selavi

Jábbs, svona er lífið

mánudagur, desember 04, 2006

Konungsríkið Svasíland

Konungurinn sem þar ræður ríkjum á 14 konur, fimtíu og eithvað börn.
Þar gildir fjölkvæni karla meginn, en eins og maðurinn sem leiddi okkur í gegnum Árbæjarsafn Svasílands sagði þá er nú ekki hægt að geyma konurnar sínar allar á sama stað núna, svo nú eru þær á víð og dreif um landið og karlmennirnir ferðast á milli þeirra.
Ætli það komi einhverjum á óvart að Svasíland á heimsmet í alnæmissmitum. Sem þeir reyndar trúa ekki sjálfir.
Á þessum 2 dögum sem ég var þarna sá ég ekki eitt skildi sem hvatti til notkunnar smokks, eða einhvers til þess að eiga við þetta vandamál, en þessi skilti eru út um allt í Mósambík, Suður Afríku, Gambíu, Senegal eða í þeim Afríku löndum sem ég hef komið til.
Reynar eru þeir farnir að umskera karlmenn til þess að draga úr smitum og mér hefur verið sagt að sú aðferð hafi dregið úr smitum, en ég hef engar læknisfræðilegar sannanir, skoða það síðar.

En út í allt annað, við lögðum af stað ég og fjölskyldan, Nína, Kjartan, Ásdís og Hallgrímur á laugardagsmorgni. Keyrðum rosalega fallega leið, og landslagið í Svasílandi er alveg þess virði til þess að skella sér í ferð ef maður er í Suður Afríku eða Mósambík. Ég myndi hiklaust mæla með ferð þangað.
Síðan var farið á nokkra staði sem nauðsynlegt er að skoða, kertaverksmiðju og aðra fallega staði. Svo var slappað af í litlu skógar hóteli, þar sem setið var og fylgst með eldingum.
Dagin eftir var farið í Þorpið sem er eins og Árbæjarsafn, náðum í endan á sýningu og fengum leiðsögn um svæðið. Það var áhugavert, reyndar vorum við ég og samferðar fólk mitt að spyrja spurninga sem leiðsögumanninum þótti ekkert allt of skemmtilegar. Hverjum er ekki sama.
fórum svo upp að fallegum fossi og skelltum okkur í vatnið og syntum undir hann, það var frábært.
Þetta var frábær ferð, takk fyrir samveruna Nína, Kjartan, Hallgrímur og Ásdís :)
Kv Þóra

ps.
14. dagar í afmælið mitt ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger