selavi

Jábbs, svona er lífið

sunnudagur, september 17, 2006

helgin

Já þá er sunnudagskvöld og það rignir alveg rosalega hér í Mapútó, og því fylgja þrumur og eldingar með tilheyrandi látum. Þegar rignir fellur hitinn ansi hratt svo ég er ligg bara undir sæng og glápi á sjónvarpið.
Helgin mín er annars búin að vera fín, slappaði af á laugardaginn þar til ég fór til Franklíns þar sem planið var að allir myndu hittast þar og horfa á sólarlagið, hann er með geggjó útsýni. Hér eru gestir frá ICEIDA í Malaví. En þar sem það var frekar skýað sást voðalítið í sólina :)
En eftir það héldum við öll á veitingarstað við Angólagötu, mæli ekki með honum, þegar þið farið til Mapútó, ekki borða á veitingarstað við Angólagötu :)
Í dag fór ég ásamt Jóunum, Fífí, og Lovísu og Kidda frá Malaví til Macaneta, sem er strönd sem er í klukkustunda keyrslu frá Mapútó. Það er mjög gaman að fara þangað, þegar maður er komin út af þjóðveginum þarf maður að fara í bílferju sem him, tekur 6 bíla með þvílíkri lagni, mjög magnað að fylgjast með því hvernig þeir raða þeim niður á þetta LITLA pláss. En á leiðinni til baka voru 6 stórir jeppar, kanski ekkert 44 en stórir miðað við hér :) og við komumst alla leið. Þaðan er svo jeppafæri að ströndinni. Maður var skíthræddur um krakka ormana sem voru þarna, þeir hlupu að bílunum og héngu aftan í þeim. Meira að segja sögðu þeir okkur ranga leið á tímabili, þeir hafa víst eithvað upp úr því að grafa holur í sandinn og þá festa bílarnir sig, og þeir fá pening fyrir aðstoða við að draga upp. Við festum okkur á leiðinni til baka, en þar sem á ferð voru íslendingar sem eru vanir að festa sig, þá var það nú lítið mál :)
En ströndind var góð, fyrir utan að skýin voru komin og það var rok, en við Jói P. skelltum okkur nú samt í sjóinn. Svolítið stórar öldur svona. Fengum okkur svo að borða, kanski ekkert æðislegur matur. En gaman þrátt fyrir allt. Það eru nokkrir staðir þarna í nágrenninu svo maður prufar bara annann næst :)
Þetta var bara mjög gaman.
Vona að ykkar helgi hafi verið góð.
Ég ætla að fara að lesa og svona.
Knús og kram Þóra :)

2 Comments:

At 3:39 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

alltaf jafn gaman ad lesa skrifin thin. eg er komin i nyja utlandid mitt. bid kaerlega ad heilsa ollum i Maputo. HB

 
At 8:38 f.h., Blogger Thora said...

HB: vonandi gengur allt vel hjá þér, hlakka til að hitta þig , næst, hvenær sem það nú verður ;)
Knús frá Mapútó :)

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger