selavi

Jábbs, svona er lífið

mánudagur, mars 07, 2005

Fín helgi mar

já þetta var bara nokkuð góð helgi, reyndar var ég ekkert allt of spent að fara eins og kom fram hér á föstudaginn, en það rættist heldur betur úr þessu, enda skemtilegt fólk.
fórum sem sagt á föstudegi upp í Alviðru og ég var frekar þreitt svona, en tókum létta æfingu þá um kvöldið og ég lék bara sjúkling, lék ofurölva stelpu á mentaskólaballi sem vildi sko ekki láta hringja í foreldra sína. Var svona frekar leiðineg, við vorum að líkja eftir venjulegri vakt á menntaskólaballi, held að það hafi tekist nokkuð vel, þar til ein hurð var tekin af hjörunum, en það var nú ekkert rosalegt, ekkert mál að skella henni á aftur.
Svo var bara farið að sofa nokkuð snemma, sem var fínt því ég var eithvað voða þreitt og löt.
Laugardagurinn var fínn, góðar æfingar, góður matur, ég er grill master og Erla er master of öllu hinu sem var með matnum, sósa, sallat, leggja á borð, baunir, rauðkál og allt hitt. verð að segja finst alltaf svo fyndið þegar kallar segja verði ykkur svo að góðu þegar þeir eru búnir að vera að grila, það er minsti hlutin af því sem gert er, konan er búin að gera allt hitt og ætti því í raun að segja þetta. En svona eru stundum þessir kallar. Reyndar ekki pabbi minn.
en Stebbi og Dóri fræðndi kíktu í heimsókn, þar var rosa gamann, þeir ásamt Erlu fenguð að kynnast leyndum hæfileika mínum í að spá í spil. Við komust að lokum að því að allir munu einhvertíma giftast öllum og þetta verður heljarinnar sápuópera en þetta endaði samt allt vel ég endaði me mjög fallegum manni sem var ekki staddur þarna um helgina svo það er bara gott ;)
Svo fórum við í Morðingja, Pasta peppironi, eða Mafíu, sem er spila leikur, Vidda fanst hann hundleiðinlegur, mér finst hann nú fínn. Maður verður bara að vera með ýmyndunarafl. Þar sem ekki var tekið allt of vel í þetta var farið út í hlöðu, þar sem er snilldar róla, og við vorum að róla hve öðru og slökkva ljósið. massa fjör. svo var farið í draugaleik, allir að segja böö við alla, nema að Dóri frændi var í hvítum bol og sást mjög vel, svo Viddi sagði honum að drulla sér úr honum, svo næst þegar ljósin voru kveitk, þá var Dóri ber að ofan og ég hélt ég myndi pissa á mig af hlátri.
Farið allt of seint að sofa og vakknað allt of snemma á sunnudeginum.
sunnudagurinn fínn, hitti Fanný, Hillu og Unni smá..
Amma og Árni frændi og Árni bróðir komu í mat, læri aftur, verð að játa mig sigraða, pabbi er betri í þessu en ég. ( Með lengri reynslu) Lá svo í nýju náttfötunum og horfði á Collateral með Tom Cruse og sofnaði í sófanum :)
Fín helgi.
Takk fyrir helgina
kv Þóra :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger