Vil vekja athygli þína á aðventutónleikum Kvennakórs Reykjavíkur, sem verða í Grensáskirkju fimmtudaginn 29. nóvember kl. 20:00 og laugardaginn 1. desember kl. 17:00.
Efnisskráin samanstendur af krefjandi og fjölbreyttum verkum að vanda, m.a. hefðbundnum jólalögum, kirkjulegum verkum og gospel. Ljúf lög í bland við sveiflu og fjör.
Stjórnandi er Sigrún Þorgeirsdóttir og píanóleikari er Vignir Þór Stefánsson.
Miðaverð er kr. 2.000 í forsölu og 2.300 kr. við innganginn. Við viljum líka vekja athygli á því að með því að gerast styrktarfélagi kórsins er hægt að lækka verðið verulega.
Miðar eru til sölu hjá mér.

0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home