Kringlan
Já það eru komin jól í Kringluna, fór þangað áðan til að kaupa í matinn, það var stappað af fólki.
Ég þoli reyndar ekki kringluna, hvað þá smáralindina, vil helst versla í bænum, verst bara að það er ágætt að fara í kringluna ef maður þarf að fara í hagkaup og bónus, ef maður veit að það fæst ekki allt sem maður er að leita að í Bónus þá er stutt í hagkaup og maður þarf ekki að keyra annað.
En reyndar er eitt sem er skemtilegt við kringluna og reyndar líka við bæinn, nema að það eru oft fleiri í kringlunni. En já það er það að maður hittir þar fólk sem maður þekkir eða kannast við en hittir ekkert svo oft annars. Í dag t.d. hitti ég Evu Laufey sem er gamall sjálfboðaliði í URKÍ, sem akkúrat fór til Gambíu fyrir 10 árum síðan. Svo hitti ég hann Hákon Fjallaleiðsögu trússara, sem ég hitti eginlega bara á fjöllum. Eins gott að hitta hann það er nebblega verið að plana Fjalla hitting svo ef þú varst að vinna á föllum í sumar eða hefur verið að vinna á fjöllum er fjallapartý síðustu helgina í mánuðnum. eða 26 nóv. JEY !!!
En ekki nó með það ég hitti mömmu hanns Nonna vinar míns og pabba hanns Helga vinar míns og pabbi hanns var með konunni sinni sem ég komst að núna er mamma hans Jökulls sem var sjálfboðaliði í URKÍ og fór fyrst til Gambíu. MAGNAÐ. Hitti svo reyndar Magga skálavörð og Víking son hanns en þeir voru að hlaupa í bíó svo ég spjallaði nú ekkert við þá.
En já, þó svo Kringlan sé leiðinlegur staður þá hittir maður nú þar fullt af fólki.
En helgin hún var fín. Kenndi skyndihjálp, lá í leti, tók til, hitti krakkana, fór í bæinn, keypti eyrnalokka, og eithvað fleira.
En hafið það gott.
Knús Þóra
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home