selavi

Jábbs, svona er lífið

föstudagur, júní 30, 2006

Komin :)

Já er komin á leiðarenda. Allt gekk vel, en auðvita smá klúður svona inn á milli en ég komst svo það er í key.
Byrjaði á því að vera með svolítið mikla yfirvigt :) Og fanst það nú ekkert æði, endaði á því að pabbi bauðst til að borga það, því ég var náttlega orðin svolítið sein. Reyndar þegar pabbi fór til að borga átti hann fyrst að borga þrátíu og eitthvað þúsund, KRÆST, en nei svo kom í ljós að ég mátti vera með 30 kl frá London til Mapútó svo hann slapp við að borga allt. vei vei vei.
En nema hvað að ég var bara að spóka mig í London þar sem ég hafði um 8 tíma aflögu. Rölti um Covent Garden og keypti fullt. Ákvað samt að vera komin tímalega á flugvöllinn og var með allt undercontrol, búin að breyta tímanum á úrinu mínu svo ég var í góðu. NEI ég fór alltaf eftir símanum og var að fara að kaupa mér kaffi til þess að taka með mér á Starbuks þegar ég fattaði að ég var náttúrulega EKKI búin að breyta tímanum á símanum. KRÆST !!!!
En nei samt í lagi því ég hafði hvort eð er ætlað að hafa tímann með mér.
Nei ekki búið enn, ég fer á flugvöllin tékka mig alla leið og ekkert mál. Nennti ekkert að vera að versla svo ég fer að geitinu fyrir Jóhannesarborg og fer að hlusta á CD sem ég keypti í Covent Garden og lesa. Svo loksins má fara um borð og ég skelli mér í röðina, heppinn að vera frekar framarlega, því þegar ég kem að borðinu þá sjá þær að ég er að fara með Sputh African Airlines ekki Brithis Airlines. ÚBBSS !!!! SHITT !!! og þær að fara á sama tíma og ég á gate 50 en SAA á gate 25. SHITT !!! svo ég hleyp af stað og þá fer greinilega fólk að skoða sína miða og viti menn kemur ekki bara fullt af fólki á eftir mér sem höfðu gert sömu mistök. ÚFF, enginn röð þegar ég kem, allir komnir inn. og ég bara "SHITT, sorý, og afstakið orðbragðið" nema að maðurinn sem var að vinna þarna sagði mér bara að segja það hærra svo ég kæmi þessu út úr systeminu. Svo ég stóð, sveitt af hlaupunum og kallaði SHITT!!! ;)
En þetta tókst að lokum og allt gekk vel frá Jóhannesarborg til Maputo, ekkert klikk eða klúður.
Er komin á gistiheimli þar til ég fæ íbúðina sem ég mun búa í, sem er víst MASSA stór, svo nó pláss fyrir gesti.
En hafið það gott, ég hef það voða gott.
Knús og kram
Þóra :)

2 Comments:

At 7:59 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Alltaf gaman að lenda í smá ævintýrum á ferðalögum :) Vonandi er þetta bara fall er faraheill!
Knús, Fanný

 
At 12:51 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

SHIT!

Híhí... gott að þetta hafðist allt að lokum babs. Farðu vel með þig og hafðu það gott.

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger