selavi

Jábbs, svona er lífið

sunnudagur, september 26, 2004

Jæja þá er kominn sunnudagur og ég komin heim og ætla að fara að sofa, komin tími til held ég bara. Þessi helgi er nú búin að vera mjög áhuga verð. byrjaði á því að gleyma því algerlega á fimtudaginn að ég ætti að vinna á föstudaginn og var búin að segjast mæta á 2 fundi og mæta óboðin í heimsókn til að hitta Helgu Báru, og marg fleira en fattaði svo að ég var að fara að vinna til ellefu. Það er svona að vera utan við sig. díses maður.
En á laugardeginum vakknaði ég um korter yfir 6, jamms að morgin, um helgi, mannréttindabrot ég veit, en svona er þetta samt. Flugslysa æfing, og var mætt rétt fyrir 7 upp í Skógarhlíð til að aðstoða við undirbúning sjúklinganna og svona. Var að skrá niður og svona, nó að gera. Þegar allir voru til og allir skráðir, var brunað á slysstað, það var búið að setja lítinn langferðabíl á hliðina upp í Öskjuhlíð og svo var strætó á hliðinni í nánd við langferða bílinn og svo var flugvéla flak leingra í burtu nær flugbrautinni og svo var kveikt í einhverju drasli, svo Öskjuhlíðin var mekk af reyk. hóst hóst. Ég var að fylgjast með þeim sjúklingum sem voru í langferða bílnum, þau voru helvíti góð. Léku þetta vel. Það þurfti að klippa þu út úr flakinu. Gaman að fylgjast með því.
síðan fylgdist ég að eins með strædónum en fór að lokum upp á Söfnunar svæði slasaðra með sjúkra bíl Skyndihjálpar hópur URKÍ- R var þar að aðstoða, þar ætla ég að vera næst.´ En þar beið ég eftir öðrum sjúkra bíl til að fylgja upp á Fossvogs spítala. Þetta var allt mjög áhugavert. Var svo upp á spítala að fylgjast með, það var nokkuð gamann. Fullt að sætum læknum og svona. ;)
Svo um fjögurleitið komst ég aftur upp í Skógarhlíð til að komast svo heim. Svo ég fór heim tók draslið mitt og upp í Mosó til að taka þátt í " á flótta" leik, sem ég hef ekki tekið þátt í lengi. Það var rosa gamann. Ætla ekki að tala um það hér, þið ættuð að taka þátt í leknum til að vita meira.
Fór svo heim rúmlega að ganga eitt, og fór að sofa. Mæta í kenslu kl 9 morgunin eftir. nema hvað að ég vakknað 8:44 bara svona til að tékka hversu lengi ég get sofið þar til klukkan vekur mig, viti menn þá hafði ég stilt klukkuna á 18:20 um nóttina þegar ég ætlaði að tékka hvort ég væri ekki bókað búin að setja vekjarann á. Svo FOCK!!!!
En mér tókst nú að vera kominn þangað, en ekki með maska eða neitt. Og komst svo að því að það var ekkert á staðnum, til að sýna, ekki gott :( En þetta var nú einn sá erfiðasti hópur sem ég hef kennt, verð ég nú að segja, veit ekki afhverju, hef nú ekkert kent neitt voða mikið en vá. díses. En ætla ekki að fara út í það núna. Þegar ég kom svo heim, þá var ég svo þreitt að ég lagði mig. Fór svo og hitti Maríu og Unni á Vegamótum og við fengum okkur að borða, og fórums vo á leiðinlega bíó mynd sem ég ætla ekki að nefna hér ;) jú jú læt það flakka. Prinsess diaryes 2. jamm fór á hana í bíó. Ekki góð, vissi það nú fyrir svo ég ætla ekki að kvarta.
En best að fara að hætta þessu bulli og fara að skella sér að sofa og klára þessa helgi. Hún er búin að vera hreint út sagt MJÖG áhugaverð.
Hafið það gott, og þið þarna sem ég hitti takk fyrir helgina :)
Kveðja þóra sem er utanviðsig.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger