selavi

Jábbs, svona er lífið

mánudagur, október 31, 2005

og það er fjör

Jábbs, get ekki sagt annað en að helgin hafi verið frábær. Ekkert smá gamann að hitta Maríu og Berglindi, verst bara að hafa ekki náð á Helga töffara, en það verður næst.
Svo var það Bítl, og ég verð að segja ég pissaði næstum því nokkrum sinnum á mig, ég bókstaflega grenjaði úr hlátri, ég öskraði úr hlátri og bara allt sem hægt er. Ég held að hún Steinunn bíði þess ekki bætur að hafa setið við hliðina á mér, og þá sérstaklega þegar auglýsinga lagið var sungið.
Laugardagurinn gekk í garð, og ég og pabbi skelltum okkur í sorpu með FULLT af drasli, fattaði svo þegar heim kom að ég var orðin allt of sein svo ég skelli FULLT af fötum ofan í tösku, samt ekki kjólnum sem ég ætlaði að taka, þar sem ég fann hann ekki eftir nokkurra leit. Erla og Steinunn koma og við til Maríu og svo upp í Hvalfjörð. Keyrðum fjörðinn því það var svo fallegt veður. Skelltum okkur í göngutúr og svo heim í kalt kaffi og te.
Að lokum komu hinar 4 svo þá vorum við 8 gellur mættar á Hótel Glym. Byrjað var á því að fara til spákonu sem var nú bara nokkuð góð. Sagði margt sem ekki verður sagt hér.
Kvöldið var svo þannig:
Borðað 3 réttaða máltíð, nammi, namm.
Heitur pottur í skíta kulda.
Náttfatapartý.
Aftur heitur pottur í enn meiri kulda, stífar axlir daginn eftir.
sofa.
Massa fjör segi ekki annað.
Takk fyrir helgina.
Knús Þóra

2 Comments:

At 2:49 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 3:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

já takk fyrir góða helgi þetta var alveg meiri háttar... og takk fyrir mig í gær... gott að fá kókópuffs í kvöldmatinn :)
-María-

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger