selavi

Jábbs, svona er lífið

miðvikudagur, maí 19, 2004

Jæja, ég skellti mér auðvita niður á Austurvöll í hádeginu, maður má ekki láta sitt eftir liggja. Það var soldið kalt, en það skiptir ekki máli. Það sem máli skiptir er að þarna var fullt af fólki til að mótmæla vinnuaðferðum og ákvörðunum þingmanna og ráðamanna. Við fengum rauð spjöld, og fótbolta flautur og svo var flautað og veifað á fullu. Löggan veitti leyfi til að halda þennan fund, en leifði ekki hljómkerfi, svo þeir sem töluðu þurftu að tala í kjallarhorn, frekar ömurlegt, veit að það var fullt af fólki aftast sem heyrði ekkert. ÉG tróð mér framarlega til að heyra og veifaði og flautaði á fullu. Sían skrifuðum við nöfn þeirra sem við vildum gefa rauða spjaldið og létum þau við inganginn á Alþingi. Massa sniðugt. Ég ákvað að skrifa 3. í stað einns, þar sem þeir eru þrír sem hafa verið að taka FÁRÁNlEGAR ákvarðanir í mörgum málum, Írak stríðið, útlendingafrumvarpið, fjölmiðlafrumvarpið, hálendi Íslands og svo mætti lengi telja, örirkjar. Ég gaf Dabba, Dóra og Bjössa rautt spjald og er hreikin af því. Vona að þetta hafi einhver áhrif.
VIÐ VILJUM LÝÐRÆÐI !!!!!!!
Kveðja Þóra

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger