gifting

Fekk bréf frá Gambíu í dag, ekkert smá gamann, sérstaklega þar sem ég talaði við Salifu á laugardaginn líka, sá sem sendi mér bréfið. Svo núna hætti ég bara ekki að brosa.
Bréfið er alger snilld.
Málið er að ég átti allavega 4 eginn menn úti í Gambíu og var hann einn af þeim, hann var meira að segja númer 2 þar sem hann var til í að kaupa þvotavél og loftræstikerfi, því ég þarf á því að halda til að búa þarna :)
Bréfið byrjar svona "til eginkonu minnar tilvonandi" :) og endar " frá þínum tilvonandi eginmanni" HAHAHA
Svo mátti ég líka fara að láta vini og vandamenn vita af giftingunni þar sem þetta væri að fara að skella á.
Jábbs bara gaman að fá svona póst.
Gaman af þessu.
Hafið það gott.
Knús Þóra
PS. Salifu er sá sem heldurutan um mig á myndinni :)
3 Comments:
Til hamingju með trúlofunina ;0)
takk takk, ég bara brosi ég gegnum tárin :) hehehe
dúddus... ef ég þekki þessa afríkubúa rétt þá kemur þessi maður örugglega bráðum með fjölskylduna sína hingað og neitar ekki að fara fyrr en þið giftist... :p thí hí...
kv, María
Skrifa ummæli
<< Home