selavi

Jábbs, svona er lífið

sunnudagur, janúar 16, 2005

Spurning hvort ég egi að fara að læra eða að reyna að draga einhvern út með mér, mig langar svooo út, en það er éljagangur í Bláfjöllum svo ég nenni ekki á gönguskíði þar.
Er að spá í að fá bara mömmu og pabba með mér út og fara svo í heimsókn til Nonna og Bryndísar og kíkja á nýja húsið, það væri gaman.
Jamms, ætli það sé ekki gott plan.
En helgin er búin að vera áhugaverð, á föstudaginn byrjaði ég á því að standa í Kringlunni með bauk til að fá fólk til að gefa í söfnunina. Svo heim og lá þar í leti með foreldrunum, sem var fínt, reyndar búin að gera það kvöldið áður svo ég var alveg að fá nó af þeim :) og þau örugglega af mér.
En á laugardagin var klárað að taka niður allt jólaskraut, nema hjá mér, geri það á morgun og svo var farið í kaffi til hennar Kristínar Örnu litlu frænku minnar, sem er lasin :( En þrátt fyrir það var hún nú þokkalega hress.
Fór svo heim til að gera mig sætari fyrir sjónvarpið, reyndar búið að bjóða mér á lokasýningu á Eldað með Elvis, og hefðu nú frekar viljað fara á það í staðin fyrir að sitja í sjónvarpsal og DEYJA ú leiðindum, geyspa og svona. en er reyndar mjög ánægð með Íslendinga, þetta var frábært hvað við tókum vel í þetta.
en fór svo heim aftur og reyndi að ná í vinkonur mínar, og úff var frain að sjá fram á annað kvöld með foreldrunum, en guð sé lof þá hringdu þær, og þær voru þá baksviðs á Loft kastalanum. Svo ég skellti mér þangað. Það var mjög gaman, áhugavert.
En jæja ætla að láta þetta duga af helginni, ætla að skella mér út í góðaveðrið.
Hafið það gott.
Kveðja Þóra

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger