selavi

Jábbs, svona er lífið

fimmtudagur, september 14, 2006

Komin aftur til Maputo

Já þá er maður komin aftur til Mapútó, verð að segja að það hafi verið ansi skrítið að fara ekki heim til Íslands heldur koma hingað, en það eru svo mörg skemtileg verkefni framundann að það er bara rosa gott að vera kominn aftur.
En Armenía, vá. frábært !!!
Land og þjóð eru falleg.
Já fékk tækifæri til að fara aðeins út úr Yerevan sem er höfuðborginn, þar dvaldi ég megin þorrann af ferðinni. Yerevan er ansi mögnuð borg, hefði haldið að þar væri fleyri sovétt byggingar, en svo er ekki, hún er reyndar heldur grá á daginn, en lifnar alveg við á kvöldinn, þá er ljós allstaðar og allir eru úti. Magnað, það er ekkert alltaf mætt í vinnu klukkan 8, frekar upp úr 9, þar sem allir eru vakandi fram á nótt. Magnað.
Umferðin er mun verri en hér í Mapútó og ég hélt að hún væri slæm, en nei það er varla hægt að segja að það sé hægri eða vinstri umfer þar, það keyra bara allir á miðjunni. Lenti í umferðarþvögu dauðans á mánudaginn, það var mjög áhugavert. Almenningssamgöngur eru eins og hér litlar rútur eða svona chappar. Og eins leigubílar sem eru mjög ódýrir. Þetta svipar svolítið til Gambíu og Mós. Mér fanst það ansi magnað, að þetta líktist frekar þeim afríkulöndum sem ég hafði komið til en evrópulandanna, fyrir utan Suður Afríku þá.
En fór og skoðaði tvö eld eld gömul klaustur, eða frá tímum Armenian empire, sem var stofnað 6 öld fyrir krist. svo já eld eld gömul.
Það fyrsta var í svona 2 tíma keyrslu frá Yerevan, og heitir Garne, vá vá vá. Það var falið í fjalla dal og úff, landslagið var ótrúlegt. Gæti sko alveg hugsað mér að tínast þarna í svona mánuð eða tvo. Myndir verða komnar á morgunn föstudaginn 15.
En það sem var skemtlegast af öllu var að hitta krakkana sem eru með mér í Evrópuráðinu aftur, verð að segja að mér finst það magnað að við erum 7 reyndar komust ekki nema 4 núna, en allavega, við vinnum alveg ótrúlega vel saman, þrátt fyrir að koma frá mjög ólíkum löndum, Ísland, Spánn, Armenía, Austurríki, Belgía, Makedónía og Kýpur. Þrátt fyrir að vera afskaplega ólík þá erum við alveg ofsalega lík líka. Er strax farin að hlakka til fundarinns í feb. Jábbs næstu fundur í Svíþjóð í feb til að undirbúa Evrópufundinn sem verður í okt 2007. Bara gaman.
Fundurinn gekk vonum framar, okkur tókst að klára allt sem var á dagskránni og meira til. Ásamt því að borða fullt af góðum mat, smakka Armenískan vodka. Og bara vera saman, spjalla og njóta þess að vera saman.
Já maður er heppinn, ekki spurning.
En ætla að fara að setja inn myndir.
Vona að þið hafið það gott.
Knús frá Mapútó
Þóra :)

4 Comments:

At 5:31 e.h., Blogger AuðurA said...

Kíki alltaf við... rosa gaman að lesa um Mósambík og Armeníu... ekki beint eins og maður hendi bíkiníi ofan í tösku og skelli sér sjálfur þangað!
Hafðu það gott - Auður Sólrúnar vinkona

 
At 5:37 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Gaman að heyra frá þér, tek undir með síðasta ræðumanni að það er ekki á hverjum degi sem maður skellir sér til Armeníu!! Alltaf gaman að lesa fréttirnar frá þér og gott að heyra að allt hefur gengið vel.

Bestu kveðjur,

 
At 6:17 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

gaman að heyra að þú skemmtir þér vel flökkukind :)
vona að þú haldir áfram að lifa lífinu lifandi :)
hilsen hilsen frá danmörku
Þórdís Jóna

 
At 5:47 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hæ hæ sæta.....takk fyrir að skrifa í gestó hjá mér ;c)
Vonandi hefuru það gott skvís.
Verðum að fara að hittast bráðum ;c)

Hafðu það gott....Melanie

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger