selavi

Jábbs, svona er lífið

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Nelspruit og Kruger

















Já á föstudaginn síðasta lagði ég af stað ásamt Mörtu og Jóa til Suður Afríku. Við fórum eftir vinnu svo fljótlega kom myrkur svo ég sá nú ekki svo mikið af landslaginu en það sem ég sá fyrir myrkur lofaði MJÖG góðu. Það er eginlega merkilegt hvað Suður Afríka er allt annað land en Mósambík, Suður Afríka er mun vestrænni en nokkur tíma Mósambík og hvað þá Gambía. Þar er umferðin áreiðanleg, og þá meina ég að fólk fer eftir umferðarreglum, reyndar er hún hröð en samt sem áður gengur mjög greiðlega kanski annað en kösin hér í Mósambík. Reyndar gengur hún nú ótrúlega vel hér svona miðað við :)
Það sem mér þótti merkilegt var líka breyting á landslagi, eins og við vitum voru Landamærin teiknuð af Evrópubúum ekki var hugsað um ættbálka eða ættbálka svæði, bara þau svæði sem Bretar, Frakkar, Portúgalir og fleiri vildu. Sá hluti Suður Afríku sem ég sá var mjög svo hæðóttur og mikið um falleg fjöll og gróin svæði. Annað en flatlendið hér sunnan megin í Mósambík. Reyndar er Norðurhlutinn víst fjallendur. Þarf að fara þangað. Svo er líka munur á nýtingu lands, mun meiri hluti en nýttur til ræktunar en hér, en það má deila um hvort nýting til ræktunar sé endilega betri en hitt ;) Oft má bara láta svæði vera eins og þau eru :)
En svo er hægt að fara út í fátækt, svo spurning ef stærra landssvæði í Mósambík yrði ræktað væri þá hægt að koma í veg fyrir hungursneið og það má segja að frumþarfirnar eru alltaf ofan á. Fæði klæði og húsnæði. Tölum ekki meir um það.
En allavega við fórum á ofsalega sætan gisti stað rétt fyrir utan Nelspurit, fengum geggjaðan mat, smakkaði Antílópu, hún var svolítið sérstök en samt góð og svo fékk ég mér nautasteik dagin eftir sem var sko losttæti. NAMM.
En semsagt eins og sagt hefði verið frá fór ég í verslunarleiðangur. Jebbs, rosa moll í bænum og við Marta skelltum okkur í mollið. Það er ótrúelgt hvað verðlagið er lágt í Suður Afríku. Keypti mér höfuðljós á tæpan 3000 kall sem kostar svona 8 þúsund heima. Geggjó. Keypti svo svona smá nenni ekki í upptalningu, ásamt því að kaupa fullt af ódýrum mat.
Eftir allt búðar rápið fórum við Marta í bíó, já vei vei vei Ný mynd í þetta sinn. Miami Vice, verð að segja þeir eru nú ani myndó þessir drengir sem leika aðalhutverkin, reyndar er Colin Farel með ógislega hárgreiðslu, sé Steinunni í anda nálægt honum :)
Popp og allt. Massíft.
Svo var sunnudagurinn tekinn snemma og við skelltum okkur í Kruger sem er 20000 ferkílómetra friðland stút fullt af dýrum. Og ég sá fullt af dýrum og var sko þokkalega ánægð með daginn. Set inn myndir. Við Marta lentum inn í Buffalóa hjörð og Sebrahesta hjörð sáum fílahjörð leita að vatni mjög nálægt, fullt af gíröfum, króudíla, flóðhesta flatmagandi á bökkum ánna. Antílópur, villisvín, og hina ýsmu gerðir af fuglum. Þetta var hreint út sagt geggjað.
Ég á reyndar eftir að fá myndirnar hennar Mörtu sem ég set inn líka, þar sem mín digital er ekki með súmmi og við fórum óvænt þangað þá var ég ekki með hina myndavélina svo næst já það verður sko næst þá tek ég hina súm vélina með og skal sko drita niður fimum :)
jæja set punktinn hér, nennir enginn að lesa svona langt.
Kíkið endilega á myndirnar.
Knús Þóra :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger