selavi

Jábbs, svona er lífið

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Helgin að baki

jábbs, þá er helginni að ljúka, bara eftir að lesa smá og sofna.
Fín helgi, segi ekki annað. Á laugardaginn byrjaði ég á því að hitta stjórn RKÍ, það var fínt, þau tóku rosalega vel í það sem við vorum að tala um, sem er mjög gott. Síðan í stað þess að borða á Carpe diem, þá þurfti ég að fara að kenna heilbrigðisnemendum upp í Fá, gamla skólanum mínum. Það var nú soldið gaman að koma þar inn og sjá stúdenta myndina af sjálfri sér :)
Námskeiðið gekk svona líka vel, ég fékk að heyra að ég væri skýrmælt, það fanst mér snilld. Ekki alveg þekkt fyrir það, en greinilegt að það er að virka að passa sig, passa mig gífurlega mikið með þetta þegar ég er að kenna. Reyndar fékk ég líka að heyra að ég væri með hvella rödd, sem er að sjálfsögðu líka mjög rétt. ;)
En eftir það var haldið heim og ég setti upp sætuna, fór í nýja fína Malylin pilsið mitt, það sko fýkur lengst upp í vindi ;) og skellti mér í leikhús, Reykjavíkurdeild Rauða krossins var boðið í Borgarleikhúsið að sjá Segðu mér allt. Góður leikur, en ég veit ekki, kanski ekki alveg leikrit til að fara á á laugardagskvöldi. Þetta var rosalega átakaleg fjölskylda og svona. En lundinn léttist þegar haldið var heim til Nonna og ég hitti Nonna, Bryndísi, Stebba og Vidda. Viddi var á útopnu, massa fyndið. Svo var haldið á hverfis pöbbinn sem var mjög fyndinn. Þetta er sko hverfis pöbbinn í Grafarholtinu, hahaha. snilld. Síðan var haldið í bæjinn, hittum þar Steinunni og Unni og við skelltum okkur á 22, þar sem verið var að loka flest öllum öðrum stöðum. Og þar lenti ég í því í fyrsta sinn að stelpa reyndi við mig, massa fyndið, gekk upp að mér, strauk á mér kynnina og sagði " Þú ert rosa sæt" eða eithvað álíka, ég sagði pent takk og tók FAST utan um Nonna :) hahaha, takk Nonni. Svo lenti Viddi víst í einhverju álíka líka en tók því ekki eins vel og ég og endaði á því að fara út og við strákarnir á eftir. Fundum reyndar ekki drenginn, svo við héldum bara heim á leið.
Frábært kvöld.
síðan í dag sunnudag fórum við Unnur í bíó, skelltum okkur á Close með Jude Law, hann er svooo sætur, og reyndar hinn gaurinn líka, man ekki alveg hvað hann heitir, en allavega er hann sætur. Þetta var mjög áhugverð mynd, kom á óvart, góð sko, ekki þannig áhugaverð. Alltaf gamann að sjá Jude sko.
Svo endaði helginn má segja á snildinni, ég fór á Toscu með mömmu og Árna frænda, vá hvað það var gamann og flott. Það er eitt atriði sérstaklega þar sem ég var nú næstum komin með tárin í augun. úff, hann Ólafur Kjartann er snillingur og Elín Ósk var líka frábært og Jóhann Friðgeir. Hann byrjaði reyndar smá brösulega en svo kom þetta allt samann hjá honum.
Þetta var rosalegt, mæli með að allir fari að sjá Toscu, ef margir fara samann er hægt að fá hópafslátt. Snilld.
en jæja, góð vika framundann, hælisleytendur og Afríka verða megin þema vikunnar. Svo það er bara gott.
Hafið það gott.
kv Þóra :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger