
En ströndind var góð, fyrir utan að skýin voru komin og það var rok, en við Jói P. skelltum okkur nú samt í sjóinn. Svolítið stórar öldur svona. Fengum okkur svo að borða, kanski ekkert æðislegur matur. En gaman þrátt fyrir allt. Það eru nokkrir staðir þarna í nágrenninu svo maður prufar bara annann næst :)
Þetta var bara mjög gaman.
Vona að ykkar helgi hafi verið góð.
Ég ætla að fara að lesa og svona.
Knús og kram Þóra :)

fimmtudagur, september 14, 2006

Komin aftur til Maputo

Já þá er maður komin aftur til Mapútó, verð að segja að það hafi verið ansi skrítið að fara ekki heim til Íslands heldur koma hingað, en það eru svo mörg skemtileg verkefni framundann að það er bara rosa gott að vera kominn aftur.
En Armenía, vá. frábært !!!
Land og þjóð eru falleg.
Já fékk tækifæri til að fara aðeins út úr Yerevan sem er höfuðborginn, þar dvaldi ég megin þorrann af ferðinni. Yerevan er ansi mögnuð borg, hefði haldið að þar væri fleyri sovétt byggingar, en svo er ekki, hún er reyndar heldur grá á daginn, en lifnar alveg við á kvöldinn, þá er ljós allstaðar og allir eru úti. Magnað, það er ekkert alltaf mætt í vinnu klukkan 8, frekar upp úr 9, þar sem allir eru vakandi fram á nótt. Magnað.
Umferðin er mun verri en hér í Mapútó og ég hélt að hún væri slæm, en nei það er varla hægt að segja að það sé hægri eða vinstri umfer þar, það keyra bara allir á miðjunni. Lenti í umferðarþvögu dauðans á mánudaginn, það var mjög áhugavert. Almenningssamgöngur eru eins og hér litlar rútur eða svona chappar. Og eins leigubílar sem eru mjög ódýrir. Þetta svipar svolítið til Gambíu og Mós. Mér fanst það ansi magnað, að þetta líktist frekar þeim afríkulöndum sem ég hafði komið til en evrópulandanna, fyrir utan Suður Afríku þá.
En fór og skoðaði tvö eld eld gömul klaustur, eða frá tímum Armenian empire, sem var stofnað 6 öld fyrir krist. svo já eld eld gömul.
Það fyrsta var í svona 2 tíma keyrslu frá Yerevan, og heitir Garne, vá vá vá. Það var falið í fjalla dal og úff, landslagið var ótrúlegt. Gæti sko alveg hugsað mér að tínast þarna í svona mánuð eða tvo. Myndir verða komnar á morgunn föstudaginn 15.
En það sem var skemtlegast af öllu var að hitta krakkana sem eru með mér í Evrópuráðinu aftur, verð að segja að mér finst það magnað að við erum 7 reyndar komust ekki nema 4 núna, en allavega, við vinnum alveg ótrúlega vel saman, þrátt fyrir að koma frá mjög ólíkum löndum, Ísland, Spánn, Armenía, Austurríki, Belgía, Makedónía og Kýpur. Þrátt fyrir að vera afskaplega ólík þá erum við alveg ofsalega lík líka. Er strax farin að hlakka til fundarinns í feb. Jábbs næstu fundur í Svíþjóð í feb til að undirbúa Evrópufundinn sem verður í okt 2007. Bara gaman.
Fundurinn gekk vonum framar, okkur tókst að klára allt sem var á dagskránni og meira til. Ásamt því að borða fullt af góðum mat, smakka Armenískan vodka. Og bara vera saman, spjalla og njóta þess að vera saman.
Já maður er heppinn, ekki spurning.
En ætla að fara að setja inn myndir.
Vona að þið hafið það gott.
Knús frá Mapútó
Þóra :)

mánudagur, september 04, 2006

til útlanda frá útlandi

Já fyndið, mér finst það, ég er að fara til útlanda í fyrramálið frá útlandi og kem svo aftur til útlanda.
Fyndið, hef samt alveg farið frá útlandi til útlands, eins og á interrailinu er maður alltaf að fara yfir landamæri, þegar ég fór til Senegal frá Gambíu, reyndar þurfti ég að múta landamæraverðinum þar, en samt. fór yfir landamæri, meira að segja hef ég farið til tveggja landa núna út frá Mósambík, eða allavega svona að nafninu til, Suður Afríku og Svasí :)
En núna er þetta einhvernveginn mikklu meira, ég þarf að fljúga til annarrar heimsálfu og svo kem ég aftur til þessarar heimsálfu sem ég er í núna. Mér finst þetta fyndið.
En úff, þarf að vakkna ógislega snemma til að fara út á völl.
Góða nótt. og já Þóra góða ferð !!! ;)

sunnudagur, september 03, 2006

Já já

Já gestir, fyrirsögnin frá síðasta bloggi. Svo var bara ekkert sagt frá þeim. Var byrjuð um daginn, en þá fraus #$%& talvan svo ég er sets aftur og sjáum hvað gerist.
Um síðustu helgi fékk ég gesti, Atli og Anna Karen eru búin að vera á flakki um nágrannalönd Mósambík og komu til Mapútó yfir síðustu helgi. Planið var að fara til Svasí, og lögðum við af stað um þrjú leytið frá Mapútó, það má segja að stoppið í Svasí hafi verið stutt, þar sem við fengum ekki að fara inn í landið vegna þess að landamæra verðir kröfðust vegabréfsáritunnar. Sem er ekki rétt samkvæmt flest öllum upplýsingum sem við skoðuðum bæði á vef Utanríkisráðn. og eins á Svasí síðum. En nei, meira að segja var þarna kona sem var ansi ókurteys og leiðineg svo okkar kynni af Svasí var ekkert allt of góð. Svo já eina í stöðunni að snúa við. En maður verður að taka Pollýönnu á þetta, við sáum meira af Mósambík, og ég lærði leiðina :)
við enduðum á að fara á rosa góðan Indverskan matsölustað í Mapútó þá um kvöldið.
Laugardagurinn fór í túrista dag í Mapútó, skoða fattlaðamarkaðinn, skoða kirkjuna, smigla sér inn í kirkjuna. Fara á byltingarsafnið, fara í ástargarðinn, villast smá í mapútó og enda svo með Mörtu á fisk markaðnum sem var alveg frábært. Fengum rosa góðan mat, rækur og fisk sem heytir Barrakuda eða eithvað. Og svo borðuðu þau smokkfiskinn, jakk, finnst hann ekki góður.
Þarna var lifandi tónlist og FULLT af fólki. Þetta var alveg frábært.
Svo fóru Anna Karen og Atli heim á mánnudagsmorgninum.
Rosa gaman að fá þau. Hlakka til að fá næstu gesti. Það styttist með hverjum deginum og tíminn lýður svo hratt að þau verða komin áður en ég veit af :) vei vei vei
Annars hefur lífið gengið sinn vangang hér í Mapútó, reyndar er ég búin að vera hálf slöpp, leiðindar kvef, fór í malaríu próf í gær, og verð að segja að hreinlætið er svona 100 sinnum betra en þar sem Sólrún fór í Gambíu ;) Svo ég var bara alveg róleg. Enginn malaría, en betra að vera viss, svona þar sem maður er að fara að skella sér til Armeníu á þriðjudaginn.
En ætla að segja ykkur betur frá því á morgun, ef ég hef tíma.
En hafið það gott.
Knús frá Mapútó :)

SKEMTILEGT Vinirnir
 • MYNDIR
 • Hilla
 • María
 • Biggi
 • Bryndís
 • Nonni
 • Árni Jökull
 • Mikki danski
 • Eyrún
 • Andri
 • Helga Bára frá Suður höfum
 • Kúbukrakkar
 • Grjótið
 • Bogi í Oz
 • Dísella
 • DísaJóna
 • Guggabogg
 • gunnspito
 • Sólrún
 • Gambía
 • Daníel Árni :)
 • Íslendingur í Mósambík
 • Gerum eitthvað gott
 • Kristín Arna litla frænkan mín :)
 • Ása og Ármann í BNA
 • Guðný frænka
 • Einar Smári Orrason :)
 • Mella sæta
 • Harpa
 • Elín
 • Sigga víðis
 • Sibba
 • 79 Hólmarar
 • Viddi brjál
 • Halla Sif
 • Rauði kross Íslands
 • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
 • Á flótta
 • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
 • Útivera
 • Rosaleg saga :)
 • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

  Powered by Blogger