selavi

Jábbs, svona er lífið

miðvikudagur, ágúst 04, 2004

Geðheilsu minni var bjargað um heligna :) Stebbi bjargvættur reddaði helginni, hringdi á föstudagsmorginum og spurði hvort ég væri ekki til í að fara Norður á strandir, eða Norðvestur :) Og ég bara " JÚHÚ " Him... reyndar var það svona, æ þú þarft að þola það að ég labbi ekkert voða hratt og sé í ömurleguformi, því ég er búin að vera kvefuð í 6 vikur eða eithvað.
En semsagt ég fór með Stebba og Dóra frænda hanns á Strandirnar, lögðum af stað á föstudagskvöldinu og brunuðum út úr Reykjavík, það var frábært. Keyrðum að Laugarhóli og gistum þar, vorum í tjaldi við hliðina á snilldar fjölskyldu sem var að syngja öll tjaldútilegu lögin og spiluðu á banjó eða etihvað, snilld!!
Grilluðum og höfðum það gott. Næsta morgun var svo lagt af stað í Ofeigsfjörð, ég hlakkaði mikið til að koma þangað þar sem ég sá sjónvarpsþátt í vetur um staðinn, leiðin þangað er frábær, keyrðum fram hjá fullt af skemtilegum stöðum, t.d. keyrðum við í gengum gamla verksmiðju, og sko maður verður að keyra þar í gengum til að komast áfram, snilld. Vegurinn er nú ekkert æði en Ladan hanns Stebba brilleraði :)
Mættum reyndar umhverfisráðherra sem skyggði soldið á ferðina, þar sem hún er ekki í uppáhladi, en ég gleymdi því fljótt, maður má ekki láta vitlaust fólk hafa áhrif á sig. Nei nei.
Fórum upp að fossinum í Ófeigsfyrði, sem er mjög flottur, óðum smá, him.. ég er orðin mjög mikill aumingi í táslu vaði, er svo vön í að vera í Tevunum að ég var eins og hálfviti, þarf greynilega að fara að æfa mig. Keyrðum svo áfram og komum að Hvalá, mynnir mig, er sko ekki með kortið hjá mér, strákar þið verðið bara að leiðrétta mig. Stoppuðum þar og ákváðum að rölta þaðan inn í Eyvindarfjörð, sem er næsti fjörður. Það var frábært, en eins og ég sagði í upphafi dró ég nú soldið úr hraðanum á strákunum, en hvað um það. Þetta var frábært. Var reyndar orðin soldið þreitt þegar við komum þangað, en ég lifði þetta af, ekki eins og þetta hafi verið rosalegt, ég bara í MASSA lélegu formi, verð að taka mig á. Nema hvað að þarna var SVO mikið mý að það var að gera okkur brjáluð. EFtir að við vorum búin að tjalda og ég búin að fara í fótabað og strákarnir að ná í vatn ákváðum við eginlega bara að borða kvöldmat þarna og snúa svo bara við. Svo labbið með allan farangurinn var svona frekar til enskis, en sjadda mar, þetta var frábært. Fórum yfir fjallið til baka sem tók MUN styttri tíma og var rosa gaman, útsýni og svona. SVo við gengum fjöru og fjall. Þetta var meiriháttar, ég var svo ánægð með þetta. Keyrðum til baka að Laugarhóli og sváfum aðra nótt þar. Ætluðum reyndar í Laugina við Gjögur, en nei fólkið sem við spurðum til vegar hjá vildi ekki segja okkur hvar laugin er, fúlt fólk maður !!! Við leytuðum smá, en fundum ekkert, svo við fórum bara sveitt og skítug að sofa, fregar ógeðsleg lykt í tjaldinu. En svona er þetta. Svo um morgunin var farið í laugina að Laugarhóli, sem er fín, heiti potturinn er MJÖG lítill, bara pláss fyrir einn svona til að hafa það notalegt. En eftir það fórum við að Hólmavík og skoðuðum galdra safnið, sem er mjög skemtilegt, þar hitti ég Björk sem var skálavörður árið á undan mér upp í Laugum, það var gamann, hún benti okkur á að bíða aðeins lengur og sjá þegar draugur væri kveðin niður, svo já nú kann ég það, svona næstum því, heemmm...
Tókst það samt ekki almennilega nótina sem ég kom heim, er viss um að það hafi verið draugur að bögga mig, en var svo þreitt að ég nenti ekki að gera neitt í því.
En semsagt, frábært ferð, ég ROSA ánægð með að komast burt úr menguninni, strákarnir góðir. Svo ég er ánægð.
Úfff. þetta er orðið heldur mikið, enginn á eftir að nenna að lesa þetta. En varð bara að skrifa þetta.
ps. við bjuggum til nýjan texta við gekk ég yfir sjó og land = Keyrði ég yfir sjó og land. Snilldar lag, kanski heyrið þið það einvhertíma í útvarpinu, sjáum til.
en hafið það gott.
Kv Þóra

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger