selavi

Jábbs, svona er lífið

þriðjudagur, júní 13, 2006

veit ekki alveg hvað ég á að gera

Málið er að ég á algert druslu hjól, en ég nota það svona einstöku sinnum, þegar ég þarf á því að halda. Nema hvað að strákurinn sem býr fyrir neðan mig hann er alltaf að taka hjólið. Í fyrra sumar kom ég heim úr Laugunum í smá erindagjörðum og fann þá hjólið mitt, sem átti að vera inn í bílskúr þar sem ég lagði það síðast frá mér, fyrir utan húsið. Ég skildi ekkert í þessu, fór með það inn aftur. Nema hvað að aftur fann ég það úti. Og ég fer niður og spyr hvort að þau eigi alveg jafn ljótt hjól og ég, og þá kemur bara, ha ?? átt þú það, það er ekkert búið að vera að nota það í sumar, svo við héldum aðenginn ætti það!!!
HIM... ég vann á fjöllum, svo ég var ekki mikið að nota það.
Svo er þetta byrjað aftur í sumar, ég fer með hjólið inn, finn það svo úti aftur. Nú er brettið brotið og ég kom að því í keng úti á tröppum í dag.
Fyrir nokkrum dögum var ég búin að fara með það inn, eftir að hafa komið að því úti. Og þá var mér sagt að krakkarnir ætluðu að vera svo góð við mig, og pumpa í dekkið. Og ég bara æææ... En svo er það bara tekið aftur og notað og farið ylla með litla ljóta hjólið mitt. Er ég kanski bara massa vond ?? Á ég bara að leifa þeim að eyðileggja hjólið mitt meðan ég er í Mósambík ??
Æ en ég nota það samt alltaf af og til.
Oh... veit ekki hvað ég á að gera.

7 Comments:

At 11:39 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Bjóddu þeim bara að kaupa það af þér á slikk... þannig eru allir sáttir :D

 
At 6:31 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Tilhamingju með Mozambique! Hvernær ferðu svo út?

Vaka

 
At 6:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Svo er kannski sniðugt að kaupa lás á það - bara ein hugmynd... :o)
hilsen hilsen Díslí

 
At 1:11 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Já lás er málið held ég og kvarta við foreldrana. Það eiga engin börn að komast upp með það að stela hljóum!

Hvað eru þau líka að gera að fara inn í bílskúr hjá þér? Heitir það ekki innbrot?

 
At 1:12 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Annað já hvar eru allir linkarnir þínir?

 
At 6:07 e.h., Blogger Thora said...

Una: Pæling, en held ég myndi frekar gefa það, en samt gott að hafa það just in case alltaf :)
Þórdís og Hilla:Hélt að það myndi duga að hafa það inni í bílskúr, en greynilega ekki, jebbs, spurning um að setja lás.
Vaka: vei vei vei fer 28, verst er að ég verð komin 29, svo ég missi af afmælinu hanns Jóa, sem er 28. En VAKA TIL HAMINGJU :)

 
At 6:08 e.h., Blogger Thora said...

Já ok linkarnir eru þarna í felum neðst, þarf að laga þetta eithvað, kann það ekki svona í flíti.
Er farin í ammæli til ERLU, til hamingju ERla og svo Elli líka.

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger