selavi

Jábbs, svona er lífið

laugardagur, október 14, 2006

Hörku partý

Já hér var matarboð í gær, buðum við skvísurnar á heimilinu upp á heimabakaðar pizzur, kók, rauðvín og bjór. og ávaxtasallat í eftirrétt. Við höfðum mikklar áhyggjur af því að ekki væri til nó af mat, enda nær allir íslendingar í Mósambík staddir í húsinu, him... ekki nema 14. En bakaðar voru 9 pizzur, fullt af sallati og risa skál af ávaxtasallati, en til að gera stutta sögu langa þá er núna til svona 3 pizzur, við gáfum vörðunum svona eina samt fóru að ég held allir saddir heim, allavega fanst öllum þetta eðal pizzur, enda fólk orðið þreytt á pöntuðum pizzum.
Partýið endaði svo á rosa gítaspili og söng, helvíti gaman bara, Margeir gítarspilari kom öllum á óvart og tók endalaus lög og við sungum hástöfum með. Á meðan lágu Hallgrímur og Ásdís Nínu og Kjartans börn, sem eru nýjustu íslendingarnir í hópnum í sitthvorum sófanum og stein sváfu.
Þetta fína matarboð endaði í hörku gítarpartýi. Kúl.
Svo er kaffiboð í dag, þar sem sendinefndin er að koma í dag.
Eftir viku hitti ég svo Gunnhildi og Palla í Nelspurit, vei vei vei.
Góða helgi.
Knús Þóra
ps. set myndir inn eftir helgina.

2 Comments:

At 10:45 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Æðislegar myndir hjá þér. Eins og Gunnhildur getur sagt þér hef ég frekar mikið staðlaða ímynd af Afríku (ljósa hárið að segja til sín :)) gott að sjá að ég hef rangt fyrir mér. Bið að heilsa hjúunum og skemmtið ykkur.

kveðja frá rigningarlandinu Íslandi
Guðrún

 
At 3:03 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vá ekkert smá spennandi það sem þú ert að gera....var að skoða myndirnar þínar og ég held það hafi bara komið upp smá öfund...en ég veit maður má ekki öfunda...
Gangi þér bara vel og ég bið heilsa
kv Ragnheiður Harpa gömul bekkjasystir

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger