selavi

Jábbs, svona er lífið

sunnudagur, júlí 23, 2006

Helgin

Já þá er komin sunnudagur, helgin búin að vera mjög góð.
Til að byrja með vil ég óska nýbökuðum foreldrum til hamingju, Guðný og Orri til hamingju og Einar Smári velkominn í heiminn :) Hlakka til að hitta þið og stóru frænku okkar hana Freyju Gunnarsdóttur.

En af ekki eins mikilvægum hlutum.
Ég fór með systur hans Jóa Páls og fjölskyldunni hennar að skoða SOS barnaþorp hér í Mapútó. Hún og sonur hennar styrkja stelpu og strák í þorpinu. Og ég fékk að fylgja með í heimsókninni. Það var mjög magnað og skemtilegt. Kom vel á óvart, reyndar hef ég farið áður í barnaþorp, það var í Gambíu, Serekunda. Það var líka mjög gaman. Það sem mér finst merkilegast við bæði þorpin er að þeim var báðum vel við haldið. Hrein og fín. En hreinlæti skiptir gríðalega mikklu máli hvað varðar síkingahættu og smit hættu og annað.
En við byrjuðum á því að hitta börnin, stelpan var ofsalega feimin til að byrja með, en þegar þeil á heimsóknina fór hún að þora meiru. Strákurinn var ekki eins feimin og fanst þetta baragaman. Reyndar ekkert skrítið að þau séu feimin, allt í einu kemur hópur af hvítingjum sem vilja allt fyrir þau gera :) Koma færandi hendi.
Við fengum leiðsögn um þopið, en þar búa um 160 börn og flest eiga þau styrktarforeldra, reyndar voru að koma fleyri börn sem vantar styrktarforeldra svo ég hvet ykkur sem getið að hugsa ykkur um.
Þetta er einnig skóli fyrir börnin í hverfinu, Gilda sem vinnur með mér á son sem gekk í þennan skóla og var mjög ánægð með hann.
Börnin eru í skólanum frá átta til fjögur, þar geta þau lært heima, stundað íþróttir og leikið sér.
Ég set myndir inn á mydasíðuna. Endilega líkið á þær.

En eftir þessa ferð okkar, var ferðinni heitið í sendiráðið þar sem starfsfólkið var komið saman til þess að kveðja hana Dóru og fjölskyldu þar sem þau eru að halda heim eftir 6 mánaðar dvöl hér. Stelpurnar hennar voru í skólum hér, en Hörður maðurinn hennar var einn heima. Held að hann sé nokkuð ánægður að fá þær heim :)
Það var mjög gaman, rosa kaka, sem dóttir Gildu bakaði, málið með kökurnar hér er að þær eru ROSA flottar en kanski ekkert æðislega góðar :)

Seinna um kvöldið skelltum við Hjördís og Helga okkur á magnaða tónleika í Franska cúltúral húsinu. Þar var gítarleikari að massa hlutina. Pabbi þér hefði þótt gaman á þessum. Þeir voru rosalegir, við keyrðum út um allan bæ í gær í leit að geilsadisk, en svo þar sem hann ætti að vera til var lokað. Svo ég fer í vikunni og kaupi hann og sendi svo stelpunum. En allavega troðið hús, massa tónlistarfólk undir stjörnubjörtum himni. GEGGJÓ !!!!

Gærdeginum eyddi ég með þeim mæðgum, fórum á laugardagsmarkaðinn, og fleyri markaði. Það var frábært, fer þangað sko bókað aftur. Keypti rosa flotta tösku, fín fyrir gymmið :)
Og svo eithvað meira. Það er sko hægt að kaupa hérna fullt, fullt af skemtilegu dóti. Held ég verði að passa mig. Annars þarf ég að borga undir ÞUNGAN farangur þegar ég kem heim. En það er seinnatíma vandamál :) hehe
Dagin enduðum við svo með að fara öll út að borða, reyndar var Jói Páls ekki með þar sem hann er í Suður Afríku með systursinni, en Marta og mamma hennar, Dóra og fjölskylda og ég og Jói Þórsteinns. Rosa gaman og ég fékk sveppi og sveppa sósu með kjötinu mínu. nammn amm.

Í dag er líka svolítið sérstakur dagur, fæ íbúðina mína, þar er heimasími, læt ykkur vita hver hann er, mann hann ekki. Og fæ mér internetið heim svo ég þarf ekki að fara í vinnuna til að komast í póstinn minn og blogga og svona. Svo ég er búin að kveðja hótelið, get ekki sagt að ég sjái eftir því. Nammi namm morgunkorn og mjólk í fyrramálið.
En ætla að hætta þessu, þetta er orðið allt of langt. Það nennir enginn að lesa þetta.
En knús og kram til allra, séstaklega Einars Smára litla frænda.
Þóra í Mapútó :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger