selavi

Jábbs, svona er lífið

mánudagur, ágúst 28, 2006

Já mikið rosalega er gaman að fá gesti

Já fékk gesti um helgina, rosa gaman. Atli og Anna Karen eru búin að vera á flakki um nágrannalönd Mós og komu loksins í heimsókn til mín ;)
En áður en ég segi ykkur frá því ætla ég að segja ykkur frá heimsóknum sem við Marta fórum í á föstudaginn.
Við byrjuðum á því að fara í eimsókn á elliheimli, þá stundina voru um 26 einstaklingar á heimilinu. Þetta er samt ekki eins og elliheimilin okkar heima á Íslandi, þar sem þetta er eginlega bara skamtíma heimili, reynt er að finna ættingja fólksins og koma þeim til ættingja sinna. En þau sem þarna eru núna, eiga ekki ættingja eða eru beitt ofbeldi heima fyrir.
En ég verð nú bara að segja að aðstaðan þar var hræðileg, og af þeim 3 stöðum sem við fórum á var hún verst þarna, mikill leki úr lögnum inni í baðherbergjunum, klósettin flest í ólagi. Vantaði rúm, þau sem voru fyrir voru bogin, beigð og brotin. Ískápurinn ónýtur, gasið að verða búið og þau vissu ekki hvað gerðist þegar það kláraðist. Vantaði hreinlætisafurðir og moskítónet. Og svo margt fleira. Því miður gleymdi ég mynnis kubbnum heima svo ég set myndir inn á morgun.
Næsti staður var fyrir þá sem hfa mist limi, þeir gátu komið og sótt um að fá gervilimi og sjúkraþjálfun og fleira. Þetta var mjög fínt, reyndar vantaði hitt og þetta. Það sem mér þótti samt mikilvægast kanski var að þeir sem missa limi í dag eru þeir sem missa þá vegna slysa, sýkinga og sykursíkis og þeir vita ekki af þessum stað, þess vegna eru ekki margir sem nota hann, og þeir sem gera það eru einstaklingar sem mistu limi í stríðinu vegna jarðsprengna eða einhvers annars. En það er gott að þeir nota sér þetta, hittum mann sem lifði á bótum frá hernum þar sem hann steig á jarðsprengju meðan á stríðinu stóð.
Síðasti var barnaheimili sem er fyrir heimilislaus börn. 0-5 ára. Heimilið er fyrir 50 börn en nú þegar eru rúmlega 60. Og ekki er til þurrmjólk fyrir yngstu börnin. það var nú samt magnað að þegar við komum þá var alveg þögn, ég var viss um að börnin væru einhverstaðar annarstaðar. Nei þau voru öll sofandi, og þið sjáið á myndunum að þau eru nær flest öll sofandi.
Margt vantaði þar einnig. Það er margt hægt að gera og verður gert.
Úr söfnunninni sem systir og frænka Mörtu stóðu fyrir söfnuðust rúmlega ein milljón. Já það er sko hægt að gera MARGT við hana hér í Mósambík.
Það verður nó að gera hjá okkur Mörtu.
En þetta er orðin slatta langur pistill held ég segi frá heimsókninni bara á morgun.
Er farin að lesa.
Knús og kram
Þóra :)

3 Comments:

At 10:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hai snulla. Gott ad heyra ad allt er i ljomanum hja ther. Gaman ad fylgjast med myndasidunni. Eg kom i dag til Peru, er sma lasin en thad verdur ad gerast kraftaverk ad thad verdi ekkert af tvi. Ganga a inca slodum hefst a laugardag... Haltu afram ad hafa gott og gaman. Kuns i krusi
Solrun

 
At 10:52 f.h., Blogger Gunnhildur said...

Hæ Sólrún og Þóra:) Ég er búin að fyljast aðeins með blogginu þín Sólrún, gaman að sjá hvað þú hefur gert miiiikið í sumar. Láttu þér batna, sjáumst í haust, kv Gunnhildur.

 
At 12:33 e.h., Blogger Thora said...

sælar skvís.
Sólrún þú verður að fara vel með þig, já við krossleggjum fingur að þú verðir búin að ná þér fyrir laugardaginn. Magnað ferðalag hjá þér.
Kv Þóra :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger