selavi

Jábbs, svona er lífið

mánudagur, október 24, 2005

helgin

Jábbs, helgin búin kvennafrídagurinn í dag, allir að mæta.
En helgin var fín.
Byrjaði í raun á fimtudaginn, fór eftir hádegi til Gunnhildar og við sátum heima hjá henni og kjöftuðum og sýndum hvor annarri myndir frá ferðalögunum okkar. Það var mjög gaman. Svo skelltum við okkur á Vegamót og fengum okkur rosa gott að borða.
Síðan fórum við skonsurnar og létum skjóta götum í eyrun okkar, og já ég er enn með sömu eyrnalokkana og voru skotnir í :) Met hjá mér. Spurning hvort ég haldi út 4 vikur.
En síðan var haldið heim til Hillu og þar horft á snilldar þáttinn Alias. Síðan var bara skellt sé á Hverfis að hlusta á Sjonna og Gunna og spjallað. Massa fjör.
Síðan var það föstudagurinn sem var mjög góður. Byrjaði á því að fara í Mentamálaráðuneytið, hitti ekki hana Þorgerði Katrínu sem er gott, því mér finst hún léleg. Og þar var ég að læra að vera lifandi bók í lifandi bókasafni. Þetta er verkefni frá Danmörku og er alger snilld. Þið sem skelltuð ykkur í smáralindina á laugardaginn sáuð kanski hvernig þetta var. Hlakka mikið til ef Rauði krossinn ákveður að vera með svona verkefni.
Síðan var haldið upp í Háskóla til að hlusta og taka þátt í málstofu um konur og ofbeldi. Það var áhugavert en óhuggulegt líka.
Farið heim, eldaður rosa góður kjulli, pakkað og farið til Gunnhildar. Þar kom Bogi og Sólrún skálavarðar gella og við sátum og spjölluðum fram á nótt, þar til Bogi var sendur heim og við fórum að sofa þar sem við þurftum að mæta upp í FÍ klukkan 9 til að ná rútunni upp í Þórsmörk. Við förum að sofa og sofum vært, nema að við vökknum aðeins og seint og byrjum á því að missa af rútunni. :)
Náðum henni reyndar á Esso Ártúnshöfða, svo þetta gekk.
Svo við ásamt fullt af gömlu en skemtilegu fólki förum í Mörkina mína. Þegar þangað var komið var yndislegt veður. Mörkin tók sko vel á móti henni Þóru sinni. Það var fábært að komast þangað aftur, hef ekki komið þangað síðan í fyrra bara. Ekki gott.
En farið var í ratleik og liðið mitt vann ekki, en ég er sko viss um að þeir hafi eithvða ruglast á vinnigshöfum, því við vorum sko lang best :) Reyndar vann Gunnhildar lið, svo þetta var í key.
En ég vann sko aðal keppnina fyrir mitt lið, ég vann sko IDOL, hehehe með Gambísku lagi. Jess magnað mar. Ég er IDOL stjarna.
Jábbs, svo förum við út smá lágum og höfðum það gott úti í góða veðrinu.
Rosa góður matur og svo kvöldvaka, sungið, sumir dönsuðu. Varðeldur, lopapeysurnar okkar Gunnhildar sviðnuðu smá þar sem við ásamt Dóra Hvanngilskóngi vorum kyndlaberar, og við föttuðum aðeins of seint að maður á að halda á kyndlinum hátt uppi.
Þetta var áhugaverð ferð, en líka bara þokkalega skemtileg.
En nú er það miðbærinn um þrjú leytið. Sjáumst.
Kv Þóra :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger