selavi

Jábbs, svona er lífið

laugardagur, maí 01, 2004

Kærleikur :)

Þannig var það að amma mín og afi voru í mat um daginn, meðan afi var á fundi kom amma til okkar. Fudurinn hjá honum afa gamla dróst svolítið svo við ákváðum að byrja að borða án hanns, þar sem maturinn var til og allir orðnir svangir. Nema hvað að það voru akkúrat til 5 kjötsneiðar og við vorum 5. en það var fullt af meðlæti svo engin ætti að fara svangur frá borði. Nema hvað að hún amma mín sem er algert yndi, ákvað að fá sér bara hálfa kjöt sneið, því að hann afi væri sko bókað svangur þegar hann kæmi, því hann hafi ekkert borðað frá því um hádegið, við reyndum nú að segja henni að það væri til nó af mat. Síðan kemur afi og þá var bara boðið upp á mat á fundinum, enda í miðjum matra tíma. Nema hvað að þetta fynst mér bara algert æði, að gömlu hjónin hugsa svo vel hvort um annað. Ég fór að hugs ætli ég eigi eftir að gera svona, og hvort minn ( hugsanlega tilvonandi kall) myndi gera svona fyrir mig.
Hvort hann Collinn minn myndi gera svona fyrir mig eftir 50 ár ?? ;)
Þau eru reyndar alveg mögnuð amma mín og afi, þau fara meira út en ég, alltaf á tónleikum og fundum, baráttu fundum og hvað eina. Svona ætla ég að vera. bókað mál


Ps. hitti litla sæta kanínu áðann í Öskjulhíðinni, og hún sagði mér að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af genabreittum eða efna breyttum kanínum, það væri búið að útrýma þeim öllum. Svo ég get hlaupið tiltölulega örugg í Öskjuhlíðinni.


0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger