selavi

Jábbs, svona er lífið

fimmtudagur, ágúst 19, 2010

Skellti mér að skoða leiðina í skólann svo ég myndi nú ekki týnast á mánudaginn, en ég gleymdi reyndar miðanum með stofu nr. svo ég redda því þá, hlýt að finna þetta. Elska þessar gömlu skólabygginar.


En það sýndi sig hvað Köben er samt lítil borg, þegar ég er að rölta að skólanum þá mætti ég Hörpu sem ég var að vinna með fyrir lööngu á hjóli, algerlega óvænt. Gaman að því :)

Fór svo og keypti skólabókina fyrir fyrsta hlutann, ekkert smá spennandi International Disaster management,

Svo nú er ég bara set to go, fyrir mánudaginn.

Þar sem þetta er fyrsti rigningarlausi dagurinn síðan ég kom hingað ákvað ég að taka smá rölt í bænum áfram, en skólinn minn er niður í bæ.

Hentist svo til Steinunnar í klippingu. Vúhú :)
Núna á meðan ég er að skrifa þetta, þá kom Einar niður til mín sem býr hér uppi, og sagði mér frá því að fólk hér í næsta húsi hafi verið að flytja og það væri e-h af dóti úti sem hægt væri að nota fyrir eldhúsið, við skelltum okkur í skoðunnarferð og ég kom til baka með svona líka fínt eldfast mót, ákvað að skilja diskana eftir, fannst þeir svona aðeins og shabby :) En gaman að þessu.

3 Comments:

At 3:59 e.h., Blogger Ása Guðný said...

Gaman að þú sért byrjuð að blogga aftur. Verður gaman að fylgjast með.
Frábær klipping by the way Steinunn klikkar ekki.
Kv. Ása Guðný

 
At 11:19 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Ú snilld að þú sért farin að blogga aftur!

Annars elska ég þessa skólabyggingu! Þetta er gamalt sjúkrahús sem var breytt í skóla ekki fyrir svo mörgum árum, allgjör snilld finnst mér!

Hilla

 
At 3:14 e.h., Blogger Thora said...

Já, er ágætis leið til þess að muna þetta allt :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger