selavi

Jábbs, svona er lífið

sunnudagur, júní 18, 2006

Góðar

Já ég hef átt mjög góðar helgar, sú síðasta var æði, var á Mýrunum með Gunnhildi og hennar fólki, við ætluðum að ganga frá Hítarvatni að Mýrdal. Reyndar þegar við vorum komin upp í fjallshlíðarnar var svo mikil þoka að það var ekkert hægt að sjá og við viltumst örlítið af leið. Og enduðum á allt örðum stað, þar sem pabbi Gunnhildar, hann Brandur sótti okkur. Svo var borðað og drukkið í veiðikofanum í Hítardal. Rosa gaman.
Þessa helgina fór ég í afmæli til hennar Erlu upp í Eylífsdal, það var rosa gaman, fengum góðan mat og skemmtum okkur vel. Endað á pottinum og var í honum aðeins og lengi.
Svo var nú planið að fara upp í Stangarholt svo ég fór ásamt Hillu sem var að fara í brúðkaup á undan öllum í bæinn, nema hvað að þá voru m og p enn heima og ætluðu bara að fara í dag, sunnudag. Svo ég vakknaði massa snemma til þess að vera að hanga heim, fór reyndar smá í bæinn og glápti á leikinn og svona. En svo var Stangarholt í dag, og líklega í síðasta skiptið fyrir Mósambík, svo þegar ég kem aftur heim verður líklega hægt að gista þar og alles. vei vei vei.
Það er bara ein helgi eftir, útskriftarhelgin og svo bara þvo, taka til og undirbúa sig.
Magnað. Draumurinn búin að vera Afríka í hvað him... MÖRG ár, og núna er ég að fara í annað skiptið á innan við ári. Frábært. Ekki hefði ég trúað því.
En ætla að fara að lesa.
Takk fyrir báðar helgarnar þið sem ég var með, þær voru æði.
Knús og kram
Þóra

2 Comments:

At 6:29 e.h., Blogger Inga Hrund said...

Hvað er þetta, ertu að fara til Afríku ? Ég sem ætlaði að heimsækja þig í einhvern fjallaskálann í sumar. En þú getur heimsótt mig næst þegar þú heimsækir systur þína, ég bý nefnilega við hliðina á henni núna :)
Inga Hrund

 
At 7:03 e.h., Blogger Thora said...

jebbs,nú er það Mósambík.
Já en skemtilegt, bróðir minn býr í sama húsi.
Það væri gaman. Frétti að þú myndir verða í Laugunum.

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger