selavi

Jábbs, svona er lífið

miðvikudagur, mars 30, 2005

Ég vil byrja á því að lýsa yfir vanþóknun á Útlendingarstofnun, ég fór þangað í dag til að fá gamlar ársskýrslur, var búin að vera í sambandi við eina sem sagði mér bara að kíkja við ef mig vantaði þær. Svo býð ég endalaust lengi eftir því að ná tali af Afgreiðslu stelpur, og nei hún ætlar bara að láta mig fá ársk. frá 2003, og ég sagði nei hún er til á netinu mig vantar fyrir 2001, frá 1991, og skil alveg að ég myndi hugsanlega þurfa að koma aftur en nei, ekkert svoleiðis, ég fæ það svar að þær séu ekki þarna og ég fæ skírsluna frá 2002 sem er á netinu.
Jábbs, frekar lélegt, ekkert svona hei já, ekkert mál við getum verið með þetta á morgun eða í næstu viku, neibbs, og ég spurði hvort það væri hægt að nálgast þær á bókasöfnum, og gellan vissi það nú ekki og var ekkert að spyrja, svo er ég búin að leita á Þjóðarbókhlöðunni og finn ekkert, en ætla að prufa aftur í kvöld. Mér finst þetta lélegt, það eina sem ég á eftir og er bókað að þetta er til á bókasafni Dómsmálaráðuneytisins. eða ég vona það allavega.

En svona út í skemmtilegri hluti, þá fór ég í búð í dag, þegar ég er að borga stoppa 2 slökkvibílar fyrir framan búðina og einhverjir babú kallar koma inn, velti þessu nú ekki mikið fyrir mér, og þar sem búðin er við hliðina á videoleigunni þá rölti ég bara í hana þar sem ég þurfti að skila 24 fyrir m og p. Nema hvað að þegar ég er að rölta að bílnum og leitandi í töskunni af bíllyklunum og leita og leita en finn ekki neitt, kemur þá ekki einn babú kallinn á móti mér haldandi á lykklunum og " Þóra eru þetta ekki þínir? " Og ég bara ha, jú takk og brosti fallega, en skildi ekkert í því að maður hafi sagt Þóra. Ha vitlaus ég, ég var með mína lyklakippu og á henni stendur Þóra og skýringin á nafninu :)
Jebbs, stundum getur maður verið vitlaus. En ég vil þakka Babúkallinum fyrir að láta mig fá lyklana :)

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger