selavi

Jábbs, svona er lífið

föstudagur, janúar 19, 2007

Bóndadagur

"Hversvegna er hún Þóra að skrifa um bóndadaginn?", hugsa líklega margir núna.
En jú hér á heimilinu er bóndi og frú.
Og er þessi blessaði bóndadagur hafður í hávegum allavega hvað varðar mat. Eins og allir vita er þetta byrjun á Þorra, og er skemdur og súr matur etin á þessum þorra.
Ekki get ég sagt að ég sé neitt gríðarlega ánægð með það sem er á borðum, en ákvað að bæta við nokkrum hlutum, eins og kotasælu, það hlítur að vera í lagi, þar sem þetta er nú einu sinni kota og sæla, og það á bæði við á Þorra að margra mati, þá situr fólk í koti sælt og etur þorra mat. Kartöflukökur hljóta að meiga að vera á borðum líka þar sem ansi oft eru flatkökur og kartöflur.
Annað sem hefur flækst á borðið nálgægt mínum diski er kalkúnaskinka og pesto. Það hlítur að sleppa, allavega Pestóið, þar sem það er nokkurskonar stappa og passar vel við rófustöppuna, ekki satt ?
Jæja held að hjúin á hiemilinu séu að fara að eta, best að fara að hætta þessu og fara í kotasæluna til þeirra.
Velkominn þorri segi ég bara.

2 Comments:

At 1:38 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Hehehe... um að gera að brjóta upp normið - way to go!

 
At 12:48 e.h., Blogger B said...

Þú átt ekki að segja velkominn Þorri.

Þú átt að blóta Þorrann, *#!Ö@ Þorri!!!

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger