selavi

Jábbs, svona er lífið

sunnudagur, september 03, 2006

Já já

Já gestir, fyrirsögnin frá síðasta bloggi. Svo var bara ekkert sagt frá þeim. Var byrjuð um daginn, en þá fraus #$%& talvan svo ég er sets aftur og sjáum hvað gerist.
Um síðustu helgi fékk ég gesti, Atli og Anna Karen eru búin að vera á flakki um nágrannalönd Mósambík og komu til Mapútó yfir síðustu helgi. Planið var að fara til Svasí, og lögðum við af stað um þrjú leytið frá Mapútó, það má segja að stoppið í Svasí hafi verið stutt, þar sem við fengum ekki að fara inn í landið vegna þess að landamæra verðir kröfðust vegabréfsáritunnar. Sem er ekki rétt samkvæmt flest öllum upplýsingum sem við skoðuðum bæði á vef Utanríkisráðn. og eins á Svasí síðum. En nei, meira að segja var þarna kona sem var ansi ókurteys og leiðineg svo okkar kynni af Svasí var ekkert allt of góð. Svo já eina í stöðunni að snúa við. En maður verður að taka Pollýönnu á þetta, við sáum meira af Mósambík, og ég lærði leiðina :)
við enduðum á að fara á rosa góðan Indverskan matsölustað í Mapútó þá um kvöldið.
Laugardagurinn fór í túrista dag í Mapútó, skoða fattlaðamarkaðinn, skoða kirkjuna, smigla sér inn í kirkjuna. Fara á byltingarsafnið, fara í ástargarðinn, villast smá í mapútó og enda svo með Mörtu á fisk markaðnum sem var alveg frábært. Fengum rosa góðan mat, rækur og fisk sem heytir Barrakuda eða eithvað. Og svo borðuðu þau smokkfiskinn, jakk, finnst hann ekki góður.
Þarna var lifandi tónlist og FULLT af fólki. Þetta var alveg frábært.
Svo fóru Anna Karen og Atli heim á mánnudagsmorgninum.
Rosa gaman að fá þau. Hlakka til að fá næstu gesti. Það styttist með hverjum deginum og tíminn lýður svo hratt að þau verða komin áður en ég veit af :) vei vei vei
Annars hefur lífið gengið sinn vangang hér í Mapútó, reyndar er ég búin að vera hálf slöpp, leiðindar kvef, fór í malaríu próf í gær, og verð að segja að hreinlætið er svona 100 sinnum betra en þar sem Sólrún fór í Gambíu ;) Svo ég var bara alveg róleg. Enginn malaría, en betra að vera viss, svona þar sem maður er að fara að skella sér til Armeníu á þriðjudaginn.
En ætla að segja ykkur betur frá því á morgun, ef ég hef tíma.
En hafið það gott.
Knús frá Mapútó :)

1 Comments:

At 7:02 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ Þóra
Ég kíki oft á síðuna þína en ég gleymi alltaf að kvitta fyrir mig. Nú mundi ég eftir því:) Hafðu það gott. Kveðja, Bryndís (Nonni og Árni Jökull biðja að heilsa)

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger