selavi

Jábbs, svona er lífið

laugardagur, apríl 16, 2005

í gær

Gærdagurinn var soldið skrítinn, ég er lasin og get voða lítið lært, fæ bara hausverk og ef ég tek verkjatöflur þá sofna ég bara yfir lærdómnum, sem er ekki gott.
En svo í gærkveldi fékk ég póst frá gömlum vini mínum í Júgóslavíu, og það var svooo gaman, hann bjargaði alveg deginum. Merkilegt, nú hef ég kynst ansi mörgum útlendingum, bæði á sumarbúðum hér heima, úti og á fundum, en maður heldur sambandi við svo fáa, hvað ætli valdi því að maður haldi ferkar sambandi við þennann en ekki hinn, þó svo maður hafi kanski kynns einhverjum öðrum betur. Reyndar erum við og þessi strákur frá Júgóslavíu systkyni, jábbs komust að því. Hann kom til Íslands árið 2000 og var á sumarbúðum á Holti. Skemtilegt að ég er enn í sambandi við hann en hef ekki hitt hann núna í 5 ár, reyndar hafði ég ekki hitt Elvis vin minn sem býr í Króatíu frá 1997 þegar ég og Hilla fórum og hittum hann á Interrailinu haustið 2003, dísus, það er að verða svo langt síðan, verð að skella mér aftur, og stoppa þá í Júgóslavíu líka.
En jæja best að reyna að læra smá í dag og hætta þessu bulli.
Góða helgi.

4 Comments:

At 11:12 f.h., Anonymous Nafnlaus said...

Synd að við skyldum ekki komast til Serbíu. Það verður að vera á planinu þegar maður fer og feraðst um Balkanskagan!!

 
At 1:39 e.h., Blogger Thora said...

Jábbs, næst næst, ekki spurning.

 
At 1:59 e.h., Blogger super-darling said...

já þessir Marsbúar, alveg hreynt stór skrítnir. En merkilegt hvað þið náðuð vel saman, þið bullararnir. :) Þetta er líka ótrúlegt með að halda sambandi. Fer hrikalega mikið eftir næsta manni, og manni sjálfum... gott umræðu efni fyrir kvöldið ;)

 
At 3:00 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

usss !!!! ;)

 

Skrifa ummæli

<< Home

SKEMTILEGT Vinirnir
  • MYNDIR
  • Hilla
  • María
  • Biggi
  • Bryndís
  • Nonni
  • Árni Jökull
  • Mikki danski
  • Eyrún
  • Andri
  • Helga Bára frá Suður höfum
  • Kúbukrakkar
  • Grjótið
  • Bogi í Oz
  • Dísella
  • DísaJóna
  • Guggabogg
  • gunnspito
  • Sólrún
  • Gambía
  • Daníel Árni :)
  • Íslendingur í Mósambík
  • Gerum eitthvað gott
  • Kristín Arna litla frænkan mín :)
  • Ása og Ármann í BNA
  • Guðný frænka
  • Einar Smári Orrason :)
  • Mella sæta
  • Harpa
  • Elín
  • Sigga víðis
  • Sibba
  • 79 Hólmarar
  • Viddi brjál
  • Halla Sif
  • Rauði kross Íslands
  • Ungmennahreyfing Rauða kross Íslands
  • Á flótta
  • Flóttamannahjálp Sameinuðuþjóðanna
  • Útivera
  • Rosaleg saga :)
  • Free Photo Albums from Bravenet.com Free Photo Albums from Bravenet.com

    Powered by Blogger