selavi

Jábbs, svona er lífið

föstudagur, febrúar 25, 2005

Stelpan við hliðina á mér

já merkilegt, ég var í tíma áðan og við hliðina á mér sat stelpa, til að byrja með þá kom hún allt of seint í tíma, og ég hafði verið að bíða með að setja tölvuna mína í samband svo þegar hún kemur þá tekur hún upp tölvu og tekur innstunguna sem ég ætlaði að nota, djö mar, og talvan batteríslaus eftir 30 mín og 90 mín eftir að tímanum. En gat nú reddað því, sem var gott. En svo þegar hún er búin að sitja í svona 20 mín þá nær hún sér í tyggjó og fer að blása kúlur og sprengja á fullu, ég veit oftast nær fer þetta ekkert í pirrurnar mínar, en í dag þá var ég að verða geðveik á þessum spreinginum, það var eins og það væri stríðsárás við hliðnina á mér. ( Skil vel núna hvað mamma var að meina þegar við systurnar vorum að leika okkur með tyggjó hér í denn.)
En ekki nó með það þá í miðjum fyrirlestir fer hún að tala við strákinn við hliðina á sér og það ekkert lágt, eins og margir gera ( þ.a.m. ég ;) ) Og hún er mikið að spyrja hvenær er tíminn búinn og hvenær er pása, og ég held bara að allir í stofunni og næstu stofu hafi heyrt í henni.
Nú er ég nú ekki sú lágværasta og him... er þekkt líklega fyrir að tala í tímum, en það er meira svona að spyrja kennarann, og ef ég hef verið að tjá mig, þá hef ég skrifað miða, enda eru til ógrinni af athugasmedum á glósum síðastliðinna ára og miðum ;)
Fyndið samt svona, þetta er greinilega svona dagur hjá mér, enginn Rósa frænka í heimsókn eða neitt, bara pirringur. Jebbs, en er ekki pirruð núna, er bara að fara í IKEA með mömmu og svona og læra á eftir.
Já þetta er áhugavert. Segi nú ekki annað.
Kv Þóra sem er að pirrast yfir einvherju sem hún sjálf gerir. :)

2 Comments:

At 2:15 e.h., Blogger Gunnhildur said...

Ekkert vera að afsaka þetta - stundum pirrar fólk mann bara óskaplega. Það er allt í lagi svona öðru hvoru, á meðan það er ekki alltaf.

 
At 2:18 e.h., Blogger Sibba said...

Það er nauðsyn að pirrast af og til og hana nú.

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger