selavi

Jábbs, svona er lífið

miðvikudagur, júlí 19, 2006

3. vikur

Já ég er búin að vera hér í 3 vikur, magnað, mér finst eins og ég hafi komið í fyrradag. Þetta lýður svo hratt.
En annars er allt gott af mér að frétta, eins og myndir síðasta blogg sýndu fór ég í smá ferðalag í síðustu viku. Það var magnað.
Ég fékk að fara með Mörtu sem sér um félagsmálaverkefnin hér í Mósambík, Eins komu með okkur nokkrir frá Kvennamálaráðuneytinu í Mapútó, en ÞSSÍ vinnur mikið með því. Megin tilgangur efrðarinnar var að hitta fólk sem mun hugsanlega taka þátt í hugsanlegum verkefnum. Skoða aðstæður og síðan var farið í hugmynda vinnu og verkefna vinnu í Xai xai og Hiniambane.
Þar sem námskeiðin fóru fram á portúgölsku gat ég lítið sem ekkert tekið þátt, en samt sem áður gat séð hvernig þetta fór fram sem var gaman. Allir tóku þátt og ég held að fólki hafi fundist þetta áhugavert.
Í Hinihambane fórum við í lítið þorp, þar skoðuðum við akrana og tókum þátt í þorpsfundi þar sem verið var að hlusta á hugmyndir fólks um hugsanleg verkefni. Ég vildi óska þess að hægt væri að stilla sig inn á sérstakt tungumál og skilja allt, þarna var talað tungumál sem ég skildi enn minna í en Portúgalska. En mjög áhugavert þrátt fyrir það. Setið var í skugganum af stóru tré, mér var hugsað til Bantaba í Gambíu, en Bantaba þýðir þegar elstu menn komu saman.
Ég hafði nú líka smá tíma til að liggja í sólbaði og baða mig í Indlandshafi, nokkuð notó. Reyndar þegar líða tók á daginn varð brimið svolítið mikið, en það var nú bara gaman.
Keypti líka ROSA flotta trommu í Inihambane, veit ekki alveg hvernig ég kem henni heim, en það er seinni tíma pæling. :)
Á leiðinni var mikið hægt að kaupa af allskyns afurðum og þá helst ávexti. Mapútó búar sem eiga leið um kaupa alltaf birgðir á leiðinni þar sem það er ódýrara heldur enn inn í borginni, þar sem fluttningskostnður leggst á allt. Svo við stoppuðum og kayptum kjöt, appelsínur og mandarínur, ananas, kol og hnetur til þess að taka með til baka. En það er gas skortur í Mapúto og kol eru ódýrari í Gaza og Inihambane sýslunum en Maputo.

Reyndar voru svona örlítið bíla vandræði, en engin slys á fólki.
Málið var að fyrstu nóttina okkar í ferðinni vorum við vaktar um miðja nótt, ég vakknaði fyrst, við fórum svolítið snemma að sofa eftir að hafa lagt snemma a stað. ég hélt kanski að það væri verið að koma með kökur eins og á hótelinu sem ég er á núna,(alltaf komið um 18:00 með köku, ekki góða !! ) En allavega ég massa pirruð yfir að vera vakin út af köku. Him... nei þá byrjar stelpan frekar æsta svona, Caro, Caro, og ég hugsaði fyrst, æ kræst eru þau að tékka kortið núna um miðja nótt. En hún heldur áfram, Caro Caro, og ég bara shitt, það er eithvað með bílinn. Og ver og vek Mörtu, og þá kemur í ljós að á notabene, "örugga" bílastæðinu fyrir aftan hótelið höfðu okkar bíll ásamt öðrum fallið ofan í holu sem hafði myndast þar. Jebbs, Marta lagði bílnum á jörð, en jörðin gaf sig um nóttina og hinn bílinn var reyndar mun verr settur en okkar, aftara vinstra hjólið var ofan í hjá okkur. sjá myndir, reyndar sérst okkar bíll ekki eins vel.
En það merkilega við þetta alltsaman er að báðir bílar voru í fínulagi, nokkrar rispur, en ekekrt verra en það, svo við héldum áfram eins og ekkert hafi ískortist.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger