selavi

Jábbs, svona er lífið

miðvikudagur, febrúar 16, 2005

Landfræði snillingurinn á afmæli í dag, nei ekki ég því ég er ekki orðin það, heldur Gunnhildur skvísa :) Til hamingju.

Jebbs, þá er þetta búið í bili. Hvað er ég að tala um, ég er að tala um TANNLÆKNI, ég hef ekki farið til tannlæknis í MÖRG ár, og svo er hringt, ( hef hann faðir minn grunaðan um að hafa látið þá hafa samband ;) ) og ég beðin um að koma í skoðun. Málið er að ég hef nú haf mikklar áhyggjur út af þessu. Búin að heyra svooo margar sögur af fólki sem hefur ekki farið í langan tíma en svo þegar það loksins fer þá er það jafnd kostnaðarsamt og utanlandsferð. Og ég á nú bara ekki efni á einni slíkri núna, nema þá kanski að eyða því í utanlandsferð en ekki tennur ;)
En hvað um það, ég skelli mér út í veðrið, rússahúfa, lopapeysa, síðarnæsrbuxur og alles. Ákveð að mæta því sem verður. Sest frekar stressuð í stólinn. Svo bara tannlæknir: " Þú ert nú bara með mjög flottar tennur, engin skemt og ekki neitt" Og úff, hvað mér var létt.
Svo já ég er bara með rosa sterkar tennur, sem er gott. ;)
Nema að þetta kostaði nú aðra ferðina til Köben eða London, ferkar fúlt svona. En fékk samt sem áður staðfestingu á því að ég er með ok. tennur. Sem er gott.
En jæja læra læra læra. Ákvað að vera heima að læra í staðin fyrir að fara með Mikka danska í GPS staðsetningaleiðangur. Hefði öruggelga bara dsrepist úr hlátri allan tímann. Núna er hann allavega með staðsetninguna á mínu húsi, svo hann ratar heim. Hann er reyndar að fara að flytja í kvöld, svo hann þarf að taka nýja staðsetingu á nýju húsnæði :) Fyndið, já það fynst mér...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger