selavi

Jábbs, svona er lífið

mánudagur, maí 03, 2004

Ég var á rosa skemtielgum tónleikum í gær, vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur, mamma er sko í kórnum ;)
En þeir voru nú bara rosa fínir, svo nú er sumarið officaly komið, því vortónleikarnir eru búnir. Ég er vön að sitja undir fögrum kvenna röddum sveitt af samviskubiti yfir að vera ekki að læra. En núna var ég nú bara ekki með neitt samviskubit, fer ekki í próf fyrr en á laugardaginn næsta svo engar áhyggjur. En fyrir hlé voru skemtileg sænsk sumar lög svona róleg og næs. En eftir hlé var farið að poppa þetta aðeins upp, ég verð að segja að mér finst alltaf jafn skrítið að hlusta á kvennakór syngja popplög eins og "Mister postman" eða eithvað. En það voru þær að gera. Eins líka jasslagara og gospel. Nema hvað að þetta erum um 70 konur og af þeim eru 30 sem eru eins og þriðjastigs brunasár ( veit Sverrir stal þessu frá þér ;) ) En þær eru svo alvarlegar að það er hreint ömurlegt, ég er nú bara ð biðja um smá bros. Verð að segja að hún mamma var lang flottust, hún fílar sig massa vel. :)
En hvað um það þá tók ég eftir því að fyrir hlé þá var fólkið mín meginn einhvernveginn alveg sofandi, en Unnar meginn, við Unnur vinkona mín sátum sitthvoru meginn við miðju, voru allir mikklu líflegri, fólk klappaði mikklu meira. Svo áttaði ég mig á því hvað væri að, ég er búinn að vera með eithvað í maganum, og var á útopnu þarna um kvöldið, held bara að ég hafi svæft hálfan salinn. Greyið kallinn sem sat við hliðina á mér. úff, úff úff!!!
En mallin er búinn að jafna sig og enginn dó.
Er farinn að læra.
Kveðja Þóra

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger