selavi

Jábbs, svona er lífið

föstudagur, mars 23, 2007

Tekið af redcross.is

Gríðarlegt mannfall af völdum sprenginga í Mósambík 23.03.2007

Sprengingin varð í gömlu vopnabúri sem stóð til að farga á næstunni.Vopnabúr mósambíska hersins í Malhazine, einu af úthverfi Maputo, sprakk í loft upp seinni partinn í gær á sama tíma og fólk var á leið heim úr vinnu og skólum. Stóðu sprengingarnar yfir klukkustundum saman og af og til voru hrikalegar eldsprengingar og sprengjubrot þeyttust í allar áttir. Enn liggja leifar af sprengjum víða á svæðinu og ekki vitað hvort þær muni springa. Nú er talið að minnst 72 hafi látist og einhver hundruð slasast. Tugir sjálfboðaliða Maputodeildar Rauða krossins fóru strax á vettvang og voru við störf langt fram undir morgun við að bera burtu látna og slasaða og aðstoða aðra. Lýsingar þeirra voru hroðalegar, eins og af vígvelli í miðri borg, líkamspartar á víð og dreif og börn og fullorðnir hlaupandi um í angist að leita að ættingjum. Fjöldi barna virðist hafa týnst, annað hvort hlaupið burt að heiman í örvæntingu eða týnt fjölskyldum sínum á hlaupunum. 8 ára dóttir eins starfsmanns í skóla barnanna minna var ein heima og hefur líklega hlaupið út skelfingu lostin og er enn ófundin. Mósambíski Rauði krossinn hefur nú þegar skipulagt leitarþjónustu vegna þessa og aðstoða sjálfboðaliðarnir einnig við það.
Miklar skemmdir urðu á húsum, rúður splundruðust og veggir hrundu vegna þrýstingsins.Það sorglega er að sprengingin varð í gömlu vopnabúri sem stóð til að farga á næstunni. Talið er að miklir hitar og raki undanfarna daga hafi kynnt undir birgðunum og valdið þessu. Vopnabúrið var upphaflega langt utan við borgina en í stríðinu flutti fólk úr sveitunum í kring þar sem verið var að berjast og til Maputo og settist að á svæðunum kringum hersvæðið og fannst það vera öruggara þar en annars staðar. Það eru því íbúðahverfi sem umlykja þetta svæði hersins.Það tekur eitt við af öðru hjá Mósambíska Rauða krossinum (MRK), fyrst flóðin fyrir norðan í febrúar og fellibylurinn nokkrum dögum síðar. Neyðarviðbrögð eru enn í fullum gangi og þessa dagana er verið að skipuleggja úttektir og áætlanagerð fyrir uppbyggingarstarfið þar. Þrjú teymi fara af stað frá landsskrifstofu MRK á mánudaginn í það starf, bæði innlendir starfsmenn og starfsmenn samstarfslandsfélaga og munu vinna með starfsfólki MRK í héruðunum. Síðastliðinn sunnudag var gríðar mikið rok hérna og víðar meðfram ströndinni og háflóð á sama tíma og sjór gekk víða yfir byggðirnar næst ströndinni. Fjöldi húsa eyðilagðist en lítið var um slys á fólki sem betur fer. Svo þessi atburður í gær. Stjórnendur hjálparteyma MRK vinna vel en eru að verða ansi lúnir eftir erfiða törn síðustu vikurnar. Margir starfsmanna búa nálægt sprengjustaðnum og hús þeirra skemmdust mörg, meðal annars splundruðust rúður og veggir hrundu vegna þrýstingsins. Fjölskyldur þeirra sluppu að því best er vitað.
Nína Helgadóttir

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger