selavi

Jábbs, svona er lífið

laugardagur, janúar 07, 2006

Shitt mar nú verður sko tekið á.

Jebbs, fór í Laugar þar sem fallega fólkið er að sprikkla, him fell ekkert allt of vel inn í, reyndar í nýjum buxum, en í númeri sem er svona 8 númerum of stór svona fyrir meðal manninn þar, og svo í eld gamalli champion peysu, en í nýju nike skónum, hélt að merkjamellan í mér væri hætt í íþróttadæminu, en nei keypti sko frekar nike skó á 6000 kall í staðinn fyrir að kaupa rebok eða hvað sem það heytir á 4000 kall, og ég er atvinnulaus aumingi ;)
En allavega laugar, já, fór sem sagt með systur minni og mági mínum sem eru í geðveiku formi, en fitta ekki heldur inn í umhverfið þar sem þau hafa ekki farið nægilega oft í ljós, eða ekkert á árinu, him... já eða á síðastliðnu ári svo ég viti.
Reyndar tók ég eftir því að í dag, laugardag, þá var meira af fallega fólkinu enn vanalega, sko hitt fólkið nennir ekki að fara á laugardegi eftir hádegi. Svo ég var þarna extra mikið útúr. Soldið fyndið svona.
En allavega ég ætlaði nú ekki að taka á út af því að ég nota allt of stór númer að hlaupa buxum, neibbs, málið er að Ása systir er sterkari en ég, SHITT, það er ekki gott, ég þarf núna að laumast í gymið og lyfta og lyfta eins og brjálæðingur til að verða aftur sterkari. Málið er að hún er betri í rökræðum en ég en ég hef þá bara getað danglað í hana. Get það ekki einu sinni lengur. DEM, annað hvort verð ég að fara að æfa rökfræðina mína eða að lyfta og ég vel lyfta. hehehe
En jæja geta varla skirfað meir er búin í höndunum eftir að hafa verið að lyfta með fallega fólkinu.
Góða helgi.
Knús Þóra :)

2 Comments:

At 1:56 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Vil bara þakka fyrir hólið! Ég hlýt að vera í hópnum ,,fallega fólkið" þar sem ég æfi í Laugum og fer oft á laugardags eftirmiðdögum. En annars verður auðveldara að finna mig í sundlauginni næstu mánuði, þar sem það er auðveldara að hreyfa sig þar eftir því sem umfangið og þyngdin eykst :) Knús, Fanný

 
At 1:25 e.h., Blogger Thora said...

þú ættir nú að vita það, ég á bara fallega vini.

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger