selavi

Jábbs, svona er lífið

miðvikudagur, maí 18, 2005

Evrópu fundur í Vín

Jábbs, ég var að koma frá Vín. Ég var í Vín vegna þess að þar var Evrópu fundur Ungmennahreyfinga Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Þessir fundir eru haldnir á tveggja ára fresti og á milli fundanna er starfandi Evrópu ráð sem vinnur að því sem ákveðið var á fundinum og skipuleggur síðan næsta fund. Þetta er 3 svona fundurinn minn og ég verð að segja einn af þeim skemtilegustu. Ég hef kynst fullt af fólki í gegnum þessa fundi og verð að segja að Rauða kross fólk er algert eðal fólk ;)
Margt var brallað, það sem stendur upp úr er að ég var kosinn í þetta ráð, og er ein af 7. Í ráðinu eru fulltrúar frá Kýpurm Armeníu, Austurríki, Belgíu, Makedóníu og spáni. Skemtilegt blanda. Hlakka mikið til að heimsækja þessi lönd og starfa með þessu frábæra fólki.
Fundurinn er blanda af fyrirlestrum og hóp-vinnu. Þarna voru skemtilegir fyrirlestrar og hópverkefnin voru bara alveg ágæt. Við fengum heimsókn frá UNICEF sem var magnað, þar var maður að nafni Andres sem hefur starfað fyrir UNICEF leengi. Það var ansi magnað að hlusta á hann.
Ég heyrði fullt af þjóðsöngvum og söng okkar ;) jebbs og það tókst ágætlega. Söng líka Maístjörnuna fyrir framan alla á Austurrískum matsölustað.
Heyrði triljón brandara, það endaði með því að við föttuðum síðastakvöldið að við værum farin að segja sömu brandarana aftur, svo við vorum komin í hring.
Var í herbergi með portúgalskri stelpu sem er næstum alveg eins og ég í háttum, við áttum svipuð föt, vorum með næstum sama húmor, okkur fanst þetta magnað þar sem við vorum að hittast í fyrsta skipti.
Þetta var frábært, ég hlakka mikið til að vinna að ungmennamálum innan Evrópu næstu tvö árin. Það verður gaman að kynnast starfsemi alþjóðasambandsins betur.
En þá er það ritgerð, mikið eftir svo vinna vinna vinna.
Hafið það gott.
Kv Þóra :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger