selavi

Jábbs, svona er lífið

föstudagur, október 14, 2005

Lögleg mákona

Já í gær varð ég lögleg mákona, Ása Guðný systir mín og hann Ármann hennar giftu sig í gær. Og eins og skonsan mín hún Kristín Arna orðaði það svo vel, fyrir giftingu voru þau kærustupar en núna eru þau sko hjón.
En brúðkaupsdagurinn var mjög merkilegur og alveg afskaplega skemtilegur, og ekki var það verra að ný frænka kom í heiminn um nóttina í Osló.
En nema hvað að ég ætlaði sko að vera næst sætasta stelpan í veislunni og búin að leggja mikið á mig að kaupa bol við pilsið mitt, tókst það að lokum, 1 og hálfum tíma fyrir brúðkaup. En svona 4 tímum fyrir brúðkaup ákvað ég að vera með eyrnalokka svo ég fer og kaupi eyrnalokka, nema að ég er ekki með göt, úbbs!! Smá vandamál. Maður lætur það nú ekki stoppa sig, maður bara skellir sér í gata búðina og ég geri það. Hendist inn og spyr " Er það hér sem maður lætur klippa í eyrun á sér ?" og strákurinn sem var að vinna þarna horfir á mig með skrítnum svip og ég hugsa, hvað er eginlega að honum þessum. Nema að átta mig svo á því að him... maður klippir víst ekki í eyrun heldur setur göt. Svo ég spyr um hvort það sé hægt að gata mig hér, jú jú það var hægt. Ég vippi mér í stólinn, spyr samt svona upp á grín, " Er ég elsta manneskjan sem hefur fengið göt hjá ykkur ?" og strákurinn var svo ósköp góður að segja mér að allt upp í áttræðisaldurinn væru að setjast í stólinn hjá honum. Svo ég varð róleg. Vel mér eyrnalokka og það er skotið.
Og ég er komin með eyrna lokkar, stelpan sem ætlaði sko aldrey að fá sér göt í eyrun, him þar fór það, eða hvað ???
Bara svona til að minnast á það, ég skil ekki hvernig fólk með eyrnalokka getur talað í síma, ég átti mjög erfitt með það.
En ég ákvað að vera með eyrnalokkanna sem voru skotnir í eyrun í brúðkaupinu sjálfu, þar sem maður á að hafa þá í svona 4 vikur, jafn vel lengur.
En eftir brúðkaupið er veisla og ég klikka á því að setja í mig eyrnalokkana fínu sem voru keyptir til að vera með í brúðkaupinu. Svo um hálf sjö, skelli ég mér heim til að setja í mig eyrnalokkanna, tek semsagt þá úr sem áttu að vera þar í allavega 4 vikur og him... tekst engann veginn að setja hina í. Og meðan ég er að reyna líður yfir mig, ég í mínu fínasta pússi limpast niður á baðgólfinu uppi hjá mér, ranka svo við mér kaldsveitt á gólfinu, eins gott að ég datt ekki, hefði ekki viljað vera með marbletti ofan á allt samann :)
En þá er þetta ekki búið, ég ákveð að fá Maríu mákonu, ( ekki lögleg samt) til þess að hjálpa mér að setja blessuðu eyrnalokkana í þegar ég kem í veisluna, svo þá er að fara með blóminn á hótelherbergið fyrir Ásu og Ármann. Svo ég bruna niður í bæ og ætla að keyra styðstu leið, en nei þá er allt lokað og læst og ég þarf að fara massa hring. Kemst nú lokst þangað, og þarf að byrja á því að hópur af fólki tékkar sig inn, PIRR PIRR, var það ekki að átta sig á því að brúðkaupsveisla systur minnar var í gangi og ég var SEIN! NEi nei þau gerðu það ekki, loksins loksins kemst ég að borðinu og spyr hvort þær geti ekki sett blómin upp, nei nei, gerðu það bara sjálf. Svo ég hendist upp með blómin og á leiðinni út þá stoppa þær mig og tefja mig meira. Veistlan byrjuð og ég bara einhverstaðar í bænum. Og ég var orðin svo svekt yfir því að missa af byrjun veislunna þeirra að ég gleymdi mér auðvita og fór leiðina sem var lokuð og var því mikklu lengur á leiðinni. Djöfull, föst í umferð meðan Árni bróðir var að massa það sem veislustjóri, og misti af byrjuninni af ræðunni hanns pabba. Frekar fúlt. En sela-vi. Verð að sætta mig við að svona hlutir koma fyrir mig.
Ekki tókst önnur tilraun til þess að gera mig sætari með eyrnalokkum, svo núna er ég bara með rauð eyru, enga lokka, og gróin göt. Spurning hvort maður nennir að fara aftur eða láti hjúkkuna hana mömmu stinga í gegn, sé til. :)
Þrátt fyrir byrjunarörðuleika hjá mér þá var veislan æði, og brúðhjónin voru æði.
Svo eins og ég sagði hér í byrjun þá endaði veislan með fæðingu lítillar, eða hún var nú soldið stór, skonsu. Til hamingju.
En góða helgi.
Knús og kram :)

5 Comments:

At 10:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 11:12 e.h., Blogger Thora said...

Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.

 
At 8:15 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hehe þú ert alveg ótrúleg.....gott að þú slappst vel frá yfirliðinu!!

 
At 10:58 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

hæ sæta kíktu endilega á mig and spread the word, Stefán aka Stebbi69, http://blog.central.is/stebbi69

 
At 3:52 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hola kjútí -
til hamingju með brósann og litlu frænkuna....
gott að dagurinn endaði vel

hilsen hilsen frá Danemark...
Þórdís Jóna

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger