selavi

Jábbs, svona er lífið

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Húrra fyrir Náttúruverndarsamtökum Íslands og VG!!!!!

Allvarlegur galli á hönnun Kárahnjúkavirkjunar?- krafa um óháða rannsóknEftir að risastíflan Campos Novos<http://www.irn.org/programs/brazil_dams/index.php?id=archive/060628campos.html> í Brasilíu (202 metra há) eyðilagðist í júní s.l. skömmu eftirað hún var tekin í notkun vöknuðu spurningar um hvort eins gæti fariðfyrir Kárahnjúkavirkjun. Kárahnjúkastifla er grjóthleðslustífla með steyptri kápu líkt og CamposNovos. Komið hefur fram að slíkar stíflur leka meira en góðu hófigegnir. Fyrir utan stífluna í Campos Novos hafa tvær aðrar stíflur sömugerðar, ein í Brasilíu og hin i Suður Afríku lekið umtalsvert vegnasprungna í steypukápunni. Í ljósi þessa og alvarlegrar gagnrýni jarðfræðinga undanförnu vegnaskorts á jarðfræðilegum rannsóknum við undirbúning Kárahnjúkavirkjunarer það krafa Náttúruverndarsamtaka Íslands að fram fari óháð og gagnsærannsókn á þeirri áhættu sem tekin er með byggingu Kárahnjúkavirkjunar.Jarðfræðingar hafa staðfest að Kárahnjúkastífla er byggð á virkusprungusvæði og því var frá upphafi rík ástæða til að rannsaka ítarlegaalla áhættuþætti er lúta að stíflumannvirkjum svo hægt sé að fullyrða aðöryggi þeirra sem búa neðan þeirra sé á engan hátt ógnað. Það erennfremur krafa Nátturúrverndarsamtaka Íslands að ekki verði hleyptvatni á Hálslón fyrr en ítarleg rannsókn á þessum áhættuþáttum hefurfarið fram og óvéfengjanlegar niðurstöður liggja fyrir.Þegar er vitað að umtalsvert vatnsmagn mun leka undir stíflurKárahnjúkavirkjunar vegna sprungna í lónbotninum. Bætist við leki vegnasprungna í steypukápu Kárahnjúkastíflu er ljóst að arðsemivirkjunarinnar versnar enn og var hún þó ekki beysinn fyrir.Af ofangreindum ástæðum er algjör nauðsyn á að allir þættir málsinsverði gerði opinberir undanbragðalaust.
(tekið úr pósti frá Náttúruverndarsamtökunum, 16. 08. 2006)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger