Þá er ég kominn heim úr Mörkinni minni, 4 námskeið búin, og ég bara nokkuð sátt. Ég kláraði vikuna með því að vera eftir í Mörkinni og taka þátt í 50 ára afmæli Skagfjörsskála, sem var áhugavert.
En vikan var góð, ég bauð upp á klippingu á 5 kall, reyndar komu bara Nicole og Heiða til mín, og ég ákvað að gefa vinnu mína, svo ég græddi ekki mikið á því. ;)
Svo bleitti ég mig aðeins í Krossánni, hún er alltaf jafn köld, en það var bara gamann. Reyndar fórum við Unnur ekki í bikiníunum eins og planið var, en það bíður betri tíma og veðurs.
En núna er komin tími til að njóta þess að vera í bænum í sumar, fara á Asturvöll og drekka kaffi og sótavatn. Nota sumarfötin, leggja göngubuxum, gönguskóm um tíma, þó ekki lengi. Planið er að fara til Helga og Maríu upp í Laugar og svo auðvita upp í Mörk.
En hafið það gott.
Kv Þóra :)
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home