selavi

Jábbs, svona er lífið

föstudagur, febrúar 24, 2006

gærkveldið

Jábbs fór ásamt Guðbjörtu og Gambíu krökkunum á dans sýningu á Nasa í gærkveldi. Sólrún Gambíu gella var að sýna í tveim flokkum, hipphopp og Afró. Svo voru allskonar dansar, Balkan dansar, Flamengo, magadanar, Cleopötru dansar, svo eithvað sé nefnt. Þetta var alveg rosalega gaman.
En allavega í gær hafði ég ekkert að gera nema að var að læra, fór reyndar í viðtal og eithvað. En hafði alveg tíman fyrir mér, nema að ég skellti mér´i göngutúr í bæin með mömmu og þegar við komum heim fattaði ég ekki hvað klukkan var orðin, þar sem byrjun Vetrarhátíðar var klukkan átta, en klukkan rúmlega sjö var ég að ná í pízzu í kvöldmatin. Og átti eftir að sækja krakkana og ein býr upp í Grafarholti. En semsagt við mistum af setningunni sem var svolítið leiðinegt fyrir Gambíu krakkana þar sem þetta var víst voðalega flott. En allavega þegar við komum niður í bæ, var FULLT af fólki og við fórum að velta því fyrir okkur hvar við ættum að leggja. Keyrðum inn götuna þar sem Iðnó og Ráðshúsið eru og þar var lokað inn templara sund, eða hvað sem það heytir og svo var bílastæðahúsið á vinstu hönd fullt, en það stóð ekki að það sem er á hægri hönd væri fullt svo við förum þangað, en þegar maður keyrir að þá stendur að ef maður fær ekki miða þá er fullt, og ég ýti eftir miða, og enginn miði kom og ég bara shitt, hlakkaði ekki að bakka út úr þessu. Ýtti aftur og jú viti menn það kom miði. Frábært. Og þegar ég var búin að fá minn miða þá kom ljós á skiltið (FULLT) JESS!!! við fengum stæði rétt hjá Nasa. Heppinn!!
En síðan á leiðinni út þá þarf maður að setja miðan í greiðsluvélina til þess að hliðið opnist þó svo maður þurfi ekkert að borga, og á sama tíma og ég var að fara að borga þá var kona að fara ð borga líka og við gengum báðar frekar hratt að tækinu, nema að ég var aðeins á undann og sagði svona " Jess ég var á undann" og konunni brá svolítið fyrst en fór svo bara að hlæja því ég var brosandi. Reyndar var hún svo á undan út af stæðinu. :) En mér fanst þetta áhugavert.
En frábært kvöld annars.
Svo er þjóðahátíð á sunnudaginn í gamla Blómaval, hvet alla til að mæta, ég verð þar með Gambíu krökkunum, hver veit nema að maður verði sprangandi um í Gambíu gallanum.
En góða helgi, mín verður það, óperan í kvöld, jey jey, gott að eiga góða mömmu. :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger