selavi

Jábbs, svona er lífið

föstudagur, ágúst 20, 2010

Glostrup

Ákvað að fara og skoða Glostrup í dag, gæti trúað að þetta sé mjög venjulegur dansku lítill bær, reyndar eitt sem er ótrúlega fyndið, hér eru óendanlega margar iðnaðar verslanir, nú fatta ég hvað Einar sem ég legi hjá meinti með því að þetta væri drauma staður iðnaðarmannsins. Soldið eins og Selfoss ;) Svona ef þú býrð ekki í höfuðstaðnum.

En þetta er bara mjög fallegur bær, með fallegri kirkju og kirkju garði, greinilega vel hugsað um hann, gamla ráðhúsið er mjög fallegt og svo er turn hér sem er svona merki bæjarins.

En það tók mig nú ekki svo langan tíma að rölta svona um miðbæinn og svolítið út fyrir hann þar sem allar iðnaðarverslanirnar voru, en það er nauðsinlegt að þekkja svona aðeins til í kringum sig þó svo Köben verði aðal staðurinn :)

Sá þetta leiði á röltinu um kirkju garðinn, fannst það alveg ótrúlega fallegt eithvað, með þessum þremur stóru trjám.

Ég er búin að eiga í smá kaffi veseni, málið er að ég tók með mér litla expressó vél til þess að geta lagað mér kaffi, nema hvað að hún virkaði vel þegar ég prufaði hana heima, en er ekki að ganga hér, svo ég ákvað að kaupa bara pressu könnu í Tiger, skelli mér svo heim í hádegismat, og hlakka til að fá mér kaffi. Úbbsss á ekki pott eða neitt til að sjóða vatnið.... Smá ves. Svo ég hentist út og fjárfesti í einu stykki potti til þess að geta lagað mér kaffi :) Já forgangsröðunin er í fullkomnu lagi, ekki verra að geta hitað sér mat núna :)
Ákvað að skella inn mynd líka af dótinu sem ég skoðaði í gær, þegar ég náði mér í eldfast mót :) Er reyndar búin að finna staðinn til þess að kaupa leirtau, frábær second hand búð hér rétt hjá.
En fannst þetta alveg magnað, og núna þegar ég gekk fram hjá þá var e-h búin að taka diskana sem mér fannst aðeins og shabby ;)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger