selavi

Jábbs, svona er lífið

sunnudagur, janúar 22, 2006

Nammi namm

Er búin að eiga frekar rólega en notalega helgi, þrátt fyrir ritgerðar ruglum sull. Á föstudaginn fór ég með ljótuna og sveitt hár heim til Hillu, fékk nú alveg hland fyrir hjartað þegar ég var að labba fram hjá stofuglugganum og sá að það væri einhverjir í heimsókn, var að hugsa um að snúa til baka þar sem eins og komið hefur fram var ég með ljótu dauðans. En ákvað að skella mér inn þar sem ég var komin. En svo komst ég nú að því þegar inn var komið að þarna var á ferðinni fólk sem hafði hvort eð er oft séð mig með ljótuna og sveitt hár, svo ég hafði nú ekki meiri áhyggjur af því. En það var mjög notó að sitja heima hjá Hillu og spjalla. Svo var bara lært á laugardeginum, fín pússað, og lagfært. Guð hvað það er hægt að lagfæra endalaust og fín pússa, það er svooo leiðinlegt. En skellti mér svo í matarboð til hennar Fannýjar snillings, þar sem hún hafði eldað þennan líka dýrindis mat. TAKKK FANNÝ. Við vorum komnar saman nokkrar skvísur til þess að kveðja hana Hillu, þar sem hún er að fara til Danaveldis um næstu helgi, og mun hún dvelja þar í nokkra mánuði við nám og bjórdrykkju. Það var mjög skemtilegt hjá Fanný, húsbóndinn lét sjá sig og sá um að taka til í eldúsinu, mjög þægilegt. Takk Sverrir. Ég hélt mig við minn vana og fór snemma heim. Takk Stebbi.
En dagurinn í dag er að fara í ritgerð og svo ætla ég að fá hann bróður minn til þess að aðstoða mig við uppsettningu á myndum og töflum og svo er bara að sjá hvort kennaranum líki þetta eða ekki. Bara að krossleggja fingur.
En hafið það gott.
Kv Þóra

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger