selavi

Jábbs, svona er lífið

föstudagur, mars 06, 2009

upplifun...

Árið 2003 fór ég ásamt Hillu vinkonu í alveg frábært ferðalag, við fórum i tvo mánuði um hluta Evrópu og skoðuðum það sem okkur sýndist. Oftast fórum við sjálfar að skoða hlutina, þá meina ég lásu okkur til og skoðuðum í stað þess að fara í túra með leiðsögumönnum. Við fórum reyndar í örfáa slíka, t.d. kommúnista túr í Búdapest, skoðuðum styttu garðinnog fleira. Alveg frábær ferð og ég hefði alls ekki viljað sleppa henni. Einnig fórum við í áhugaverða leiðangur í Prag með leiðsögumanni um borgina, þetta var ekki hefð bundin leiðsögn og hún var stór skemmtileg. En það er ein ferð sem ég mun aldrei á ævinni gleyma, hún er ein af þessum fáu skiptum sem við fórum í skipulagða ferð. Við byrjuðum þá ferð í Krakow í Póllandi. Við fórum til Auschwitz. Ég finn enn alltaf fyrir klígju og ógleði þegar ég hugsa til þessarar ferðar. Ég hef aldrei upplifað eins á ævinni. Ég man enn hvernig mér leið, ég gekk um með æluna í hálsinum, tárin í augunum, ég man hvað þetta var allt yfirþyrmandi. Eftir að ég fór þangað hef ég átt enn erfiðara með að horfa á myndir frá þessum tíma. Ástæða þessa bloggs, er að ég fór á myndina The Reader í kvöld og fjallar hún að hluta til um þessa tíma. Hún skilur mann eftir með endalausar hugsanir um mannlegt eðli, hvað stolt getur haft ótrúleg áhrif á ákvarðanir fólks. Samviskubit getur þjakað suma meðan aðrir geta lifað áfram án þess, þrátt fyrir að hafa gert sömu hlutina og jafnvel verri. Hvernig maðurinn undir óeðlilegum kringumstæðum gerir allt til að bjarga eginn skinni. Og svo margt margt fleira.

Það er langt síðan ég hef setið í bíósal orðlaus eftir mynd. Það gerðir ég í kvöld.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
 • MYNDIR
 • Hilla
 • María
 • Biggi
 • Bryndís
 • Nonni
 • Árni Jökull
 • Mikki danski
 • Eyrún
 • Andri
 • Helga Bára frá Suður höfum
 • Kúbukrakkar
 • Grjótið
 • Bogi í Oz
 • Dísella
 • DísaJóna
 • Guggabogg
 • gunnspito
 • Sólrún
 • Gambía
 • Daníel Árni :)
 • Íslendingur í Mósambík
 • Gerum eitthvað gott
 • Kristín Arna litla frænkan mín :)
 • Ása og Ármann í BNA
 • Guðný frænka
 • Einar Smári Orrason :)
 • Mella sæta
 • Harpa
 • Elín
 • Sigga víðis
 • Sibba
 • 79 Hólmarar
 • Viddi brjál
 • Halla Sif
 • Rauði kross Íslands
 • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
 • Á flótta
 • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
 • Útivera
 • Rosaleg saga :)
 • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

  Powered by Blogger