selavi

Jábbs, svona er lífið

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Vinna

Jábbs, annar dagur í vinnu, him... reyndar vað voða lítið gert í gær annað en að liggja í símanum við tölvugaurinn og fá hann til þess að koma mér inn í kerfið, það gekk að lokum þar sem hann er mjög góður í að leiðbeina en ég ekki góð í tölvu rugli :)
Þarf að taka mynd af sendiráðinu við tækifæri og setja hér inn.
Annars er ég svona að kynna mér hlutina og læra. Mér líst alveg ofsalega vel á þetta, áhugaverð verkefni sem ég verð í. Ég verð mest í félagsmálaverkefnunum, sjá heimasíðu ICEIDA og fara í Mósambík, þar er hægt að lesa um landið og verkefnin.
Ég er að byrja að keyra, það gengur ágætlega, ég er með MJÖG þolinmóðan bílstjóra með mér sem ég vona að sé vel tryggður :) Maður þarf að vera vel vakandi, ég er alltaf að setja rúðuþurkurnar á í staðin fyrir að setja stefnuljós, svo þarf ég að hugsa mig vel um þegar ég begi, að fara ekki hægramegin. En þetta kemur allt með kaldavatninu.
Svo er planið núna að fara að setja sig í samband við Rauða krossinn og þennan gönguhóp sem hittist á laugardögum. Svo er ég að fara út á land í næstu viku, vei vei vei, það verður gaman. En eftir það ætla ég að fara að koma mér í sprikkl og svona. Þá verð ég líka vonandi orðin massa góð að keyra og farin að rata betur.
En vona að þið hafið það gott, ég hef það voða gott.
Knús og kram
frá Maputo :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger