selavi

Jábbs, svona er lífið

mánudagur, febrúar 19, 2007

Ali Jawara

Kæru vinir

Okkur langar til að segja ykkur frá vini okkar honum Ali Jawara. Við kynntumst honum í Gambíu 2005. Þá hafði hann nýlega misst eldri bróður sinn í bílslysi, þegar þeir voru á vegum Rauða Krossins að fara að taka á móti flóttafólki. Ali var samt enn mjög lífsglaður ungur maður þegar við kynntumst honum og fjölskyldu hans. Þá var pabbi hans samt orðin alvarlega veikur af sjúkdómi sem auðvelt er að meðhöndla hér á Íslandi, en mjög erfitt í Gambíu og hann lést stuttu eftir að við fórum frá Gambíu. Nú hefur Ali og fjölskyldan hans misst báðar fyrirvinnur heimilisins.

Í Gambíu býr stórfjölskyldan iðulega saman. Ali býr með móður sinni, systur og manninum hennar og fjórum börnum. Hann er 21 árs og reynir hvað hann getur að verða sér út um vinnu til að brauðfæða fjölskylduna sína. En atvinnutækifærin í Gambíu eru afar fá og hann hefur einungis getað fengið tímabundin verkefni. Fjölskyldan hefur neyðst til að flytja, vera án rafmagns og að komast af með eina máltíð á dag undanfarið. Þann mat hafa þau getað keypt fyrir lán og þann pening sem mágur Ali hefur getað fengið hjá sinni fjölskyldu.

Nú er hljómurinn í rödd Alis allt annar. Hann er beygður og vonlítill um að geta hjálpað fjölskyldunni sinni. Móðir hans er niðurbrotin og börnin oft svöng. Það er þess vegna sem við skrifum þetta bréf. Við erum að reyna að safna pening svo að Ali og fjölskyldan hans geti stofnað rekstur. Von okkar er að okkur takist að safna fyrir bíl svo að Ali og fjölskylda geti orðið leigubílstjórar.

Með ykkar hjálp getum við sent honum smá pening til þess að koma af stað þessum rekstri, kaupa þarf bíl, tryggingar og greiða bensín í einhvern tíma.
Við erum nokkuð vissar um að þetta eigi eftir að nýtast honum, þar sem mikil þörf er á farartækjum milli Brikama þar sem Ali býr og síðan höfuðborgarinnar Banjul, sem er svona um 30 km á slæmum vegum. Þetta er helsti ferðamáti fólks, svokallaðir Shappar, þetta eru bílar sem taka um 8 manns í sæti og keyra fram og til baka svo lengi sem er eftirspurn. Ef okkur tekst að leggja út fyrir þessu verður fjölskyldan hans Ali sjálfstæð á ný og þarf ekki að vera upp á aðra komin. Þau munu hafa sjálfstæðan rekstur og vonandi þegar jafnvægi er komið á reksturinn getur Ali hafið nám en það er hans helsti draumur að nema Information Technology.

Ef þið hafið áhuga á því að leggja Ali og fjölskyldu hans lið þá er söfnunarreikningurinn:
Rn: 1145-05-443827.
Kt: 300179-3049

Með kærri kveðju
Sólrún María Ólafsdóttir og Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

Ali, Pathe og Sólrún.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger