selavi

Jábbs, svona er lífið

mánudagur, febrúar 27, 2006

Mánudagur til mæðu

Jábbs, var að sækja um vinnu í mörgum skólum og nú bara rétt áðan var hringt frá einum skólanum og þessi skóli hefði gjarnan viljað ráða mig í vinnu og var meira að segja ný búin að ráða landfræði kennara, en nei, ég var aðeins of sein. Dem.
En annars var helgin mín mjög góð, á föstudaginn fór ég ásamt mömmu og ömmu í óperuna að sjá öskubusku, það var FRÁBÆRT, takk mamma. Ævintýrið er náttúrulega mjög skemtilegt og allir voru alveg frábærir, reyndar verð ég að segja að mér fanst Garða sístur, en samt hann er svo sætur að það var í key.
Fórum svo heim til ömmu í osta, það var svo notó.
Svo fórum við hele famillien í bíltúr á laugardaginn, skelltum okkur upp í biskupstungur að hitta frændfólk okkar, það var frábært, yndislegt veður, við pabbi og mamma vorum að velta fyrir okkur nöfnum á sumarbústaða landið okkar, hér koma nokkrar hugmyndir: Samyrkjubú, sambýli, svo kom Kristín Arna litla frænka með, Blóma brú eða eithvað álíka. svo voru nokkur svona lúða hrolls nöfn sem ég ætla ekki að greina frá hér. En veinaði úr hlátri yfir Samyrkjubúi og sambýli.
En já dagurinn, við skeltum okkur í sund á Selfossi of fórum svo og fengum okkur humarsúpu á einhverju af þessum sjávarréttar veitingarhúsum á Eyrabakka, held það hafi verið þar heldur en á Stokkseyri. Allavega mjög góð súpa.
Sunnudagurinn var líka mjög skemtilegur var með vinum mínum frá Gambíu að kynna Gambíu á þjóðahátíð á vegum Vetrarhátíðar. Rosa gaman, FULLT af fólki. Reyndar átti ég mjög bágt með mig þegar sagt var við mig: " mikið voðalega er gaman að sjá svona svart fólk" !!!!!!
Dísus, sorrý en haldið þessu fyrir sjálfa ykkur !!!!
En annars var dagurin mjög góður. Endaði svo á því að glápa á Madagaskar, sem er snilld, ég meig næstum á mig af hlátri. Mæli með henni hún er ÆÐI.
En jæja halda áfram að vinnu leytast og klára ritgerðina, sem er eginlega alveg búin, er bara að færa smá til. Svo jey.
En vonandi verður þessi vika góð.
Kv. Þóra :)

4 Comments:

At 9:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Okkar bústaður er bara kallaður Múlinn þar sem hann stendur undir Grímsstaðarmúlanum og sumarbústaðarlandið heitir Múlabyggð, en litli kofinn (sem er dúkkuhús að 2/3 og vinnuskúr í restinni) er kallaður Hálsakot en það er dregið af upphafsstöfum þeirra sem tóku þátt í að byggja hann (Hulda/Halla, Árni, Lilja og Snorri/Sverrir). Kannski getið þið fundið eitthvað svoleiðis? en annars finnst mér Samyrkjubú frábært!

 
At 1:25 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Þegar ég byggi mér sumarbústað þá langar mig að skýra hann Kotasæla hehehe finnst það geggjað flott!!!

Annars hefur þú verið klukkuð mín kæra (",)

Bæjó spæjó

 
At 2:03 e.h., Blogger Thora said...

hahaha, kotasæla, magnað.

 
At 2:34 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

er annars búin að vera klukkuð, sjá
http://sela-vi.blogspot.com/2006/02/leikur.html
Kv Þóra

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger