selavi

Jábbs, svona er lífið

mánudagur, desember 12, 2005

notaleg helgi

Jábbs, helgin mín var bara mjög notaleg, byrjaði á því að passa litlufrænku mína, við höfðum það voða notó, planið var að horfa á öskubusku en ég kunni nákvæmlega ekkert að tengja videotækið svo við enduðum á því að horfa á einhverja leiðinlega ljóna mynd á stöð eitt. Svo lásum við bara og kúruðum.
Á laugardaginn fattaði ég hvaðan íslenska lopapeysu mynstri kemur, já ég veit soldið sein, en samt kúl. Málið er að ég og pabbi fórum upp í Stangarholt og ég var að horfa á fjöllin í sínum vetrar búningi og þar sá ég lopapeysu myndstið, hefði átt að taka með mér myndavél til þess að geta sýnt mynd hér, en samt ef þið pælið í því, tékkið á þessu næst, horfið á fjall sem er að hluta til hulið snjó, maður sér alla sauðalitina, og svo mörg falleg munstur. Jebbs, ég er viss um að þaðan fengu konurnar hugmyndina af þessum fallegu munstrum.
En það var frábært í Stangarholtinu, við pabbi fengnum okkur kaffi og kakó í litla kofanum okkar og rötlum aðeins um. Frabært veður. Svo var sunnudagurinn ekki síðri við fjölskyldan ásamt Árna, Maríu og Kristínu Örnu fórum í Hvalfjörðinn til þess að ná okkur í jólatré. Þetta gerðum við alltaf þegar við krakkarnir vorum lítil, ok yngri, þegar við bjuggum í Stykkishólmi, þetta er frábær hefð. Finst það frábært að gera þetta aftur, við Kristín Arna söfnuðum líka könglum og svona. Svo var haldið heim í kakó og smákökum. Getur ekki orðið betra. Reyndar eftir að hafa slappað svona vel af héldum við mamma í kringluna, og shitt, segi nú bara ekki annað. Úff maður varð bara þreittur eftir 10 mín, brjáluð læti, og fullt af fólki.
En notó helgi þrátt fyrir kringluna.
Vonaað þið hafið haft það gott.
Knús Þóra sem á afmæli eftir 5 daga :)

2 Comments:

At 3:42 e.h., Blogger harpa said...

ég hélt nú að lopapeysumynstrið væri evrópskt "smit" sem hefði ekki komið hingað til lands fyrr en á 5.-6. áratug síðustu aldar -þeas 20.aldar?? Svo sem ekki 100% viss..
Hér er ákaflega spennandi lesning: http://www.handknit.is/user/cat/7

 
At 4:20 e.h., Blogger Thora said...

Nei nei, alveg örugglega ekki :)
Ég vill halda í þá trú að það hafi verið fallegu snjófjöllin okkar sem hafi skapað þetta fallega munstur ;) hehe
ps. það snjóar líka á Grænlandi :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger