selavi

Jábbs, svona er lífið

þriðjudagur, febrúar 22, 2005

Fisher

Tekið af mbl.is


Samþykkt að gefa Fischer útlendingavegabréf
Á fundi sem fulltrúar stuðningshóps skákmannsins Bobbys Fischers áttu í dag í Útlendingastofnun var staðfest að íslensk stjórnvöld hefðu samþykkt að gefið yrði út svonefnt útlendingavegabréf til handa Fischer og muni sendiherra Íslands i Japan annast afhendingu á því. Segist stuðningshópurinn vona að þar með sé skákin unnin og Fischer muni öðlast frelsi sitt á ný eftir 7 mánaða vist í innflytjendabúðum í Japan og geti ferðast til Íslands innan tíðar.

Hvað er málið, hvað með alla hina sem tefla ekki, en kunna eithvað allt annað ??
Mér finst þetta lélegt!!!

5 Comments:

At 6:36 e.h., Blogger Sibba said...

Algjörlega sammála þér, þetta er ekkert merkilegri persóna heldur en aðrir sem vilja koma hingað.
Bara prump.

 
At 10:49 f.h., Blogger Gunnhildur said...

Mér finnst þetta líka mjög skrítið einmitt vegna þess að hann á í deilum við Bandaríkin. Það er einhvern veginn alveg úr karakter hjá íslenskum stjórnvöldum að hjálpa manni gegn BNA. Skákin er greinilega mikilvægari en vináttuböndin við ,,Hinn frjálsa heim".

Þetta er voðalega furðulegt og forgangsröðunin hjá þessum bjánum alveg út í hött.

 
At 8:07 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Er það ekki bara gott skref hjá stjórnvöldum að hefja leikinn einhverstaðar??? Og af hverju má ekki hjálpa Bobby Fisher þó svo hann sé frægur???

Það er alltaf verið að gagnrýna stjórnvöld og stefnu þeirra í málefnum flóttamanna og innflytjenda og ég hef oft verið ein af þeim en svo þegar þau gera eitthvað þá er líka allt ómögulegt. Málið er bara að aþað er auðvelt samkvæmt lögum að fá Fisher hingað, margir aðrir hafa miklu flóknair sögu og Ísland er sjaldnast fyrsta viðkomuland þeirra sem gerir málið erfitt fyrir. Af hverju að eyða orkunni yfir að æsa sig yfir einum skákmanni?
Hilla

 
At 5:50 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Málið er náttúrulega ekki einn skákmaður, málið er að þessi skákmaður á í útistöðum við BNA, og er afbrotamaður í því landi. Og hann fær últendingarvégabréf. hingað koma til lands fullt af fólki með hreinan skjöld sem eru sendi til baka. Hvað er málið ??
Vonandi verður þetta bara til þess að við förum að taka á móti fleiri hælisleitendum, en satt best að segja held ég að þetta sé ekki fordæmisgefnadi, því miður, en það á eftir að koma í ljós. Endilega lestu greinina hanns Jóhanns Hjalta, hún er góð.
Kv Þóra

 
At 10:52 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Afbrotamaður smavbrotamaður, Bandaríkin kalla bara það sem þeim sýnist afbrot það er ekki eins og hann hafi gert mikið af sér!
Hilla

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger